Við hvað erum við hrædd? Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 15:01 Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað. Þegar ég gekk af sviðinu var ég stoppuð af manni sem fann sig knúinn til að tala um hvað litningar okkar munu segja þegar við verðum grafin upp eftir 1000 ár. Þá yrði nú aldeilis öruggt að allt sem kæmi úr þeim rannsóknum væri að við mannfólkið hefðum alltaf verið annað hvort karl eða kona. Hann spurði mig í framhaldinu hvernig ég gæti rökstutt að til væru fleiri en tvö kyn, og áréttað að auðvitað væri það á mína ábyrgð að kenna fólkinu hvað það væri. Í fyrsta lagi langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort það, að ég minni á inngildandi orðalag, valdi því að það sé þá á mína ábyrgð að kenna hvað í því felst þegar talað er um fleiri en tvö kyn? Nú þegar er ógrynni af upplýsingaefni er aðgengilegt á íslensku og fleiri málum. Hver er ábyrgð fólks að afla sér upplýsinga sjálft? Á meðan hann talaði hlustaði ég og hugsaði um hvað hann var að segja. Fyrir mér stóð það ekki upp úr að litningarnir okkar myndu mögulega segja að við værum tvö kyn, heldur það, hvað við vitum lítið um forforeldra okkar. Hvernig hafði tíðarandinn áhrif á hugsanir þeirra og ákvarðanir. Hvernig þenkjandi voru þau? Voru þau opin um kynvitund sína og var yfir höfuð hugsað um kynin sem tvö eða fleiri, eða var hugsað um kyn yfir höfuð. Ef leit okkar að upplýsingum um forforeldra okkar takmarkast við litninga, hvað segir það okkur í raun? Eru það vísindin sem við ætlum að móta veruleika okkar núna út frá. Fyrir utan það að eftir 1000 ár höfum við ekki hugmynd um hvernig hægt verður að greina líkama okkar og sálir. Eru heimildir okkar þá ritað mál, fréttir, texti á skinni, myndir í hellum? Hvernig eru fjölmiðlar í dag? Fjalla þeir um allt það sem við erum að ganga í gegnum eða hvernig við lítum á heiminn eða er valkvætt efni á þessum miðlum sem segja aðeins hluta af sögunni? Við hvað erum við hrædd? Hvað er það sem hræðir okkur svo mjög að við stöndum upp á afturlappirnar tilbúin að hrekja upplifun og raunveruleika fólks sem falla ekki inn í tvíkynja umhverfi samfélagsins, upplifa sig annað hvort hvorki karl né konu eða jafnvel bæði. Hvers vegna eru svo mörg okkar tilbúinn í vörn þegar rætt er um að skapa umhverfi og samfélag þar sem öll eru velkomin og öll fá að vera og eiga heima. Tungumálið okkar er lifandi, merking orða breytast við ákveðna notkun, ný orð koma inn í takt við samfélagið okkar og það sem við erum að ganga í gegnum. Hvers vegna tökum við fagnandi á móti nýjum orðum sem lýsa tækni en viljum ekki tala um öll og fólk í stað þess að segja menn og allir? Ég ætla að enda þessa vangaveltu á að þakka þeim sem ryðja brautina. Þakka þeim sem standa upprétt og móti straumnum og berjast fyrir inngildingu, berjast fyrir jafnrétti, berjast fyrir veruleika þar sem öll eiga pláss. Berjast fyrir samfélagi þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Takk. Við hin hljótum að geta gert betur. Gerum betur. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöð og varaborgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað. Þegar ég gekk af sviðinu var ég stoppuð af manni sem fann sig knúinn til að tala um hvað litningar okkar munu segja þegar við verðum grafin upp eftir 1000 ár. Þá yrði nú aldeilis öruggt að allt sem kæmi úr þeim rannsóknum væri að við mannfólkið hefðum alltaf verið annað hvort karl eða kona. Hann spurði mig í framhaldinu hvernig ég gæti rökstutt að til væru fleiri en tvö kyn, og áréttað að auðvitað væri það á mína ábyrgð að kenna fólkinu hvað það væri. Í fyrsta lagi langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort það, að ég minni á inngildandi orðalag, valdi því að það sé þá á mína ábyrgð að kenna hvað í því felst þegar talað er um fleiri en tvö kyn? Nú þegar er ógrynni af upplýsingaefni er aðgengilegt á íslensku og fleiri málum. Hver er ábyrgð fólks að afla sér upplýsinga sjálft? Á meðan hann talaði hlustaði ég og hugsaði um hvað hann var að segja. Fyrir mér stóð það ekki upp úr að litningarnir okkar myndu mögulega segja að við værum tvö kyn, heldur það, hvað við vitum lítið um forforeldra okkar. Hvernig hafði tíðarandinn áhrif á hugsanir þeirra og ákvarðanir. Hvernig þenkjandi voru þau? Voru þau opin um kynvitund sína og var yfir höfuð hugsað um kynin sem tvö eða fleiri, eða var hugsað um kyn yfir höfuð. Ef leit okkar að upplýsingum um forforeldra okkar takmarkast við litninga, hvað segir það okkur í raun? Eru það vísindin sem við ætlum að móta veruleika okkar núna út frá. Fyrir utan það að eftir 1000 ár höfum við ekki hugmynd um hvernig hægt verður að greina líkama okkar og sálir. Eru heimildir okkar þá ritað mál, fréttir, texti á skinni, myndir í hellum? Hvernig eru fjölmiðlar í dag? Fjalla þeir um allt það sem við erum að ganga í gegnum eða hvernig við lítum á heiminn eða er valkvætt efni á þessum miðlum sem segja aðeins hluta af sögunni? Við hvað erum við hrædd? Hvað er það sem hræðir okkur svo mjög að við stöndum upp á afturlappirnar tilbúin að hrekja upplifun og raunveruleika fólks sem falla ekki inn í tvíkynja umhverfi samfélagsins, upplifa sig annað hvort hvorki karl né konu eða jafnvel bæði. Hvers vegna eru svo mörg okkar tilbúinn í vörn þegar rætt er um að skapa umhverfi og samfélag þar sem öll eru velkomin og öll fá að vera og eiga heima. Tungumálið okkar er lifandi, merking orða breytast við ákveðna notkun, ný orð koma inn í takt við samfélagið okkar og það sem við erum að ganga í gegnum. Hvers vegna tökum við fagnandi á móti nýjum orðum sem lýsa tækni en viljum ekki tala um öll og fólk í stað þess að segja menn og allir? Ég ætla að enda þessa vangaveltu á að þakka þeim sem ryðja brautina. Þakka þeim sem standa upprétt og móti straumnum og berjast fyrir inngildingu, berjast fyrir jafnrétti, berjast fyrir veruleika þar sem öll eiga pláss. Berjast fyrir samfélagi þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Takk. Við hin hljótum að geta gert betur. Gerum betur. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöð og varaborgarfulltrúi Framsóknar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun