Enski boltinn

„Hann getur spilað eins og Kevin De Bruyne“

Dagur Lárusson skrifar
Markaskorarinn Trent Alexander-Arnold sussar á stuðningsmenn Manchester City á  Etihad leikvanginum
Markaskorarinn Trent Alexander-Arnold sussar á stuðningsmenn Manchester City á Etihad leikvanginum Vísir/Getty

Gary Neville, fyrrum knattspyrnumaður og nú álitsgjafi hjá Sky Sports, fór fögrum orðum um Trent Alexander-Arnold eftir leik Liverpool gegn City í gær.

Neville vill meina að Trent geti spilað á miðjunni fyrir Liverpool, á sama hátt og Kevin De Bruyne gerir það fyrir Manchester City.

„Ég hef gagnrýnt hann mikið í gegnum tíðina en hann er frábær fótboltamaður og sparkar í boltann betur en lang flestir,“ byrjaði Neville að segja.

„Manchester City er með Kevin De Bruyne sem er heimsklassa leikmaður og þá sérstaklega þegar kemur að því að skjóta og senda boltann. Trent er jafn góður og hann í þessum hlutum en hann er hægri bakvörður. Hann er auðvitað ekki hefðbundinn bakvörður en þar spilar hann samt.“

„Hann spilar 50-60% af leiknum á miðjunni en þess á milli þarf hann að verjast. Hann getur bætt sig þar, en þegar hann fer fram á við þá eru tölurnar hans ótrúlegar, hann getur orðið besti hægri bakvörður allra tíma,“ endaði Neville að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×