Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum verðum við í Grindavík en neyðarstigi var aflétt í bænum í morgun og fært niður á hættustig.

Þá heyrum við í forsætisráðherra sem fagnar ákvörðun stóru bankanna um að fella niður vexti og verðbætur á frystum lánum Grindvíkinga og hún segir að húsnæðismál þeirra verði tekin fyrir í ríkisstjórninni á morgun. 

Einnig förum við á Alþingi þar sem formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir aðgerðarleysi þegar kemur að stöðu heimilanna í landinu almennt. 

Að auki heyrum við í forstjóra Lyfjastofnunnar um vinsæl megrunarlyf og fjöllum um reykingar í fjölbýlishúsum.

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um nýjan samstarfssamning sem HSÍ hefur gert við Arnarlax og fallið hefur í grýttan jarðveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×