Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:41 Musk er stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi X/Twitter. Getty/Christian Marquardt „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. Starfsmenn Tesla berjast nú fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör en baráttan er einnig sögð snúast um framtíð „sænska módelsins“, það er að segja það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að menn séu í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Bandarísk fyrirtæki eru sögð hafa grafið undan fyrirkomulaginu á síðustu árum og slitu forsvarsmenn Spotify í Svíþjóð til að mynda viðræðum á dögunum sem snérust um rétt starfsmanna til sameiginlegan samning. Það er verkalýðsfélagið IF Metall sem fer fyrir verkfallsaðgerðunum fyrir starfsmenn Tesla en aðgerðirnar hafa smitað út frá sér og haft þær afleiðingar að fjöldi annarra stétta hefur látið af þjónustu við fyrirtækið. Póstburðarmenn hafa til að mynda neitað að koma nýjum bílnúmerum til skila og þá hafa hafnarstarfsmenn neitað að flytja Tesla-bifreiða um borð eða frá borði til flutnings. Rafvirkjar hafa neitað að þjónusta bifreiðarnar og sama má segja um bílamálara. Ummæli Musk voru viðbrögð við fregnum af þessum samstöðuaðgerðum en sérfræðingar telja Tesla þó munu neyðast til að láta undan að lokum. „Ég veðja á að Tesla verði ekki áfram í Svíþjóð án sameiginlegra samninga. Verkalýðsfélagið mun sigra. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að verkalýðsfélögin láti undan. Þetta er of stórt mál,“ segir Jesper Hamark, sérfræðingur í efnahagssögu við Háskólann í Gautaborg. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Tesla Svíþjóð Kjaramál Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Sjá meira
Starfsmenn Tesla berjast nú fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör en baráttan er einnig sögð snúast um framtíð „sænska módelsins“, það er að segja það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að menn séu í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Bandarísk fyrirtæki eru sögð hafa grafið undan fyrirkomulaginu á síðustu árum og slitu forsvarsmenn Spotify í Svíþjóð til að mynda viðræðum á dögunum sem snérust um rétt starfsmanna til sameiginlegan samning. Það er verkalýðsfélagið IF Metall sem fer fyrir verkfallsaðgerðunum fyrir starfsmenn Tesla en aðgerðirnar hafa smitað út frá sér og haft þær afleiðingar að fjöldi annarra stétta hefur látið af þjónustu við fyrirtækið. Póstburðarmenn hafa til að mynda neitað að koma nýjum bílnúmerum til skila og þá hafa hafnarstarfsmenn neitað að flytja Tesla-bifreiða um borð eða frá borði til flutnings. Rafvirkjar hafa neitað að þjónusta bifreiðarnar og sama má segja um bílamálara. Ummæli Musk voru viðbrögð við fregnum af þessum samstöðuaðgerðum en sérfræðingar telja Tesla þó munu neyðast til að láta undan að lokum. „Ég veðja á að Tesla verði ekki áfram í Svíþjóð án sameiginlegra samninga. Verkalýðsfélagið mun sigra. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að verkalýðsfélögin láti undan. Þetta er of stórt mál,“ segir Jesper Hamark, sérfræðingur í efnahagssögu við Háskólann í Gautaborg. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Tesla Svíþjóð Kjaramál Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Sjá meira