Hafi keypt vín fyrir andlega fatlaðan alkóhólista og heimtað kynlíf Árni Sæberg skrifar 23. nóvember 2023 11:56 Landsréttur hefur heimilað að strokusýni verði tekið af manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um heimild til að taka strokusýni úr munni manns, sem grunaður er um kynferðisbrot. Hann er sagður hafa keypt áfengi fyrir andlega fatlaða konu, sem er alkóhólisti í þokkabót, og viljað fá borgað með kynlífi. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 14. nóvember síðastliðinn. Þá var úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra staðfestur, en hann hafði verið kveðinn upp daginn áður. Í greinargerð Lögreglustjóra segir að konan sé andlega fötluð og samkvæmt upplýsingum félagsþjónustu sveitarfélagsins sem hún býr í sé hún alkóhólisti. Neitaði algjörlega að gefa sýni Hún hafi lýst atvikum með þeim hætti að maðurinn hafi nokkrum sinnum farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt áfengi. Maðurinn hafi viðurkennt slíkt athæfi. Samkvæmt frásögn konunnar muni hann í vor eða sumar hafa farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt rauðvínskassa og viljað fá borgað með kynlífi og hún hafi látið það eftir honum. Það sé ekki alveg ljóst á rannsóknargögnum málsins hvenær meint brot eigi að hafa átt sér stað ef það hafi á annað borð gerst. Sakborningur neiti sök og segist aldrei hafa stundað kynlíf með konunni. Við rannsókn málsins hafi verið lagt hald á muni í svefnherbergi konunnar sem sendir hafi verið í rannsókn. Maðurinn segist aldrei hafa komið í svefnherbergi konunnar. Ef þar finnist nothæf lífssýni sé nauðsynlegt að mati lögreglu og ákæruvalds að geta borið þau sýni saman við DNA-sýni úr manninum. Hann hafi neitað algjörlega að heimila lögreglu að taka slíkt sýni. Grunaður um alvarlegan glæp Í greinargerð Lögreglustjórans er krafan rökstudd með þeim rökum að að mati lögreglu sé nauðsynlegt að fá slíkt sýni úr sakborningi fyrir framgang rannsóknarinnar og hægt sé að fullyrða að slík sýnataka úr munni sakbornings muni verða honum að meinalausu. „Verið er að rannsaka meinta nauðgun sem er með alvarlegustu sakamálum sem geta komið upp í hverju þjóðfélagi og varðar allt að 16 ára fangelsisrefsingu.“ Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var með vísan til forsendna, segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum. Fyrirhuguð líkamsrannsókn í þágu rannsóknar málsins verði gerð honum að meinalausu. Því væri Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra heimilt að taka stroksýni úr munni mannsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 14. nóvember síðastliðinn. Þá var úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra staðfestur, en hann hafði verið kveðinn upp daginn áður. Í greinargerð Lögreglustjóra segir að konan sé andlega fötluð og samkvæmt upplýsingum félagsþjónustu sveitarfélagsins sem hún býr í sé hún alkóhólisti. Neitaði algjörlega að gefa sýni Hún hafi lýst atvikum með þeim hætti að maðurinn hafi nokkrum sinnum farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt áfengi. Maðurinn hafi viðurkennt slíkt athæfi. Samkvæmt frásögn konunnar muni hann í vor eða sumar hafa farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt rauðvínskassa og viljað fá borgað með kynlífi og hún hafi látið það eftir honum. Það sé ekki alveg ljóst á rannsóknargögnum málsins hvenær meint brot eigi að hafa átt sér stað ef það hafi á annað borð gerst. Sakborningur neiti sök og segist aldrei hafa stundað kynlíf með konunni. Við rannsókn málsins hafi verið lagt hald á muni í svefnherbergi konunnar sem sendir hafi verið í rannsókn. Maðurinn segist aldrei hafa komið í svefnherbergi konunnar. Ef þar finnist nothæf lífssýni sé nauðsynlegt að mati lögreglu og ákæruvalds að geta borið þau sýni saman við DNA-sýni úr manninum. Hann hafi neitað algjörlega að heimila lögreglu að taka slíkt sýni. Grunaður um alvarlegan glæp Í greinargerð Lögreglustjórans er krafan rökstudd með þeim rökum að að mati lögreglu sé nauðsynlegt að fá slíkt sýni úr sakborningi fyrir framgang rannsóknarinnar og hægt sé að fullyrða að slík sýnataka úr munni sakbornings muni verða honum að meinalausu. „Verið er að rannsaka meinta nauðgun sem er með alvarlegustu sakamálum sem geta komið upp í hverju þjóðfélagi og varðar allt að 16 ára fangelsisrefsingu.“ Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var með vísan til forsendna, segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum. Fyrirhuguð líkamsrannsókn í þágu rannsóknar málsins verði gerð honum að meinalausu. Því væri Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra heimilt að taka stroksýni úr munni mannsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira