Hrútaskráin lesin í eldhúsinu, rúminu og á salerninu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2023 19:53 Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem gerir lítið annað þessa dagana en að skoða Hrútaskrána, sem var að koma út. Ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð. Starfsemi Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss er byrjuð en þessa dagana er verið að frysta sæði úr hrútunum og svo hefst hin eiginlega sæðistaka til dreifingar til bænda 1. desember. Það eru mörg handtökin við sæðistökuna og vinnslu sæðisins. „Við erum með töluvert mikið núna af hrútum, sem eru með verndandi gen gegn riðunni og það er það sem er markvisst verið að reyna að rækta núna. Við þurfum náttúrulega að fá úrvals sæði þannig að það haldi við þessu, sem við erum að senda frá okkur,” segir Páll Stefánsson, dýralæknir. Nafnarnir á sauðfjársæðingastöðinni, Páll Þórarinsson, sæðistakari og Páll Stefánsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrsti hrúturinn sem fannst með AAR genið á Íslandi, Gimsteinn frá Þernunesi er á sæðingarstöðinni en hann er arfblendin. Svo er líka hrútur á stöðinni, sem heitir Hreinn og er líka frá Þernunesi en sá þykir mjög merkilegur og verður eflaust mjög vinsæll í sæðingum næstu vikurnar því hann er alveg arfhreinn. Hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi, sem var fyrsti hrúturinn á Íslandi, sem fannst með ARR genið og er arfblendin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er sem sagt fyrsti arfhreini ARR hrúturinn sem kemur á stöð þannig að hann gefur hverju einasta afkvæmi þessa ARR genasamsætu,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. En vilja þá ekki allir fá sæði úr Hreini til að sæða ærnar sínar með? „Jú, hann verður örugglega mjög vinsæll en svo erum við bara með flotta af spennandi hrútum þannig að ég reikna nú með að það eigi eftir að dreifast vel á hrútana notkunin,” segir Eyþór. Og hér er aðalhrúturinn að störfum, lambhrúturinn Hreinn frá Þernunesi, sem er fyrsti ARR hrúturinn sem kemur á sauðfjársæðingastöð því hann gefur hverju einasta afkvæmi ARR genasamsætu og er því alveg arfhreinn. Páll Þórarinsson tekur sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það uppáhalds rit sauðfjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina, Hrútaskráin sem var að koma út. „Það eru margir, sem reyna að næla sér í fleira en eitt eintak til að eiga eitt á náttborðinu, annað í eldhúsinu og jafnvel þriðja á salerninu en ég þykist vera alveg viss um það að það er ekkert rit lesið meira á heimilum bænda á þessum tíma heldur en hrútaskráin,” segir Einar sauðfjárræktarráðunautur, sem kann hrútaskrána utan að. Hrútaskráin á netinu Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Starfsemi Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss er byrjuð en þessa dagana er verið að frysta sæði úr hrútunum og svo hefst hin eiginlega sæðistaka til dreifingar til bænda 1. desember. Það eru mörg handtökin við sæðistökuna og vinnslu sæðisins. „Við erum með töluvert mikið núna af hrútum, sem eru með verndandi gen gegn riðunni og það er það sem er markvisst verið að reyna að rækta núna. Við þurfum náttúrulega að fá úrvals sæði þannig að það haldi við þessu, sem við erum að senda frá okkur,” segir Páll Stefánsson, dýralæknir. Nafnarnir á sauðfjársæðingastöðinni, Páll Þórarinsson, sæðistakari og Páll Stefánsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrsti hrúturinn sem fannst með AAR genið á Íslandi, Gimsteinn frá Þernunesi er á sæðingarstöðinni en hann er arfblendin. Svo er líka hrútur á stöðinni, sem heitir Hreinn og er líka frá Þernunesi en sá þykir mjög merkilegur og verður eflaust mjög vinsæll í sæðingum næstu vikurnar því hann er alveg arfhreinn. Hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi, sem var fyrsti hrúturinn á Íslandi, sem fannst með ARR genið og er arfblendin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er sem sagt fyrsti arfhreini ARR hrúturinn sem kemur á stöð þannig að hann gefur hverju einasta afkvæmi þessa ARR genasamsætu,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. En vilja þá ekki allir fá sæði úr Hreini til að sæða ærnar sínar með? „Jú, hann verður örugglega mjög vinsæll en svo erum við bara með flotta af spennandi hrútum þannig að ég reikna nú með að það eigi eftir að dreifast vel á hrútana notkunin,” segir Eyþór. Og hér er aðalhrúturinn að störfum, lambhrúturinn Hreinn frá Þernunesi, sem er fyrsti ARR hrúturinn sem kemur á sauðfjársæðingastöð því hann gefur hverju einasta afkvæmi ARR genasamsætu og er því alveg arfhreinn. Páll Þórarinsson tekur sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það uppáhalds rit sauðfjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina, Hrútaskráin sem var að koma út. „Það eru margir, sem reyna að næla sér í fleira en eitt eintak til að eiga eitt á náttborðinu, annað í eldhúsinu og jafnvel þriðja á salerninu en ég þykist vera alveg viss um það að það er ekkert rit lesið meira á heimilum bænda á þessum tíma heldur en hrútaskráin,” segir Einar sauðfjárræktarráðunautur, sem kann hrútaskrána utan að. Hrútaskráin á netinu
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira