„Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri“ Kári Mímisson skrifar 22. nóvember 2023 22:24 Sigursteinn Arndal segir það ekki ódýrt fyrir íslenskt lið að taka þátt í Evrópukeppni Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur með öruggan sigur FH á Gróttu nú í kvöld. Grótta skoraði fyrsta markið en eftir það tóku FH-ingar algjörlega yfir leikinn og unnu sannfærandi 31-24 sigur. „Ég er bara ánægður með sigurinn og hvernig við mættum inn í leikinn. Okkur tókst að ganga svona að mestu leyti frá þessu í fyrri hálfleik. Grótta er með lið sem er óþægilegt fyrir flest lið að mæta. Þeir eru alltaf á fullu og keyra hratt á þig. Ef þú mætir ekki 100 prósent í leik gegn þeim lendir þú í veseni en við mættum sem betur fer í leikinn af fullum krafti.“ Sagði Sigursteinn strax að leik loknum. Eins og áður segir voru yfirburðir FH miklir og undir lokin gat Sigursteinn gefið ansi mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra? „Mjög ánægður með þá. Þetta eru strákar sem eru bara gríðarlega mikilvægir okkar liði með því að halda uppi góðum gæðum á æfingum í gegnum allan veturinn. Þeir eru að standa sig vel með þriðja flokk og FH er þannig félag að við viljum gefa ungum mönnum séns sem ætla sér hluti og þetta eru strákar sem ætla sér stóra hluti. Það er því mjög ánægjulegt að geta gefið þeim mínútur.“ Símon Michael og Jóhannes Berg áttu fínan leik fyrir FH. Það litaði þó frammistöðu þeirra að þeir enduðu báðir með tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir vægast sagt klaufalegar sakir. Sigursteinn segir að það þurfi ekkert að fara yfir þetta með þeim og er viss um að þeir vinni úr þessum mistökum sínum. „Þeir eru gagnrýnir á sjálfa sig og vita það að þeir eiga ekki að fá á sig svona ódýrar tvær mínútur sem er algjör óþarfi. Þetta eru ungir menn og ég treysti þeim fullkomlega til að vinna út úr þessu.“ FH leikur næst í þriðju umferð Evrópubikars karla gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Hvað getur þú sagt okkur um þetta lið? „Þetta er sterkt lið. Við mættum belgísku liði fyrir fjórum árum að mig minnir. Þar gerðum við jafntefli úti og unnum á heimavelli. Við erum komnir í þriðju umferð og það gefur augaleið að slakari liðunum fækkar þannig að við erum bara að búa okkur undir að mæta mjög góðu belgísku liði. Það er mikill uppgangur í belgískum handbolta og ég held að þeir séu að fara á EM í fyrsta skiptið núna í janúar.“ Að lokum vill Sigursteinn biðla til fólks að fjölmenna í Kaplakrika á laugardaginn. Liðið þurfi á stuðninga að halda ásamt því segir hann að þessi Evrópuævintýri séu alls ekki ódýr. „Ég vil að lokum biðla til FH-inga og handboltaunnenda að mæta á leikinn því það er alls ekki sjálfsagður hlutur að íslensku liðin séu að taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er dýrt og við þurfum á öllum stuðningi að halda. Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri. Að sjálfsögðu hjálpar félagið og bæjarfélagið eitthvað til en svo bara þurfum við að treysta á góða mætingu til þess að svona dæmi geti gengið upp ásamt því eru menn bara í öllum mögulegum fjáröflunum og sölum sem hægt er. Þetta er bara raunveruleikinn.“ Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
„Ég er bara ánægður með sigurinn og hvernig við mættum inn í leikinn. Okkur tókst að ganga svona að mestu leyti frá þessu í fyrri hálfleik. Grótta er með lið sem er óþægilegt fyrir flest lið að mæta. Þeir eru alltaf á fullu og keyra hratt á þig. Ef þú mætir ekki 100 prósent í leik gegn þeim lendir þú í veseni en við mættum sem betur fer í leikinn af fullum krafti.“ Sagði Sigursteinn strax að leik loknum. Eins og áður segir voru yfirburðir FH miklir og undir lokin gat Sigursteinn gefið ansi mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra? „Mjög ánægður með þá. Þetta eru strákar sem eru bara gríðarlega mikilvægir okkar liði með því að halda uppi góðum gæðum á æfingum í gegnum allan veturinn. Þeir eru að standa sig vel með þriðja flokk og FH er þannig félag að við viljum gefa ungum mönnum séns sem ætla sér hluti og þetta eru strákar sem ætla sér stóra hluti. Það er því mjög ánægjulegt að geta gefið þeim mínútur.“ Símon Michael og Jóhannes Berg áttu fínan leik fyrir FH. Það litaði þó frammistöðu þeirra að þeir enduðu báðir með tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir vægast sagt klaufalegar sakir. Sigursteinn segir að það þurfi ekkert að fara yfir þetta með þeim og er viss um að þeir vinni úr þessum mistökum sínum. „Þeir eru gagnrýnir á sjálfa sig og vita það að þeir eiga ekki að fá á sig svona ódýrar tvær mínútur sem er algjör óþarfi. Þetta eru ungir menn og ég treysti þeim fullkomlega til að vinna út úr þessu.“ FH leikur næst í þriðju umferð Evrópubikars karla gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Hvað getur þú sagt okkur um þetta lið? „Þetta er sterkt lið. Við mættum belgísku liði fyrir fjórum árum að mig minnir. Þar gerðum við jafntefli úti og unnum á heimavelli. Við erum komnir í þriðju umferð og það gefur augaleið að slakari liðunum fækkar þannig að við erum bara að búa okkur undir að mæta mjög góðu belgísku liði. Það er mikill uppgangur í belgískum handbolta og ég held að þeir séu að fara á EM í fyrsta skiptið núna í janúar.“ Að lokum vill Sigursteinn biðla til fólks að fjölmenna í Kaplakrika á laugardaginn. Liðið þurfi á stuðninga að halda ásamt því segir hann að þessi Evrópuævintýri séu alls ekki ódýr. „Ég vil að lokum biðla til FH-inga og handboltaunnenda að mæta á leikinn því það er alls ekki sjálfsagður hlutur að íslensku liðin séu að taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er dýrt og við þurfum á öllum stuðningi að halda. Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri. Að sjálfsögðu hjálpar félagið og bæjarfélagið eitthvað til en svo bara þurfum við að treysta á góða mætingu til þess að svona dæmi geti gengið upp ásamt því eru menn bara í öllum mögulegum fjáröflunum og sölum sem hægt er. Þetta er bara raunveruleikinn.“
Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira