Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2023 15:40 Guðni Bergsson var formaður KSÍ á árunum 2017-21. vísir/daníel Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að láta af störfum sem formaður KSÍ þegar kjörtímabili hennar lýkur á næsta ári. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Guðni vildi ekki tjá sig um framboðið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Hann vísaði til fréttatilkynningar sem sjá má í heild neðst í fréttinni. Guðni var áður formaður KSÍ á árunum 2017-21. Hann sagði af sér sem formaður í ágúst 2021 þegar KSÍ var harðlega gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi fjölmiðlum síðdegis segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram eftir að hafa fengið fjölda áskorana og hvatningu úr fótboltahreyfingunni. Hann vill halda áfram að leggja sitt „af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.“ Framboðsyfirlýsing Guðna Bergssonar Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson Guðni var fyrst kjörinn formaður KSÍ í febrúar 2017. Þar hafði hann betur gegn Birni Einarssyni í formannsslag. Björn hefur einnig verið orðaður við framboð til formanns á næsta ári. Guðni var svo endurkjörinn formaður KSÍ 2019. Þar sigraði hann Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann og framkvæmdastjóra KSÍ. Guðni, sem er 58 ára, átti afar farsælan feril sem leikmaður. Hann lék lengi á Englandi með Tottenham og Bolton Wanderes og spilaði áttatíu landsleiki. Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að láta af störfum sem formaður KSÍ þegar kjörtímabili hennar lýkur á næsta ári. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Guðni vildi ekki tjá sig um framboðið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Hann vísaði til fréttatilkynningar sem sjá má í heild neðst í fréttinni. Guðni var áður formaður KSÍ á árunum 2017-21. Hann sagði af sér sem formaður í ágúst 2021 þegar KSÍ var harðlega gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi fjölmiðlum síðdegis segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram eftir að hafa fengið fjölda áskorana og hvatningu úr fótboltahreyfingunni. Hann vill halda áfram að leggja sitt „af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.“ Framboðsyfirlýsing Guðna Bergssonar Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson Guðni var fyrst kjörinn formaður KSÍ í febrúar 2017. Þar hafði hann betur gegn Birni Einarssyni í formannsslag. Björn hefur einnig verið orðaður við framboð til formanns á næsta ári. Guðni var svo endurkjörinn formaður KSÍ 2019. Þar sigraði hann Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann og framkvæmdastjóra KSÍ. Guðni, sem er 58 ára, átti afar farsælan feril sem leikmaður. Hann lék lengi á Englandi með Tottenham og Bolton Wanderes og spilaði áttatíu landsleiki.
Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson
Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira