Óendurgoldin ást Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 12:31 Ég er 47 ára kona, sjálftitlaður heimspekingur, skáld og þýðandi og ég er í ástarsorg. Fyrsta ástin mín voru stjórnmálin eða réttara sagt baráttan fyrir betri heimi með pólitíkinni. Ein af fyrstu minningunum mínum snýst um gleðina er Francois Mitterand var kosinn forseti Frakklands 1981, ég þá fimm ára og búsett í Frakklandi. Mótmælagöngur og virk pólitísk umræða var eitthvað sem ég fékk jú með móðurmjólkinni. „Þú verður að sjá hvernig heimurinn raunverulega er,“ sagði mamma á meðan við horfðum á myndir sem fjölluðu um Víetnamstríðið. Í plötusafni foreldra minna var plata með söngvum Victor Jara og sagan af örlögum hans er greipt í huga minn. Þegar ég var tíu ára horfði ég á Klaus Barbie réttarhöldin í franska sjónvarpinu og óaði við hryllilegum stríðsglæpum sem ég gat ekki ímyndað mér að yrðu nokkru sinni endurteknir. Það var stöðugt talað um pólitík og hugsjónir á mínu heimili. Fólk var mælt eftir því hvort það læsi Þjóðviljann eða Moggann. Fylkingin, Trotskýistafélagið, MÍR og Keflavíkurgangan voru hluti af orðaforða mínum frá unga aldri. Um unglingsaldurinn var pabbi minn búinn að gefast upp á pólitíkinni. Við körpuðum æ oftar um það hvort það að kjósa skipti máli og þær umræður enduðu yfirleitt á því að ég grátbað hann um að kjósa þó það væri nú ekki nema fyrir mína hönd. Og auðvitað átti hann erfitt með að neita einkabarninu um nokkuð. Ég hafði bjargfasta trú á því að það að nýta kosningaréttinn skipti sköpum fyrir frið í heiminum. Rétt eins og Alþjóðalög og Sameinuðu þjóðirnar. Og þá erum við komin að ástarsorginni minni því rétt eins og sjálftitlaði fjöllistamaðurinn Atli Bollason hef ég orðið fyrir ósegjanlegum vonbrigðum með pólitíkina og Alþingi þessarar sjálftitluðu friðelskandi þjóðar. Því nú erum við að horfa upp á þjóðarmorð. Tölurnar um mannfallið á Gaza eru svo hryllilegar. Meira en 11.000 manneskjur þar af 5800 börn. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðina sagði 6. nóvember að Gaza væri að breytast í barnagrafreit. Tölurnar hækka svo hratt að það er engan veginn hægt að fylgjast með. Ég finn til fullkomins magnleysis gagnvart þessari ömurlegu grimmd. Ég í minni naívísku trú hélt að það væri einmitt með pólitíkinni sem fólk hefði áhrif. Pólitíkin brást mér og hún er í dag að bregðast heillri þjóð. Þessi sama pólitík hefur brugðist þessari þjóð ítrekað síðan 1948. Í dag er verið að fremja svo alvarlega stríðsglæpi að það er er varla hægt að orða þá. Skyndilega er mannkynið komið aftur í sömu spor og í Seinni heimstyrjöldinni. Í dag sá ég líflausa barnsfætur liggja undir steypurústum á Instagram. Á meðan ég drakk morgunkaffið sá ég föður bera líflaust barnið sitt innan um húsarústir. Ég sé dáin börn, myndir af fjöldagröfum. Milljónir manns á flótta, fólk hefur ekki aðgang að vatni, mat eða öðrum nauðsynjum. Ég heyri starfandi lækna á Gaza grátbiðja einhver stjórnvöld að stoppa þennan hrylling. Mosab Abu-Toha, skáld og bókavörður líkt og ég er handsamaður af her Ísraelsmanna þegar hann er að reyna flýtja suður með fjölskyldu sinni í Gaza, ekkert heyrist frá honum í nokkra daga. Hann hefur verið að skrifa um þennan óhugnað í New Yorker, ég hef fylgt hverri einustu færslu frá honum og um hann í fjölmiðlum, ég er óttaslegin um örlög hans. Frétt berst um að hann hafi verið látinn laus, barinn af Ísraelsher. Hver var glæpurinn? Að hann sagði frá hryllingnum í fjölmiðlum, að hann fæddist á röngum stað? Það er búið að afmennska heila þjóð, rúmlega tvær milljónir manneskja. Ég horfi á þetta í beinni útsendingu daglega, ég deili fréttum á samfélagsmiðlum, ég skelf, græt og reyni að mæta á mótmæli og muna hvaða vörur ég á ekki að kaupa sem koma frá Ísrael. Ég á erfitt með að sofna á kvöldin og ég vakna leið. En ólíkt íbúum Gaza heldur líf mitt áfram eins og það rennur vatn í krananum því ég er fædd á réttum stað. Það er umhugsunarvert þegar pólítikinni er fyrst og fremst ætlað að halda í horfinu frekar en að hnekkja á hrópandi óréttlæti eins og því sem við erum að verða vitni að. Því að ekki er þetta flókið. Grímulaust ofstæki og kúgun af hendi Ísraelsstjórnar í garð Palestínumanna fer nú fram í allra augsýn, hvar öll alþjóðalög eru mölbrotin, sjúkrahús sprengd og sjúklingar reknir út á götu. Ísrael hefur verið margfordæmt fyrir aðgerðir sínar, af SÞ, Rauða krossinum og Amnesty International en landið fer samt ítrekað á svig við allar alþjóðasamþykktir. Hörmulegast er svo að horfa upp á viðbrögð alþjóðasamfélagsins sem lyftir ekki litla fingri til að skakka leikinn. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er 47 ára kona, sjálftitlaður heimspekingur, skáld og þýðandi og ég er í ástarsorg. Fyrsta ástin mín voru stjórnmálin eða réttara sagt baráttan fyrir betri heimi með pólitíkinni. Ein af fyrstu minningunum mínum snýst um gleðina er Francois Mitterand var kosinn forseti Frakklands 1981, ég þá fimm ára og búsett í Frakklandi. Mótmælagöngur og virk pólitísk umræða var eitthvað sem ég fékk jú með móðurmjólkinni. „Þú verður að sjá hvernig heimurinn raunverulega er,“ sagði mamma á meðan við horfðum á myndir sem fjölluðu um Víetnamstríðið. Í plötusafni foreldra minna var plata með söngvum Victor Jara og sagan af örlögum hans er greipt í huga minn. Þegar ég var tíu ára horfði ég á Klaus Barbie réttarhöldin í franska sjónvarpinu og óaði við hryllilegum stríðsglæpum sem ég gat ekki ímyndað mér að yrðu nokkru sinni endurteknir. Það var stöðugt talað um pólitík og hugsjónir á mínu heimili. Fólk var mælt eftir því hvort það læsi Þjóðviljann eða Moggann. Fylkingin, Trotskýistafélagið, MÍR og Keflavíkurgangan voru hluti af orðaforða mínum frá unga aldri. Um unglingsaldurinn var pabbi minn búinn að gefast upp á pólitíkinni. Við körpuðum æ oftar um það hvort það að kjósa skipti máli og þær umræður enduðu yfirleitt á því að ég grátbað hann um að kjósa þó það væri nú ekki nema fyrir mína hönd. Og auðvitað átti hann erfitt með að neita einkabarninu um nokkuð. Ég hafði bjargfasta trú á því að það að nýta kosningaréttinn skipti sköpum fyrir frið í heiminum. Rétt eins og Alþjóðalög og Sameinuðu þjóðirnar. Og þá erum við komin að ástarsorginni minni því rétt eins og sjálftitlaði fjöllistamaðurinn Atli Bollason hef ég orðið fyrir ósegjanlegum vonbrigðum með pólitíkina og Alþingi þessarar sjálftitluðu friðelskandi þjóðar. Því nú erum við að horfa upp á þjóðarmorð. Tölurnar um mannfallið á Gaza eru svo hryllilegar. Meira en 11.000 manneskjur þar af 5800 börn. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðina sagði 6. nóvember að Gaza væri að breytast í barnagrafreit. Tölurnar hækka svo hratt að það er engan veginn hægt að fylgjast með. Ég finn til fullkomins magnleysis gagnvart þessari ömurlegu grimmd. Ég í minni naívísku trú hélt að það væri einmitt með pólitíkinni sem fólk hefði áhrif. Pólitíkin brást mér og hún er í dag að bregðast heillri þjóð. Þessi sama pólitík hefur brugðist þessari þjóð ítrekað síðan 1948. Í dag er verið að fremja svo alvarlega stríðsglæpi að það er er varla hægt að orða þá. Skyndilega er mannkynið komið aftur í sömu spor og í Seinni heimstyrjöldinni. Í dag sá ég líflausa barnsfætur liggja undir steypurústum á Instagram. Á meðan ég drakk morgunkaffið sá ég föður bera líflaust barnið sitt innan um húsarústir. Ég sé dáin börn, myndir af fjöldagröfum. Milljónir manns á flótta, fólk hefur ekki aðgang að vatni, mat eða öðrum nauðsynjum. Ég heyri starfandi lækna á Gaza grátbiðja einhver stjórnvöld að stoppa þennan hrylling. Mosab Abu-Toha, skáld og bókavörður líkt og ég er handsamaður af her Ísraelsmanna þegar hann er að reyna flýtja suður með fjölskyldu sinni í Gaza, ekkert heyrist frá honum í nokkra daga. Hann hefur verið að skrifa um þennan óhugnað í New Yorker, ég hef fylgt hverri einustu færslu frá honum og um hann í fjölmiðlum, ég er óttaslegin um örlög hans. Frétt berst um að hann hafi verið látinn laus, barinn af Ísraelsher. Hver var glæpurinn? Að hann sagði frá hryllingnum í fjölmiðlum, að hann fæddist á röngum stað? Það er búið að afmennska heila þjóð, rúmlega tvær milljónir manneskja. Ég horfi á þetta í beinni útsendingu daglega, ég deili fréttum á samfélagsmiðlum, ég skelf, græt og reyni að mæta á mótmæli og muna hvaða vörur ég á ekki að kaupa sem koma frá Ísrael. Ég á erfitt með að sofna á kvöldin og ég vakna leið. En ólíkt íbúum Gaza heldur líf mitt áfram eins og það rennur vatn í krananum því ég er fædd á réttum stað. Það er umhugsunarvert þegar pólítikinni er fyrst og fremst ætlað að halda í horfinu frekar en að hnekkja á hrópandi óréttlæti eins og því sem við erum að verða vitni að. Því að ekki er þetta flókið. Grímulaust ofstæki og kúgun af hendi Ísraelsstjórnar í garð Palestínumanna fer nú fram í allra augsýn, hvar öll alþjóðalög eru mölbrotin, sjúkrahús sprengd og sjúklingar reknir út á götu. Ísrael hefur verið margfordæmt fyrir aðgerðir sínar, af SÞ, Rauða krossinum og Amnesty International en landið fer samt ítrekað á svig við allar alþjóðasamþykktir. Hörmulegast er svo að horfa upp á viðbrögð alþjóðasamfélagsins sem lyftir ekki litla fingri til að skakka leikinn. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun