Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna strax í byrjun október og gat því farið nokkuð áhyggjulaus inn í keppni helgarinnar. Hann lenti í töluverðum vandræðum á æfingum en kláraði tímatökuna með glans en oft hefur munað meiru á fremstu mönnum í tímatökum þetta árið.
QUALIFYING CLASSIFICATION
— Formula 1 (@F1) November 25, 2023
Max Verstappen takes his 12th pole of the season #F1 #AbuDhabiGP pic.twitter.com/3SK7Il4pCM
Hart er barist um 4. sætið í keppni ökumanna en fjórir ökumenn gera sig gildandi þar.
Alonso: 200pts
— Formula 1 (@F1) November 24, 2023
Sainz: 200pts
Norris: 195pts
Leclerc: 188pts
The battle for P4 is tight heading into the final race! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/n1nNX16fud
Carlos Sainz hefur oft átti betri helgi en þessa. Hann mun ræsa 16. á morgun og vonast væntanlega eftir að hrista óhapp gærdagsins af sér.
A scary moment for Carlos Sainz who finds the barriers at Turn 3 #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/QSH6LwIcZW
— Formula 1 (@F1) November 24, 2023
Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi hefst kl. 12:30 á morgun, sunnudag, og verður allt í beinni útsendingu á Viaplay.