Lífið

„Ekkert betra en að byrja af­mælis­daginn grátandi“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kolbeinn fagnar fjörutíu árum.
Kolbeinn fagnar fjörutíu árum. Aldís Amah

Aldís Amah Hamilton leikkona sendi kærastanum og leikaranum Kolbeini Arnbjörnssyni fallega afmæliskveðju á Instagram í tilefni af fertugsafmæli hans. Kveðjan var svo falleg að Kolbeinn felldi tár.

„Kolbeinn Arnbjörnsson, KrolluKolli, Krollmundur, Kolbrador, Kolli Kolvetni, Kynþokkolli, Kolbster og auðvitað Kafteinn Kolbeinn fagnar fjórum tugum í dag. Ég fagna því að ljós hans hefur núna fengið að skína í 40 ár og að flesta daga fæ ég að baða mig í því,“ segir meðal annars í færslunni. 

Hlýr, ástríkur og falleg sál

Aldís lýsir Kolbeini sem hlýjum manni með stórt hjarta.

„Kolbeinn er ekki sparsamur á hlýjuna sem útgeislunin hans veitir og fyrir konu sem kemur örugglega af eðlufólki miðað við líkamshita, er það einn af hans helstu kostum. Það sem gerir hann enn betri er að kostir hans eru svo margir að helst ætti hann að heita Kosta-Kolli.

Kolbeinn er með stærsta hjarta sem ég hef hitt á minni lífsleið. Samkennd hans og siðferði jafnast ekki á við neinn sem ég þekki. Staðfesta hans og trú á það sem hann stendur fyrir er mér daglegur innblástur og þegar að ég hef skrapað botninn í trúleysi og andlegri uppgjöf tekst honum alltaf að finna til einhverja ótrúlega auka orku og ást til að gefa mér, þrátt fyrir að hafa nóg á sinni könnu.“

Kolbeinn er verndari, heilari, skapari og fallegasta sál sem ég veit um. Ég elska hann meira en ég hef nokkurn tímann elskað og vona að flest ykkar fái að njóta ljómans sem af honum skín.

Óhætt er að fullyrða að kveðjan hafi hitt Kolbein í hjartastað:

„Ekkert betra en að byrja afmælisdaginn grátandi. Takk ástin mín fyrir óendanlega falleg orð,“ skrifar Kolbeinn við færsluna.

Kolbeinn og Aldís kynntust við tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Svörtu sandar. Aldís var handritshöfundur þáttanna en fór sömuleiðis með eitt af aðalhlutverkunum.


Tengdar fréttir

Segir bataferlið allt annað en línulaga

„Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×