Erlent

Særði konu og þrjú börn með hníf í Dyflinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Maður réðst á konu og börn með stórum hníf fyrir utan leikskóla í miðborg Dyflinnar.
Maður réðst á konu og börn með stórum hníf fyrir utan leikskóla í miðborg Dyflinnar. AP/Brian Lawless

Stúlka og kona eru sagðar í alvarlegu ástandi eftir að maður réðst á konuna og hóp barna í miðborg Dyflinnar á Írlandi. Þrír aðrir, og þar af tvö börn, særðust einnig en ekki jafn alvarlega.

Ríkisútvarp Írlands segir talið að maðurinn hafi fyrst ráðist á konuna, áður en hann réðst á börnin fyrir utan leikskóla. Árásin var víst stöðvuð af vegfarendum og maðurinn handtekinn á vettvangi. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir.

Irish Times hefur heimildir fyrir því að maðurinn hafi stungið konuna og börn með stórum hníf. Einn hinna særðu var meðal vegfarenda sem stöðvuðu árásina en sá maður er ekki sagður hafa særst alvarlega.

Árásarmaðurinn er einnig talinn hafa stungið sjálfan sig áður en hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×