„Litli gullfallegi drengurinn okkar kom í heiminn kl.22:29 í gær. 14 merkur, 51 cm og fullkominn í alla staði,“ skrifar parið við færsluna.
Drengurinn er þeirra annað barn saman. Garðar á fjögur börn fyrir.
Töluverður aldurmunur er á parinu en Garðar fæddist árið 1983 og Fanney árið 1998. Þau hafa alltaf verið opinská með ástina á milli þeirra og verið afar dugleg að deila henni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.