Fannst liggja beint við að verða forseti Íslands Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 10:01 Ragnhildur Ágústsdóttir er einn stofnenda og eigenda Lava Show og oft kölluð „LadyLava.“ Sem stelpa sá hún fyrir sér að verða til dæmis forseti eða álfkona. Að minnsta kosti að gera eitthvað stórt og merkilegt. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Ágústsdóttir, einn stofnenda og eigenda Lava Show er oftar en ekki kölluð LadyLava. Ragnhildur ólst upp í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur og fannst því liggja beinast við að verða forseti þegar hún yrði stór. Eða jafnvel álfkona. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ja, vekjaraklukkan er oftast stillt klukkan 7:05 en ég á það til að snooza svona einu sinni eða tvisvar til ca. 7:15.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja eiginlega alltaf á því að kveikja á kaffivélinni og fer svo og vek börnin.“ Nefndu stórtækustu draumana frá því að þú varst lítil um hvað þú ætlaðir að vera þegar þú yrðir stór? Ég ólst upp við Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta og mér fannst það liggja mjög beint við að verða forseti einn daginn. En ég ætlaði svosem líka að verða álfkona á einhverjum tímapunkti svo þar höfum við það haha! Þegar ég varð eldri vissi ég ekkert nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera, ég vissi bara að ég ætlaði að gera eitthvað stórt og merkilegt.“ Ragnhildur segist vinna vel undir pressu en síðan jarðhræringarnar hófust við Grindavík hefur hún reynt að útskýra á ensku í myndböndum á Instagram og TikTok hvað sé að gerast, en hún segir hræðsluáróður í erlendum fréttum gegndarlausan.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Samfélagsmiðlar Lava Show er eitt af því sem ég sé um og síðan atburðarásin í Grindavík fór af stað hef ég mikið verið að gera myndbönd á Instagram og TikTok þar sem ég útskýri í stuttu máli hvað er í gangi upp á enska tungu. Það er alveg magnað hvað hræðsluáróðurinn í fréttum erlendis hefur verið gegndarlaus í tengslum við þetta allt og ég hef því reynt, bæði á samfélagsmiðlum en líka í viðtölum við erlenda miðla, að slá á ranghugmyndirnar og til dæmis leiðrétta þann leiða misskilning að ekki sé hægt að ferðast til Íslands vegna eldgosahættu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég lifi eftir dagatalinu mínu og ef eitthvað er ekki þar þá á það svolítið til að gleymast. Ég nota líka mikið verkefnalista, þá oftast í Teams. Annars bý ég við svona hálfgert skipulagt kaós. Ég kann því nokkuð vel að hafa mikið fyrir stafni og kemst yfirleitt yfir nokkuð mikið þegar ég er undir pressu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég var alltaf mikil B-týpa en hef verið að temja mér að fara fyrr að sofa, bæði vegna þess að ég finn að ég er orðin kvöldsvæfari en áður en líka vegna þess að ég finn mikinn mun á mér daginn eftir ef ég næ ekki nógu góðum svefni.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Hætti að hlaupa og keypti sér pylsu, kók og súkkulaði Magnús Hafliðason forstjóri Dominos viðurkennir að geta nefnt alla helstu leikendur Love Island og eins að hann sé nokkuð stressaðri en eiginkonan á morgnana yfir því hvort allt náist ekki á tíma. 18. nóvember 2023 10:01 Kryfur málin í gufubaðinu með skemmtilegustu konum bæjarins Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, gerir allt klárt á kvöldin, bæði vinnudótið og íþróttadótið og byrjar daginn síðan klukkan sjö í Mjölni þar sem hún hittir skemmtilegustu konur bæjarins. 11. nóvember 2023 10:01 B-týpu fjölskylda með haganlega útfært vekjaraklukkuhandrit Sigríður Ása Júlíusdóttir, hönnunarstjóri og stofnandi hönnunar- og auglýsingastofunnar Tvist, rifjar upp trúðaskóna úr Gallabuxnabúðinni þegar hún var unglingur og henni fannst ótrúlega töff. Þótt níðþungir væru og í hrópandi ósamræmi við þá písl sem hún sjálf var þá. 4. nóvember 2023 10:00 „Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran“ Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran. 28. október 2023 10:01 Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ja, vekjaraklukkan er oftast stillt klukkan 7:05 en ég á það til að snooza svona einu sinni eða tvisvar til ca. 7:15.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja eiginlega alltaf á því að kveikja á kaffivélinni og fer svo og vek börnin.“ Nefndu stórtækustu draumana frá því að þú varst lítil um hvað þú ætlaðir að vera þegar þú yrðir stór? Ég ólst upp við Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta og mér fannst það liggja mjög beint við að verða forseti einn daginn. En ég ætlaði svosem líka að verða álfkona á einhverjum tímapunkti svo þar höfum við það haha! Þegar ég varð eldri vissi ég ekkert nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera, ég vissi bara að ég ætlaði að gera eitthvað stórt og merkilegt.“ Ragnhildur segist vinna vel undir pressu en síðan jarðhræringarnar hófust við Grindavík hefur hún reynt að útskýra á ensku í myndböndum á Instagram og TikTok hvað sé að gerast, en hún segir hræðsluáróður í erlendum fréttum gegndarlausan.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Samfélagsmiðlar Lava Show er eitt af því sem ég sé um og síðan atburðarásin í Grindavík fór af stað hef ég mikið verið að gera myndbönd á Instagram og TikTok þar sem ég útskýri í stuttu máli hvað er í gangi upp á enska tungu. Það er alveg magnað hvað hræðsluáróðurinn í fréttum erlendis hefur verið gegndarlaus í tengslum við þetta allt og ég hef því reynt, bæði á samfélagsmiðlum en líka í viðtölum við erlenda miðla, að slá á ranghugmyndirnar og til dæmis leiðrétta þann leiða misskilning að ekki sé hægt að ferðast til Íslands vegna eldgosahættu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég lifi eftir dagatalinu mínu og ef eitthvað er ekki þar þá á það svolítið til að gleymast. Ég nota líka mikið verkefnalista, þá oftast í Teams. Annars bý ég við svona hálfgert skipulagt kaós. Ég kann því nokkuð vel að hafa mikið fyrir stafni og kemst yfirleitt yfir nokkuð mikið þegar ég er undir pressu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég var alltaf mikil B-týpa en hef verið að temja mér að fara fyrr að sofa, bæði vegna þess að ég finn að ég er orðin kvöldsvæfari en áður en líka vegna þess að ég finn mikinn mun á mér daginn eftir ef ég næ ekki nógu góðum svefni.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Hætti að hlaupa og keypti sér pylsu, kók og súkkulaði Magnús Hafliðason forstjóri Dominos viðurkennir að geta nefnt alla helstu leikendur Love Island og eins að hann sé nokkuð stressaðri en eiginkonan á morgnana yfir því hvort allt náist ekki á tíma. 18. nóvember 2023 10:01 Kryfur málin í gufubaðinu með skemmtilegustu konum bæjarins Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, gerir allt klárt á kvöldin, bæði vinnudótið og íþróttadótið og byrjar daginn síðan klukkan sjö í Mjölni þar sem hún hittir skemmtilegustu konur bæjarins. 11. nóvember 2023 10:01 B-týpu fjölskylda með haganlega útfært vekjaraklukkuhandrit Sigríður Ása Júlíusdóttir, hönnunarstjóri og stofnandi hönnunar- og auglýsingastofunnar Tvist, rifjar upp trúðaskóna úr Gallabuxnabúðinni þegar hún var unglingur og henni fannst ótrúlega töff. Þótt níðþungir væru og í hrópandi ósamræmi við þá písl sem hún sjálf var þá. 4. nóvember 2023 10:00 „Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran“ Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran. 28. október 2023 10:01 Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hætti að hlaupa og keypti sér pylsu, kók og súkkulaði Magnús Hafliðason forstjóri Dominos viðurkennir að geta nefnt alla helstu leikendur Love Island og eins að hann sé nokkuð stressaðri en eiginkonan á morgnana yfir því hvort allt náist ekki á tíma. 18. nóvember 2023 10:01
Kryfur málin í gufubaðinu með skemmtilegustu konum bæjarins Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, gerir allt klárt á kvöldin, bæði vinnudótið og íþróttadótið og byrjar daginn síðan klukkan sjö í Mjölni þar sem hún hittir skemmtilegustu konur bæjarins. 11. nóvember 2023 10:01
B-týpu fjölskylda með haganlega útfært vekjaraklukkuhandrit Sigríður Ása Júlíusdóttir, hönnunarstjóri og stofnandi hönnunar- og auglýsingastofunnar Tvist, rifjar upp trúðaskóna úr Gallabuxnabúðinni þegar hún var unglingur og henni fannst ótrúlega töff. Þótt níðþungir væru og í hrópandi ósamræmi við þá písl sem hún sjálf var þá. 4. nóvember 2023 10:00
„Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran“ Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran. 28. október 2023 10:01
Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01