Erlent

Miklar ó­eirðir í Dublin

Jón Þór Stefánsson skrifar
Miðborg Dublin logar.
Miðborg Dublin logar. AP

Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust.

Lögreglan á Írlandi segir óeirðirnar vera drifnar áfram að öfgahægristefnu.

Sky News greinir frá því að mótmælendur hafi skotið flugeldum að lögreglumönnum. Þá hefur verið kveikt í ökutækjum og öðrum hlutum á götum úti.

Því er lýst að fólk brjótist inn í verslanir og steli þaðan munum, og aðrir brjóta glugga verslana.

Myndir frá vettvangi sýna ástandið á götum Dublin.AP

Líkt og áður segir er uppspretta óeirðanna stunguárás sem varð í grunnskóla í Dublin í dag. Fimm manns slösuðust, en þar á meðal voru grunnskólabörn á aldrinum fimm til sex ára.

„Staðreyndir málsins eru enn að skýrast fyrir okkur, en þær eru enn ekki skýrar. Þó er mikið af orðrómum og sögusögnum deilt á netinu í annarlegum tilgangi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Írlandi.

Lögreglan hvetur fólk til að sýna aðgát, og gefur til kynna að falskar upplýsingar sem gangi manna á milli á netinu orsaki óeirðirnar.

Lögreglan segir árásina drifna áfram af öfgahægrimönnum.AP

Tengdar fréttir

Særði konu og þrjú börn með hníf í Dyflinni

Stúlka og kona eru sagðar í alvarlegu ástandi eftir að maður réðst á konuna og hóp barna í miðborg Dyflinnar á Írlandi. Þrír aðrir, og þar af tvö börn, særðust einnig en ekki jafn alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×