Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við um blaðamannafund ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir þar sem aðgerðir til handa Grindvíkingum í húsnæðismálum verða kynntar.

Einnig fjöllum við um mögulegt yfirtökutilboð í Marel, en bandarískt fyrirtæki hefur lýst vilja til að gera tilboð í félagið.

Að auki fjöllum við um hnífstunguárásina á Litla-Hrauni sem gerð var í gær og aðra hnífstungu frá því í nótt en talið er að málin tengist.

Í íþróttapakka dagsins verður körfubolti til umræðu og einnig óhugnanlegt atviki sem átti sér stað á körfuboltaleik í gær þegar einn leikmaðurinn fór í hjartastopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×