Körfubolti

Bíður niður­stöðu úr rannsóknum: „Honum líður á­gæt­lega“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Okeke í leik með Haukum gegn Val.
Okeke í leik með Haukum gegn Val. Vísir/Anton

David Okeke, leikmaður körfuknattleiksliðs Hauka, var í dag fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur til frekari rannsókna.

Okeke hné niður í leik Hauka við Tindastól á Sauðárkróki í gær og fór í hjartastopp í tvígang. Í Okeke er græddur bjargráður sem ræsti hjarta hans á ný en það sást á sjónvarpsmyndum frá Sauðárkróki í gær þegar hann fékk stuð frá tækinu.

Okeke var fluttur á sjúkrahús á Sauðárkróki en þaðan til Akureyrar hvar hann gekkst undir rannsóknir. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur seint í gærkvöld. Þar er hann í hjartagátt og kominn í hendur hjartasérfræðinga og verður líklega næstu daga.

„Það er í rauninni ekkert faglegt að frétta, við erum bara að bíða eftir faglegum niðurstöðum lækna,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka í samtali við Vísi.

„Honum líður ágætlega. Hann er uppi á spítala með konunni sinni og þeim líður ágætlega. Það er bara verið að monitora hann og við erum bara að bíða eftir faglegum niðurstöðum lækna svo við vitum hvað við erum að glíma við með vissu en ekki bara eitthvað að giska,“ segir Bragi jafnframt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×