Horfum fram á veginn Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:31 Blikur eru á lofti í heimshagkerfinu. Stríðsátök fara vaxandi. Innanlands er við náttúruöflin að etja. Þegar kemur að efnahagslegri óvissu er því af nægu að taka um þessar mundir. Hvað verðbólguna varðar nefnir Seðlabankinn komandi kjaraviðræður sem veigamesta innlenda áhættuþáttinn. Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans er víða komið inn á þátt kjaraviðræðna í verðbólguhorfum. Ljóst er að þær munu ráða nokkru um þróun verðbólguhorfa á næstunni. Segir m.a.: „virðist kjölfesta verðbólguvæntinga hafa laskast og framundan eru kjaraviðræður sem gætu sett horfur um áframhaldandi hjöðnun verðbólgu í uppnám.“ Þá kemur fram að kjarasamningar „muni skipta miklu máli fyrir verðbólguþróun á gildistíma sínum“. Í ritinu var einnig að finna sérstaka greiningu á áhrifum álagningarhlutfalls fyrirtækja á verðlag og niðurstaðan sú að álagning hafi haft lítil sem engin áhrif á verðbólguna að undanförnu. Sem þýði jafnframt að þar sem fyrirtæki hafi ekki aukið álagningarhlutfall sitt sé lítið svigrúm í rekstri til að taka við auknum kostnaðarhækkunum. Ef samið verði um „ríflegar“ launahækkanir í komandi samningum munu þær hækkanir því leiða til hærra verðlags, ef launahækkanirnar leiði til aukinnar eftirspurnar. Seinustu samningar hafi þegar verið kostnaðarsamir og launakostnaður á framleidda einingu hafi hækkað vel umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði bankans og útlit fyrir að svo verði áfram. Væntingar eru lykilatriði Að mati Seðlabankans hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst sem þýðir að fólk hefur minni trú á því en áður að verðbólga fari aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Aukin tregða í verðbólgu getur komið til vegna þess að æ fleiri heimili og fyrirtæki móta væntingar sínar um framtíðarþróun verðbólgu út frá nýliðinni þróun hennar“. Sé það tilfellið geti verðbólguáhrif verið meiri og langvinnari en ella, sem kallar jafnframt á harðara viðbragð peningastefnu, þ.e. hærra vaxtastig. Atvinnurekendur undirbúa nú rekstraráætlanir fyrir næsta ár og þeim mun hærri sem verðbólguvæntingar eru þeim mun meiri áhrif mun það hafa á ákvarðanir þeirra um verðlag. Þar skipta væntingar þeirra um niðurstöður komandi kjarasamninga máli. Í þeim viðræðum er mikilvægt að aðilar horfi fram á veg, frekar en í baksýnisspegilinn. Ábyrgir langtímasamningar draga úr óvissu Þó áhrifaþættir verðbólgu séu margir, og sumir hverjir illviðráðanlegir, er nú tækifæri til að eyða einum helsta óvissuþætti sem snýr að innlendri verðbólgu. Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu. Hlutverk okkar er að ganga hið fyrsta frá ábyrgum og skynsamlegum langtímasamningum sem myndu stuðla að auknum fyrirsjáanleika á vinnumarkaði og hóflegri verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja. Dempun verðbólguvæntinga dregur úr verðbólgunni og stuðlar að lægra vaxtastigi, sem öllum þykir eftirsóknarvert. Til mikils væri að vinna að grípa það tækifæri. Eyðum óvissunni og horfum fram á veginn. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Kjaraviðræður 2023 Seðlabankinn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í heimshagkerfinu. Stríðsátök fara vaxandi. Innanlands er við náttúruöflin að etja. Þegar kemur að efnahagslegri óvissu er því af nægu að taka um þessar mundir. Hvað verðbólguna varðar nefnir Seðlabankinn komandi kjaraviðræður sem veigamesta innlenda áhættuþáttinn. Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans er víða komið inn á þátt kjaraviðræðna í verðbólguhorfum. Ljóst er að þær munu ráða nokkru um þróun verðbólguhorfa á næstunni. Segir m.a.: „virðist kjölfesta verðbólguvæntinga hafa laskast og framundan eru kjaraviðræður sem gætu sett horfur um áframhaldandi hjöðnun verðbólgu í uppnám.“ Þá kemur fram að kjarasamningar „muni skipta miklu máli fyrir verðbólguþróun á gildistíma sínum“. Í ritinu var einnig að finna sérstaka greiningu á áhrifum álagningarhlutfalls fyrirtækja á verðlag og niðurstaðan sú að álagning hafi haft lítil sem engin áhrif á verðbólguna að undanförnu. Sem þýði jafnframt að þar sem fyrirtæki hafi ekki aukið álagningarhlutfall sitt sé lítið svigrúm í rekstri til að taka við auknum kostnaðarhækkunum. Ef samið verði um „ríflegar“ launahækkanir í komandi samningum munu þær hækkanir því leiða til hærra verðlags, ef launahækkanirnar leiði til aukinnar eftirspurnar. Seinustu samningar hafi þegar verið kostnaðarsamir og launakostnaður á framleidda einingu hafi hækkað vel umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði bankans og útlit fyrir að svo verði áfram. Væntingar eru lykilatriði Að mati Seðlabankans hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst sem þýðir að fólk hefur minni trú á því en áður að verðbólga fari aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Aukin tregða í verðbólgu getur komið til vegna þess að æ fleiri heimili og fyrirtæki móta væntingar sínar um framtíðarþróun verðbólgu út frá nýliðinni þróun hennar“. Sé það tilfellið geti verðbólguáhrif verið meiri og langvinnari en ella, sem kallar jafnframt á harðara viðbragð peningastefnu, þ.e. hærra vaxtastig. Atvinnurekendur undirbúa nú rekstraráætlanir fyrir næsta ár og þeim mun hærri sem verðbólguvæntingar eru þeim mun meiri áhrif mun það hafa á ákvarðanir þeirra um verðlag. Þar skipta væntingar þeirra um niðurstöður komandi kjarasamninga máli. Í þeim viðræðum er mikilvægt að aðilar horfi fram á veg, frekar en í baksýnisspegilinn. Ábyrgir langtímasamningar draga úr óvissu Þó áhrifaþættir verðbólgu séu margir, og sumir hverjir illviðráðanlegir, er nú tækifæri til að eyða einum helsta óvissuþætti sem snýr að innlendri verðbólgu. Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu. Hlutverk okkar er að ganga hið fyrsta frá ábyrgum og skynsamlegum langtímasamningum sem myndu stuðla að auknum fyrirsjáanleika á vinnumarkaði og hóflegri verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja. Dempun verðbólguvæntinga dregur úr verðbólgunni og stuðlar að lægra vaxtastigi, sem öllum þykir eftirsóknarvert. Til mikils væri að vinna að grípa það tækifæri. Eyðum óvissunni og horfum fram á veginn. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun