Handbolti

ÍBV tapaði fyrri leik sínum gegn Krems

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik hjá ÍBV.
Úr leik hjá ÍBV. Vísir/Vilhelm

ÍBV mætti Krems frá Austurríki í fyrri leik liðanna í EHF bikarnum í handbolta í dag.

Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og var staðan í hálfleik 10-13.

Leikmenn Krems fóru hins vegar upp um gír í seinni hálfleiknum og náðu þeir að jafna metin snemma. Eftir það skiptust liðin á að vera með forystuna alveg þar til í blálokin þar sem Kremst tókst að ná tveggja marka forystu og náði að halda henni þar til leikurinn kláraðist. Lokatölur 30-28. Sigtryggur Daði Rúnarsson var markahæstur hjá ÍBV með sjö mörk.

Seinni leikurinn liðanna fer fram í Vestamannaeyjum næstu helgi en þá ræðst úr því hvort liðið fer áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×