Innherji

Ís­fé­lagið verð­metið á yfir 110 milljarða í út­boði á um fimm­tán prósenta hlut

Hörður Ægisson skrifar
Ólafur H. Marteinsson, sem var framkvæmdastjóri Ramma og einn af stærri hluthöfum þess í gegnum eignarhaldsfélagið Marteinn Haraldsson, og Guðbjörg Matthíasdóttir, langsamlega stærsti eigandi Ísfélagsins. Með skráningu í Kauphöllina verður félagið eitt hið stærsta á hlutabréfamarkaði.
Ólafur H. Marteinsson, sem var framkvæmdastjóri Ramma og einn af stærri hluthöfum þess í gegnum eignarhaldsfélagið Marteinn Haraldsson, og Guðbjörg Matthíasdóttir, langsamlega stærsti eigandi Ísfélagsins. Með skráningu í Kauphöllina verður félagið eitt hið stærsta á hlutabréfamarkaði.

Sjávarútvegsfyrirtækið Ísfélagið, sem varð til við sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma um mitt þetta ár, hefur ákveðið að hefja almennt hlutafjárútboð þar sem til stendur að selja tæplega fimmtán prósenta hlut í félaginu. Miðað við lágmarksgengið í tilboðsbók A í útboðinu, sem er beint að minni fjárfestum, er fyrirtækið verðmetið á samtals rúmlega 110 milljarða króna.


Tengdar fréttir

Ísfélagið kaupir í Ice Fish Farm og verður einn stærsti hluthafinn

Ísfélag Vestmannaeyja hefur náð samkomulagi við aðaleiganda Ice Fish Farm um kaup á 16 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu á Austfjörðum. Viðskiptin verðmeta Ice Fish Farm, sem er skráð á Euronext-markaðinum í Osló, á 55 milljarða íslenskra króna sem er 70 prósentum yfir markaðsvirði fyrirtækisins í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×