„Þú hjálpar engum í flugvélinni ef súrefnisgríman þín hangir bara um hálsinn á þér. Því miður eru margir of uppteknir við að sækja og skutla, gera og græja að þeir gleyma að setja sjálfan sig í forgang með því að hitta vinina, fara í heitt bað, göngutúr í náttúrunni eða bara hoppa á trampólíni með krökkunum,“ segir Ragga.
„Ef kröfur umhverfis eru of háar fyrir úrræðin okkar sem eru tími, orka og athygli upplifum við streitu.“
Verkfærakassi fyrir streitustjórnun
- Jákvætt sjálfstal.
- Hafðu skýr mörk milli vinnu og einkalífs.
- Forgangsröðun- Hreinsaðu til í dagskránni og hentu út óþarfa verknum.
- Sofðu 7 til 9 klukkustundir á nóttu og farðu í rúmið fyrir kl. 22. Engin skjánotkun tveimur tímum fyrir svefn.
- Áhugamál, dægradvöl og sköpunargleði.
- Stundaðu öndunaræfingar nokkrum sinnum á dag.Byrjar á því að snökta þrisvar sinnum á innöndun og endar á rólegri útöndun. - Endurtaktu 5 til 10 sinnum.
- Gerðu reglulega eitthvað sem þér þykir skemmtilegt.
- Gufuböð og köld böð.
- Daglegir göngutúrar í náttúrunni í dagsbirtu.
- Lyftu lóðum.
- Stundaðu þolæfingar sem fer með púlsinn í 75 til 80 prósent.
- Hittu fólk sem nærir þig og veitir stuðning.
- Stundaðu jóga, hugleiðslu, núvitund og teygjur.
- Minnkaðu neyslu á koffíni, áfengi og sykri.
- Drekktu nóg af vatni.
- Borðaðu reglulegar máltíðir yfir daginn sem innihalda nóg af hitaeiningum.
- Gefðu líkamanum tíma til að jafna sig.
Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.