Alls bárust um 5.300 ljósmyndir frá 1.842 ljósmyndurum frá 85 ríkjum í keppnina þetta árið.
Í tilkynningu frá CWPA er haft eftir Moore að kengúrur séu ekki hans uppáhaldsviðfangsefni, þar sem þær séu yfirleitt svo rólegar. Hann hafi hins vegar tekið eftir þessari tilteknu kengúru og áttað sig á því að hann hefði fangað eitthvað sérstakt á mynd.

Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin árlega og er þeim ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og er verðlaunakeppnin haldin af sömu aðilum og halda Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi.
Í hlekknum hér að neðan má sjá allar myndirnar sem tilnefndar voru til úrslita.
Hér að neðan má svo sjá myndir sem unni í tilteknum flokkum keppninnar í ár.
Vittori Ricci vann með þessari myndi flokki fljúgandi dýra.

Otter Kwek vann flokk vatnadýra með þessari mynd af otri.

Þessi mynd sem Jacek Stankiewicz tók var valin sú vinsælasta af kjósendum. Hún vann einnig í flokki ungdýra.

Tímea Ambrus vann verðlaun fyrir þessa röð mynda af íkorna sem hélt hann gæti flogið.




Lily Bernau vann til verðlauna í Comedy Wildlife Photography Awards 2023 með myndbandi sem hún tók á suðurskautinu af mörgæsum stinga sér til sunds. Ein þeirra virtist gugna á síðustu stundu.
Hér að neðan má svo sjá aðrar myndir sem komu til greina í úrslitunum og voru vinsælar hjá dómurum.








