Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum Anna Lára Steindal skrifar 26. nóvember 2023 09:01 Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Skortur er á rannsóknum og umfjöllun um ofbeldi gagnvart fötluðum konum en eftirfarandi eru þó staðreyndir r sem liggja fyrir: Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en fatlaðir karlar. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Fötluð börn eru í mun meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þó að fatlaðar stúlkur og konur verði oft fyrir sams konar ofbeldi og aðrar konur eru þær einnig útsettar fyrir formi ofbeldis sem verður til í skörun kyns og fötlunar. Þannig gerir félagsleg jaðarsetning , takmarkaðari hreyfanleiki, erfiðara aðgengi að umhverfi og upplýsingum og skortur á stuðningi þær sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og getur haft annars konar áhrif á líf þeirra en annarra kvenna sem eru fórnarlömb ofbeldis. Í sumum tilfellum eru gerendur umönnunaraðilar eða einhver nákominn sem þær eru háðar hvað varðar aðstoð vegna fötlunar sinnar eða fjárhagslega og/eða félagslega. Það gerir þeim enn erfiðara um vik að komast úr aðstæðunum sem þær eru í. Í öðrum tilfellum hafa fatlaðar stúlkur og konur vanist því vegna valdleysis síns og mismununar sem þær hafa þurft að þola að farið sé yfir persónuleg mörk þeirra og gera sér því síður grein fyrir því að þær eru þolendur ofbeldis. Ferlið við að tilkynna ofbeldi reynist fötluðum konum og stúlkum oft óaðgengilegt vegna þess að verkferlar gera ekki ráð fyrir reynsluheimi þeirra og þörfum. Í þessu samhengi má m.a. benda á fordóma og viðhorf gagnvart fötluðu fólki, aðgengi að umhverfi, aðgengi að upplýsingum, samskipti og tjáskiptaleiðir, skort á stuðningi við hæfi, vanfjármögnun og skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðra stúlkna og kvenna. Stúlkur og konur með þroskahömlun og skyldar fatlanir Stúlkur og konur með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi af öllu tagi, þar með talið kynferðisofbeldi. Samkvæmt skýrslu sem The Roeher Institute gaf út árið 2004 í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Ottawa í Kanada eru tvöfalt meiri líkur á því að stúlkur og konur með þroskahömlun verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Þær mæta einnig sérstökum hindrunum við að tilkynna eða kæra ofbeldi þar sem ferlið er óaðgengilegt, miðað við þarfir ófatlaðs fólks og aðferðafræði við yfirheyrslur og skýrslutökur taka ekki mið af þörfum þeirra. Það er því líklegra að framburður þeirra sé metinn ótrúverðugur og rannsókn hætt. Fatlaðar stúlkur og konur eru af sambærilegum ástæðum ólíklegri en aðrir þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar, þar sem skortur er á aðstoð við hæfi. Fatlaðar stúlkur og konur búa við mismunun og aukna jaðarsetningu sem grundvallast á kyni, aldri og fötlun og stúlkur og konur með þroskahömlun eru í sérstakri hættu á kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum og konum með þroskahömlun sé allt að tvisvar sinnum meira en gegn ófötluðum konum. Konur með þroskahömlun átta sig stundum ekki á því að verið er að beita þær ofbeldi og vangeta þeirra til að hafna ofbeldinu getur verið ranglega túlkuð sem samþykki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein og gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt geri það sem mögulegt er til uppræta allt ofbeldi gegn öllum konum. Í því skyni er mikilvægt að rannsaka samtvinnun kyns og fötlunar sem og aldurs til að skilja ofbeldið sem fatlaðar stúlkur og konur verða fyrir og þær flóknu aðstæður sem það leiðir af sér. Aðeins með aukinni þekkingu og innsýn er mögulegt að útfæra forvarnirnar og veita öllum þolendum kynbundins ofbeldis stuðning. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Skortur er á rannsóknum og umfjöllun um ofbeldi gagnvart fötluðum konum en eftirfarandi eru þó staðreyndir r sem liggja fyrir: Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en fatlaðir karlar. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Fötluð börn eru í mun meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þó að fatlaðar stúlkur og konur verði oft fyrir sams konar ofbeldi og aðrar konur eru þær einnig útsettar fyrir formi ofbeldis sem verður til í skörun kyns og fötlunar. Þannig gerir félagsleg jaðarsetning , takmarkaðari hreyfanleiki, erfiðara aðgengi að umhverfi og upplýsingum og skortur á stuðningi þær sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og getur haft annars konar áhrif á líf þeirra en annarra kvenna sem eru fórnarlömb ofbeldis. Í sumum tilfellum eru gerendur umönnunaraðilar eða einhver nákominn sem þær eru háðar hvað varðar aðstoð vegna fötlunar sinnar eða fjárhagslega og/eða félagslega. Það gerir þeim enn erfiðara um vik að komast úr aðstæðunum sem þær eru í. Í öðrum tilfellum hafa fatlaðar stúlkur og konur vanist því vegna valdleysis síns og mismununar sem þær hafa þurft að þola að farið sé yfir persónuleg mörk þeirra og gera sér því síður grein fyrir því að þær eru þolendur ofbeldis. Ferlið við að tilkynna ofbeldi reynist fötluðum konum og stúlkum oft óaðgengilegt vegna þess að verkferlar gera ekki ráð fyrir reynsluheimi þeirra og þörfum. Í þessu samhengi má m.a. benda á fordóma og viðhorf gagnvart fötluðu fólki, aðgengi að umhverfi, aðgengi að upplýsingum, samskipti og tjáskiptaleiðir, skort á stuðningi við hæfi, vanfjármögnun og skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðra stúlkna og kvenna. Stúlkur og konur með þroskahömlun og skyldar fatlanir Stúlkur og konur með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi af öllu tagi, þar með talið kynferðisofbeldi. Samkvæmt skýrslu sem The Roeher Institute gaf út árið 2004 í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Ottawa í Kanada eru tvöfalt meiri líkur á því að stúlkur og konur með þroskahömlun verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Þær mæta einnig sérstökum hindrunum við að tilkynna eða kæra ofbeldi þar sem ferlið er óaðgengilegt, miðað við þarfir ófatlaðs fólks og aðferðafræði við yfirheyrslur og skýrslutökur taka ekki mið af þörfum þeirra. Það er því líklegra að framburður þeirra sé metinn ótrúverðugur og rannsókn hætt. Fatlaðar stúlkur og konur eru af sambærilegum ástæðum ólíklegri en aðrir þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar, þar sem skortur er á aðstoð við hæfi. Fatlaðar stúlkur og konur búa við mismunun og aukna jaðarsetningu sem grundvallast á kyni, aldri og fötlun og stúlkur og konur með þroskahömlun eru í sérstakri hættu á kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum og konum með þroskahömlun sé allt að tvisvar sinnum meira en gegn ófötluðum konum. Konur með þroskahömlun átta sig stundum ekki á því að verið er að beita þær ofbeldi og vangeta þeirra til að hafna ofbeldinu getur verið ranglega túlkuð sem samþykki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein og gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt geri það sem mögulegt er til uppræta allt ofbeldi gegn öllum konum. Í því skyni er mikilvægt að rannsaka samtvinnun kyns og fötlunar sem og aldurs til að skilja ofbeldið sem fatlaðar stúlkur og konur verða fyrir og þær flóknu aðstæður sem það leiðir af sér. Aðeins með aukinni þekkingu og innsýn er mögulegt að útfæra forvarnirnar og veita öllum þolendum kynbundins ofbeldis stuðning. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun