Kaffi eða jafnrétti? Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 09:01 Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Á ári hverju, verða 245 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af hendi maka. 86% kvenna og stúlkna í heiminum búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærra á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. Það er sama hversu oft við heyrum þessar tölur, þær eru alltaf jafn sláandi. Og þær virðast því miður aldrei fara lækkandi. Konur og stúlkur búa við þann ólíðandi veruleika að vera hvergi öruggar fyrir hættunni á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær eru beittar ofbeldi innan veggja heimili síns af hendi fjölskyldumeðlima eða maka, á vinnustað sínum af hendi samstarfsmanna og viðskiptavina, í skólanum af hendi kennara og samnemenda, við íþróttaiðkun, á götum úti af hendi ókunnugra og í almennum rýmum svo sem verslunum, skemmtistöðum, kaffihúsum, lestum og strætisvögnum og nú einnig í starfrænum rýmum. Konur og stúlkur virðast hvergi öruggar. Þessi stöðuga ógn við ofbeldi er veruleiki minn og kynsystra minna um allan heim og þegar rýnt er í tölurnar er auðvelt að finna til uppgjafar. En sannleikurinn er sá að hægt er að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum og þar með uppræta kynbundið ofbeldi. Til að setja þá upphæð í samhengi, er þetta um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð. Það sem skortir er viljinn til að fjárfesta í jafnrétti og fjármagna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women hafa 78% ríkja heims ráðstafað fjármunum í lagabreytingar sem eiga að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. En lagabreytingar einar og sér eru ekki nóg heldur þarf heildrænar lausnir. Það þýðir lítið að breyta lögum, þegar þolendur fá ófullnægjandi þjónustu frá löggjafarvaldinu, eiga hvergi öruggt skjól né hafa ráð á sálrænni- eða lagalegri aðstoð í kjölfar ofbeldis. En það kostar líka að gera ekki neitt. Kostnaður við heimilisofbeldi á Íslandi hefur verið tekinn saman og nam um 100 milljónum króna á tímabilinu 2005 til 2014, samkvæmt hagdeild Landspítalans. En þá er aðeins verið að taka inn í reikninginn þær konur sem sækja sér aðstoðar vegna áverka og segja á annað borð frá ofbeldinu. Finnsk rannsókn sýndi að konur sem koma á spítala vegna heimilisofbeldis og segja frá, eru aðeins um 10% af heildinni. Þarna er ekki heldur verið að taka tillit til langtímaáhrifa á borð við vinnutap, ótímabæran dauða, minnkuð afköst, áhrif á börn, örorku, lyfjakostnað eða sálfræðikostnað. Raunkostnaður samfélagsins hleypur því á milljörðum króna. 25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lýkur 10. desember á Alþjóðlega mannréttindadeginum. Þann 10. desember nk. eru 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt, en kynbundið ofbeldi er einmitt talið vera eitt víðtækasta mannréttindabrot heims og er skilgreint sem heimsfaraldur af stofnunum Sþ. Ákall Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi í ár er ákall eftir frekara fjármagni frá stjórnvöldum og fyrirtækjum svo uppræta megi kynbundið ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Það er hægt að uppræta þessi mannréttindabrot, en til þess þarf vilja og fjármagn – fjármagn sem er aðeins hluti þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi árlega. Það hljómar ekki svo ógerlegt, eða hvað? Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Á ári hverju, verða 245 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af hendi maka. 86% kvenna og stúlkna í heiminum búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærra á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. Það er sama hversu oft við heyrum þessar tölur, þær eru alltaf jafn sláandi. Og þær virðast því miður aldrei fara lækkandi. Konur og stúlkur búa við þann ólíðandi veruleika að vera hvergi öruggar fyrir hættunni á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær eru beittar ofbeldi innan veggja heimili síns af hendi fjölskyldumeðlima eða maka, á vinnustað sínum af hendi samstarfsmanna og viðskiptavina, í skólanum af hendi kennara og samnemenda, við íþróttaiðkun, á götum úti af hendi ókunnugra og í almennum rýmum svo sem verslunum, skemmtistöðum, kaffihúsum, lestum og strætisvögnum og nú einnig í starfrænum rýmum. Konur og stúlkur virðast hvergi öruggar. Þessi stöðuga ógn við ofbeldi er veruleiki minn og kynsystra minna um allan heim og þegar rýnt er í tölurnar er auðvelt að finna til uppgjafar. En sannleikurinn er sá að hægt er að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum og þar með uppræta kynbundið ofbeldi. Til að setja þá upphæð í samhengi, er þetta um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð. Það sem skortir er viljinn til að fjárfesta í jafnrétti og fjármagna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women hafa 78% ríkja heims ráðstafað fjármunum í lagabreytingar sem eiga að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. En lagabreytingar einar og sér eru ekki nóg heldur þarf heildrænar lausnir. Það þýðir lítið að breyta lögum, þegar þolendur fá ófullnægjandi þjónustu frá löggjafarvaldinu, eiga hvergi öruggt skjól né hafa ráð á sálrænni- eða lagalegri aðstoð í kjölfar ofbeldis. En það kostar líka að gera ekki neitt. Kostnaður við heimilisofbeldi á Íslandi hefur verið tekinn saman og nam um 100 milljónum króna á tímabilinu 2005 til 2014, samkvæmt hagdeild Landspítalans. En þá er aðeins verið að taka inn í reikninginn þær konur sem sækja sér aðstoðar vegna áverka og segja á annað borð frá ofbeldinu. Finnsk rannsókn sýndi að konur sem koma á spítala vegna heimilisofbeldis og segja frá, eru aðeins um 10% af heildinni. Þarna er ekki heldur verið að taka tillit til langtímaáhrifa á borð við vinnutap, ótímabæran dauða, minnkuð afköst, áhrif á börn, örorku, lyfjakostnað eða sálfræðikostnað. Raunkostnaður samfélagsins hleypur því á milljörðum króna. 25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lýkur 10. desember á Alþjóðlega mannréttindadeginum. Þann 10. desember nk. eru 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt, en kynbundið ofbeldi er einmitt talið vera eitt víðtækasta mannréttindabrot heims og er skilgreint sem heimsfaraldur af stofnunum Sþ. Ákall Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi í ár er ákall eftir frekara fjármagni frá stjórnvöldum og fyrirtækjum svo uppræta megi kynbundið ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Það er hægt að uppræta þessi mannréttindabrot, en til þess þarf vilja og fjármagn – fjármagn sem er aðeins hluti þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi árlega. Það hljómar ekki svo ógerlegt, eða hvað? Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun