Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. nóvember 2023 17:19 Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Intuens Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. „Við erum að reyna að finna leiðir í þessum stormi um hvað framhaldið verður,“ sagði Steinunn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fyrirtækið ekki hætt starfsemi. „Okkur þykir auðvitað mjög leitt að umræðan sé komin á þennan stað,“ segir Steinunn um þá miklu samfélagsumræðu sem hefur myndast um fyrirtækið á síðustu dögum. Mikil gagnrýni hefur beinst að Intuens á undanförnu, en þar má nefna að Tómas Guðbjartsson hjartalæknir fullyrti að heilskimun Intuens væri eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þá væri ekki hægt að tala um heilaskimunina sem skimun þar sem ekki væri verið að leita markvisst að vel skilgreindum sjúkdómum. „Þetta var alls ekki gert með það að leiðarljósi að herja á viðkvæma hópa eða græða,“ segir Steinunn. Steinunn segir þjónustuna hafa verið setta fram í samstarfi við Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Jafnframt segist hún hafa fengið þau skilaboð frá félaginu að þau sjái ekki eftir sínum þætti. Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Hún bendir á að segulómanir sem þessar hafi verið framkvæmd um árabil í mörgum nágrannalöndum Íslands. „Við höfum algjöran skilning á því að það geti komið gagnrýni á nýjar rannsóknarhefðir. En við óskum alltaf eftir umræðunni á faglegan hátt.“ Aðspurð um hverjir standa að baki Intuens minnist Steinunn bæði fjárfesta og heilbrigðisstarfsfólk. Heilbrigðismál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
„Við erum að reyna að finna leiðir í þessum stormi um hvað framhaldið verður,“ sagði Steinunn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fyrirtækið ekki hætt starfsemi. „Okkur þykir auðvitað mjög leitt að umræðan sé komin á þennan stað,“ segir Steinunn um þá miklu samfélagsumræðu sem hefur myndast um fyrirtækið á síðustu dögum. Mikil gagnrýni hefur beinst að Intuens á undanförnu, en þar má nefna að Tómas Guðbjartsson hjartalæknir fullyrti að heilskimun Intuens væri eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þá væri ekki hægt að tala um heilaskimunina sem skimun þar sem ekki væri verið að leita markvisst að vel skilgreindum sjúkdómum. „Þetta var alls ekki gert með það að leiðarljósi að herja á viðkvæma hópa eða græða,“ segir Steinunn. Steinunn segir þjónustuna hafa verið setta fram í samstarfi við Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Jafnframt segist hún hafa fengið þau skilaboð frá félaginu að þau sjái ekki eftir sínum þætti. Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Hún bendir á að segulómanir sem þessar hafi verið framkvæmd um árabil í mörgum nágrannalöndum Íslands. „Við höfum algjöran skilning á því að það geti komið gagnrýni á nýjar rannsóknarhefðir. En við óskum alltaf eftir umræðunni á faglegan hátt.“ Aðspurð um hverjir standa að baki Intuens minnist Steinunn bæði fjárfesta og heilbrigðisstarfsfólk.
Heilbrigðismál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira