Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2023 23:14 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, er ráðuneytið ekki nafngreint og eru öll smáatriði afmáð. RÚV greinir frá því að um sé að ræða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að umræddar ávirðingar tengist skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun þessa árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi á fundi í ráðuneytinu 31. júlí 2020 verið gefinn kostur á að skýra embættisfærslur sínar í tengslum við birtingu laganna sumarið áður. Mánuði síðar tilkynnti ráðherra, þá Kristján Þór Júlíusson, að ákveðið hafi verið að leggja niður embætti hans sem skrifstofustjóra innan ráðuneytisins. Ekki væri óskað vinnuframlags frá honum fram til þess að embættið yrði lagt niður. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu til heimtu bóta og byggði á því að embætti hans hefði í reynd ekki verið lagt niður. Auk þess hefði ákvörðun um frávikningu hans byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum, nánar tiltekið fyrrgreindum ávirðingum. Íslenska ríkið vísaði til þess að ákvörðun um að leggja niður embættið hefði þegar verið tekin áður en ráðherra varð kunnugt um umræddar ávirðingar ríkisendurskoðanda. Landsréttur taldi að ríkið hefði ekki tekist að sanna að starfslok hefðu þegar verið ákveðin á fundi 24. júní 2020, eins og haldið var fram. Taldi rétturinn að ávirðingar á hendur manninum hafi haft veruleg áhrif á ákvarðanir ráðherra og ráðuneytisstjóra um störf hans í ráðuneytinu. Við þessar aðstæður hafi ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sökum þessa féllst Landsréttur á að embættismaðurinn ætti rétt til skaðabóta sem næmi eftirstandandi launum á skipunartíma, 22 milljónum króna, ásamt miskabóta upp á 1,5 milljónir króna. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, er ráðuneytið ekki nafngreint og eru öll smáatriði afmáð. RÚV greinir frá því að um sé að ræða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að umræddar ávirðingar tengist skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun þessa árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi á fundi í ráðuneytinu 31. júlí 2020 verið gefinn kostur á að skýra embættisfærslur sínar í tengslum við birtingu laganna sumarið áður. Mánuði síðar tilkynnti ráðherra, þá Kristján Þór Júlíusson, að ákveðið hafi verið að leggja niður embætti hans sem skrifstofustjóra innan ráðuneytisins. Ekki væri óskað vinnuframlags frá honum fram til þess að embættið yrði lagt niður. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu til heimtu bóta og byggði á því að embætti hans hefði í reynd ekki verið lagt niður. Auk þess hefði ákvörðun um frávikningu hans byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum, nánar tiltekið fyrrgreindum ávirðingum. Íslenska ríkið vísaði til þess að ákvörðun um að leggja niður embættið hefði þegar verið tekin áður en ráðherra varð kunnugt um umræddar ávirðingar ríkisendurskoðanda. Landsréttur taldi að ríkið hefði ekki tekist að sanna að starfslok hefðu þegar verið ákveðin á fundi 24. júní 2020, eins og haldið var fram. Taldi rétturinn að ávirðingar á hendur manninum hafi haft veruleg áhrif á ákvarðanir ráðherra og ráðuneytisstjóra um störf hans í ráðuneytinu. Við þessar aðstæður hafi ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sökum þessa féllst Landsréttur á að embættismaðurinn ætti rétt til skaðabóta sem næmi eftirstandandi launum á skipunartíma, 22 milljónum króna, ásamt miskabóta upp á 1,5 milljónir króna.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira