Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 08:41 Geert Wilders var sigurreifur í gærkvöldi þegar ljóst var að Frelsisflokkur hans hefði unnið mikinn sigur. AP „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Frelsisflokkurinn, sem hefur lengi talað gegn straumi innflytjenda til Hollands og því sem hefur verið lýst sem „íslamsvæðingu“, hafi tryggt sér 37 þingsæti, mun fleiri en bandalag vinstriflokka og græningja sem hlaut næstflest atkvæði. Ljóst má vera að sigur Wilders og félaga hristir hressilega upp í hollenskum stjórnmálum, en nýr forsætisráðherra mun nú taka við embætti í landinu. Mark Rutte, formaður mið-hægriflokksins VVD, hefur gegnt embættinu síðustu þrettán ár, en í sumar greindi hann frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þó að Frelsisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur er ekki ljóst hvort að flokkurinn nái að fá aðra flokka til liðs við sig til að mynda nýjan meirihluta. Í kosningabaráttunni útilokuðu leiðtogar allra stærstu flokkanna að starfa með PVV, en þó má vera að niðurstaða kosninganna og þessi óvænti og mikli sigur PVV komi til með að breyta því. Hundrað og fimmtíu þingmenn eiga sæti á hollenska þinginu og þarf því 76 þingmenn til að mynda meirihluta. Hinn sextugi Wilders, sem komst fyrst á þing fyrir 25 árum, hefur um árabil talað gegn straumi innflytjenda og talað fyrir því að „loka landamærunum“. Í frétt BBC segir að hann hafi þó lagt til hliðar loforð sitt um að banna Kóraninn. Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína þar sem hann sagði hina mikla fjölgun þingmanna flokksins nú vera mikinn virðingarvott en að þessu fylgi líka mikil ábyrgð. Frank Timmermans er leiðtogi bandalags stærsta vinstri flokksins og græningja.EPA Frans Timmermans, leiðtogi vinstribandalagsins og fyrrverandi varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hann muni ekki koma nálægt nýrri stjórn undir forystu Wilders. Hann sagði nauðsynlegt að verja hollenskt lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki snúa baki við neinum í Hollandi. Í Hollandi eru allir jafnir,“ sagði Timmermans. VVD, mið-hægriflokkur Rutte, sem Dilan Yesilgöz leiðir nú, varð þriðji stærsti flokkurinn og fékk 24 þingmenn kjörna og nýr flokkur Pieter Omtzigt, NSC, varð fjórði stærsti og hlaut tuttugu þingmenn. Í heildina virðist sem að fimmtán flokkar hafi náð mönnum inn á hollenska þingið. Holland Tengdar fréttir Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Frelsisflokkurinn, sem hefur lengi talað gegn straumi innflytjenda til Hollands og því sem hefur verið lýst sem „íslamsvæðingu“, hafi tryggt sér 37 þingsæti, mun fleiri en bandalag vinstriflokka og græningja sem hlaut næstflest atkvæði. Ljóst má vera að sigur Wilders og félaga hristir hressilega upp í hollenskum stjórnmálum, en nýr forsætisráðherra mun nú taka við embætti í landinu. Mark Rutte, formaður mið-hægriflokksins VVD, hefur gegnt embættinu síðustu þrettán ár, en í sumar greindi hann frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þó að Frelsisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur er ekki ljóst hvort að flokkurinn nái að fá aðra flokka til liðs við sig til að mynda nýjan meirihluta. Í kosningabaráttunni útilokuðu leiðtogar allra stærstu flokkanna að starfa með PVV, en þó má vera að niðurstaða kosninganna og þessi óvænti og mikli sigur PVV komi til með að breyta því. Hundrað og fimmtíu þingmenn eiga sæti á hollenska þinginu og þarf því 76 þingmenn til að mynda meirihluta. Hinn sextugi Wilders, sem komst fyrst á þing fyrir 25 árum, hefur um árabil talað gegn straumi innflytjenda og talað fyrir því að „loka landamærunum“. Í frétt BBC segir að hann hafi þó lagt til hliðar loforð sitt um að banna Kóraninn. Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína þar sem hann sagði hina mikla fjölgun þingmanna flokksins nú vera mikinn virðingarvott en að þessu fylgi líka mikil ábyrgð. Frank Timmermans er leiðtogi bandalags stærsta vinstri flokksins og græningja.EPA Frans Timmermans, leiðtogi vinstribandalagsins og fyrrverandi varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hann muni ekki koma nálægt nýrri stjórn undir forystu Wilders. Hann sagði nauðsynlegt að verja hollenskt lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki snúa baki við neinum í Hollandi. Í Hollandi eru allir jafnir,“ sagði Timmermans. VVD, mið-hægriflokkur Rutte, sem Dilan Yesilgöz leiðir nú, varð þriðji stærsti flokkurinn og fékk 24 þingmenn kjörna og nýr flokkur Pieter Omtzigt, NSC, varð fjórði stærsti og hlaut tuttugu þingmenn. Í heildina virðist sem að fimmtán flokkar hafi náð mönnum inn á hollenska þingið.
Holland Tengdar fréttir Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47
Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37