Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2023 13:37 Hollensk kona sem greiddi atkvæði í morgun. Hollendingar standa frammi fyrir fjölmörgum kostum en fjórir standa upp úr. AP/Patrick Post Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VVD flokksins, tilkynnti í sumar að hann ætlaði að segja þetta gott eftir að ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um innflytjendamál. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um það málefni. Sjá einnig: Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frambjóðendur heitið því að bregðast við miklum fjölda hælisleitenda í Hollandi og einnig draga úr flæði farandverkafólks og erlendra námsmanna til landsins, sem eru um fjörutíu prósent námsmanna þar. Dilan Yeşilgöz-Zegerius, nýr leiðtogi VVD sem kom til landsins sem flóttamaður í æsku, hefur það sem eitt af kosningaloforðum sínum að fækka innflytjendum og flóttafólki í landinu. Hún segir reglur Hollendinga og lög ekki nógu hörð, sé mið tekið af nágrannaríkjum Hollands. Hún gæti orðið fyrsta konan til að sinna embætti forsætisráðherra í Hollandi. Dilan Yesilgoz-Zegerius, leiðtogi VVD, á kjörstað í morgun.AP/Patrick Post Kannanir gefa til kynna að fjórir flokkar hafi svipað fylgi. Þar á meðal eru VVD flokkurinn og Frelsisflokkur hins umdeilda popúlista Geert Wilders. Enginn flokkur hefur mælst með meira en tuttugu prósent en nokkuð stór hluti kjósenda hefur sagst óákveðinn. Fari kosningarnar eins og kannanir gefa til kynna er búist við því að stjórnarmyndun muni taka langan tíma. Könnun sem birt var í morgun sýndi Frelsisflokkinn með naumt forskot á VVD. Honum hefur áður verið spáð sigri í kosningum, eins og árið 2017. Eins og áður segir er hann mjög umdeildur og er rasisti. Hann hefur til að mynda verið dæmdur sekur um hatursummæli þegar hann lofaði að fækka Marokkómönnum í Hollandi og kallaði þá „úrhrök“. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins.AP/Mike Corder Hann hefur þó að undanförnu bæta ímynd sína, samkvæmt frétt Reuters, með því markmiði að ná til fleiri kjósenda. Með það í huga hefur hann snúið sér frá því að kalla aftir af-íslömun Hollands og þess í stað kvartað yfir háum framfærslukostnaði, húsnæðiskorti og slíkum málum. Í frétt Guardian segir að Frans Timmermans, leiðtogi Vinstri Grænna og verkamannaflokksins hafi þvertekið fyrir að starfa með Wilders og það hafi Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig gert. Yeşilgöz-Zegerius hefur sagt að hún gæti unnið með Wilders en muni ekki styðja hann í embætti forsætisráðherra. Holland Evrópusambandið Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VVD flokksins, tilkynnti í sumar að hann ætlaði að segja þetta gott eftir að ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um innflytjendamál. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um það málefni. Sjá einnig: Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frambjóðendur heitið því að bregðast við miklum fjölda hælisleitenda í Hollandi og einnig draga úr flæði farandverkafólks og erlendra námsmanna til landsins, sem eru um fjörutíu prósent námsmanna þar. Dilan Yeşilgöz-Zegerius, nýr leiðtogi VVD sem kom til landsins sem flóttamaður í æsku, hefur það sem eitt af kosningaloforðum sínum að fækka innflytjendum og flóttafólki í landinu. Hún segir reglur Hollendinga og lög ekki nógu hörð, sé mið tekið af nágrannaríkjum Hollands. Hún gæti orðið fyrsta konan til að sinna embætti forsætisráðherra í Hollandi. Dilan Yesilgoz-Zegerius, leiðtogi VVD, á kjörstað í morgun.AP/Patrick Post Kannanir gefa til kynna að fjórir flokkar hafi svipað fylgi. Þar á meðal eru VVD flokkurinn og Frelsisflokkur hins umdeilda popúlista Geert Wilders. Enginn flokkur hefur mælst með meira en tuttugu prósent en nokkuð stór hluti kjósenda hefur sagst óákveðinn. Fari kosningarnar eins og kannanir gefa til kynna er búist við því að stjórnarmyndun muni taka langan tíma. Könnun sem birt var í morgun sýndi Frelsisflokkinn með naumt forskot á VVD. Honum hefur áður verið spáð sigri í kosningum, eins og árið 2017. Eins og áður segir er hann mjög umdeildur og er rasisti. Hann hefur til að mynda verið dæmdur sekur um hatursummæli þegar hann lofaði að fækka Marokkómönnum í Hollandi og kallaði þá „úrhrök“. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins.AP/Mike Corder Hann hefur þó að undanförnu bæta ímynd sína, samkvæmt frétt Reuters, með því markmiði að ná til fleiri kjósenda. Með það í huga hefur hann snúið sér frá því að kalla aftir af-íslömun Hollands og þess í stað kvartað yfir háum framfærslukostnaði, húsnæðiskorti og slíkum málum. Í frétt Guardian segir að Frans Timmermans, leiðtogi Vinstri Grænna og verkamannaflokksins hafi þvertekið fyrir að starfa með Wilders og það hafi Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig gert. Yeşilgöz-Zegerius hefur sagt að hún gæti unnið með Wilders en muni ekki styðja hann í embætti forsætisráðherra.
Holland Evrópusambandið Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira