Ljósin eru að slökkna Ágúst Ásgrímsson skrifar 25. nóvember 2023 16:00 Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar. Ég hef engin vopn í hendi mér til bjargar í mjólkurframleiðslunni frekar en aðrir bændur sem fóru í tilneyddar fjárfestingar vegna Evrópureglugerða sem þvinguðu bændur, annað hvort að stefna á að hætta mjólkurframleiðslu eða byggja nýtt fjós. Mat ég það þannig, það að bera titilinn Gústi bóndi væri 250 milljóna króna skulda virði. Byggðum við nýtt hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, jukum framleiðsluna vel yfir meðal bústærð með mikilli vinnuhagræðingu. Helmingi meiri mjólkurframleiðsla nú en áður og jafnvel styttri tími í fjósverkin. Þetta virtist stefna í eintóma hamingju. Við hjónin skilum hvort um sig að meðaltali 12 tímum í vinnu flesta daga ársins. Fyrir það á búið að greiða okkur í laun hvoru um sig um 360.000 í föst mánaðarlaun en þeir peningar eru ekki til staðar núna. Höfum við unnið nánast kauplaust í eitt og hálft ár. Við erum orðnir þrælar, hlekkjaðir við aðstæðurnar. Einhverjir verða að mjólka en maður spyr sig! hvenær fær maður nóg??? Á maður bara að hætta, selja eignir, borga skuldir og búa á jörðinni skuldlausri með tærnar upp í loft og horfa á sólina setjast. Enginn getur keypt svona jörð og rekið nema hann eigi 150 milljónir í vasanum og taki við skuldum uppá 200 milljónir og verður reksturinn samt í járnum. Enginn meðal maður getur fjárfest í kúabúi. Enginn nýliðun verður og meðalaldur bænda nálgast 60 ár. Bændur eldast og slíta sér endanlega út á meðan þeir sitja fastir á sínum búum og hafa ekki fjárráð á vinnumanni sér til aðstoðar. Eftir 7 ár fer ég að fá peninga inn á reikninginn eins og flestir sem komast á aldur, u.þ.b. 200.000 krónur. Eftirlaunagreiðslan verður líklega hæstu laun sem ég hef lengi verið á. Í tæp tvö ár hefur vaxtakostnaður verið að sliga þá bændur sem fóru í fjárfestingar í kringum 2014 til dagsins í dag. Helstu aðföng til mjólkurframleiðslu hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Áburður hefur hækkað um 140% . fóðurblanda um 40% og olía um 70%. Á sama tíma hefur verðlagsnefnd búvara hækkað mjólkurverð til bænda um ca. 25% frá 1. júní 2020. 2004 voru niðurgreiðslur á búvörum 45%, árið 2023 eru þær 20%. Þetta reikningsdæmi er hætt að ganga upp. Kostnaður eykst og niðurgreiðslur frá ríki hafa stórlega lækkað. Þetta er ákall bóndans um skilning og hjálp! Kúabændum er að fækka, ljósin eru að slökkna í fjósunum og verða ekki kveikt aftur. Höfundur er kúabóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar. Ég hef engin vopn í hendi mér til bjargar í mjólkurframleiðslunni frekar en aðrir bændur sem fóru í tilneyddar fjárfestingar vegna Evrópureglugerða sem þvinguðu bændur, annað hvort að stefna á að hætta mjólkurframleiðslu eða byggja nýtt fjós. Mat ég það þannig, það að bera titilinn Gústi bóndi væri 250 milljóna króna skulda virði. Byggðum við nýtt hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, jukum framleiðsluna vel yfir meðal bústærð með mikilli vinnuhagræðingu. Helmingi meiri mjólkurframleiðsla nú en áður og jafnvel styttri tími í fjósverkin. Þetta virtist stefna í eintóma hamingju. Við hjónin skilum hvort um sig að meðaltali 12 tímum í vinnu flesta daga ársins. Fyrir það á búið að greiða okkur í laun hvoru um sig um 360.000 í föst mánaðarlaun en þeir peningar eru ekki til staðar núna. Höfum við unnið nánast kauplaust í eitt og hálft ár. Við erum orðnir þrælar, hlekkjaðir við aðstæðurnar. Einhverjir verða að mjólka en maður spyr sig! hvenær fær maður nóg??? Á maður bara að hætta, selja eignir, borga skuldir og búa á jörðinni skuldlausri með tærnar upp í loft og horfa á sólina setjast. Enginn getur keypt svona jörð og rekið nema hann eigi 150 milljónir í vasanum og taki við skuldum uppá 200 milljónir og verður reksturinn samt í járnum. Enginn meðal maður getur fjárfest í kúabúi. Enginn nýliðun verður og meðalaldur bænda nálgast 60 ár. Bændur eldast og slíta sér endanlega út á meðan þeir sitja fastir á sínum búum og hafa ekki fjárráð á vinnumanni sér til aðstoðar. Eftir 7 ár fer ég að fá peninga inn á reikninginn eins og flestir sem komast á aldur, u.þ.b. 200.000 krónur. Eftirlaunagreiðslan verður líklega hæstu laun sem ég hef lengi verið á. Í tæp tvö ár hefur vaxtakostnaður verið að sliga þá bændur sem fóru í fjárfestingar í kringum 2014 til dagsins í dag. Helstu aðföng til mjólkurframleiðslu hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Áburður hefur hækkað um 140% . fóðurblanda um 40% og olía um 70%. Á sama tíma hefur verðlagsnefnd búvara hækkað mjólkurverð til bænda um ca. 25% frá 1. júní 2020. 2004 voru niðurgreiðslur á búvörum 45%, árið 2023 eru þær 20%. Þetta reikningsdæmi er hætt að ganga upp. Kostnaður eykst og niðurgreiðslur frá ríki hafa stórlega lækkað. Þetta er ákall bóndans um skilning og hjálp! Kúabændum er að fækka, ljósin eru að slökkna í fjósunum og verða ekki kveikt aftur. Höfundur er kúabóndi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar