Celtic sektaðir í þriðja sinn fyrir hegðun stuðningsmanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2023 22:30 Palestínski fáninn var áberandi í leik Celtic og Atletico Madrid rob casey / getty images UEFA hefur sektað skoska knattspyrnufélagið Celtic um €29.000, sem jafngildir tæpum fjórum og hálfum milljónum króna, fyrir hegðun stuðningsmanna á leik liðsins gegn Atletico Madrid. Viðureigninni lauk með 2-2 jafntefli eftir æsispennandi leik. Stigið sem Celtic fékk úr þeim leik er það eina sem liðið hefur unnið sér inn í E-riðli Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Celtic hundsuðu fyrirmæli félagsins um að mæta ekki með borða eða fána sem tengdust átökunum milli Ísrael og Palestínu. Palestínski fáninn var mjög áberandi í stúkunni en ekki kemur fram í yfirlýsingu UEFA hver skilaboðin hafi verið sem fóru fyrir brjóstið á þeim. Í yfirlýsingu UEFA segir að sektin byggist á þremur þáttum, €17.500 sekt fyrir að birta „ögrandi skilaboð sem voru í eðli sínu særandi“, €8.000 fyrir að hindra almenning frá því að ganga leiðar sinnar á vellinum og €3.500 fyrir að kveikja í flugeldum. Andstæðingar þeirra frá Madríd fengu sömuleiðis €3.000 sekt fyrir að kveikja í flugeldum. Celtic hefur nú fengið sektir í þremur af fjórum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Flugeldar eru helsti kostnaðarliðurinn, stuðningsmenn liðsins virðast mjög brennuglaðir og félagið hefur verið sektað um samtals €75.900 fyrir íkveikjur á tímabilinu. Félagið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna sem munu ferðast til Rómar að halda sig hæga og birta engin móðgandi skilaboð þegar Celtic mætir Lazio næstkomandi þriðjudag. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Skoski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira
Viðureigninni lauk með 2-2 jafntefli eftir æsispennandi leik. Stigið sem Celtic fékk úr þeim leik er það eina sem liðið hefur unnið sér inn í E-riðli Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Celtic hundsuðu fyrirmæli félagsins um að mæta ekki með borða eða fána sem tengdust átökunum milli Ísrael og Palestínu. Palestínski fáninn var mjög áberandi í stúkunni en ekki kemur fram í yfirlýsingu UEFA hver skilaboðin hafi verið sem fóru fyrir brjóstið á þeim. Í yfirlýsingu UEFA segir að sektin byggist á þremur þáttum, €17.500 sekt fyrir að birta „ögrandi skilaboð sem voru í eðli sínu særandi“, €8.000 fyrir að hindra almenning frá því að ganga leiðar sinnar á vellinum og €3.500 fyrir að kveikja í flugeldum. Andstæðingar þeirra frá Madríd fengu sömuleiðis €3.000 sekt fyrir að kveikja í flugeldum. Celtic hefur nú fengið sektir í þremur af fjórum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Flugeldar eru helsti kostnaðarliðurinn, stuðningsmenn liðsins virðast mjög brennuglaðir og félagið hefur verið sektað um samtals €75.900 fyrir íkveikjur á tímabilinu. Félagið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna sem munu ferðast til Rómar að halda sig hæga og birta engin móðgandi skilaboð þegar Celtic mætir Lazio næstkomandi þriðjudag.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Skoski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira