Theo Hernandez skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks og reyndist það eina mark leiksins. En í seinni hálfleiknum gerðist merkilegur atburður.
Leikmaður að nafni Francesco Camarda kom inn á fyrir AC Milan og varð um leið yngsti leikmaður í sögu deildarinnar. Camarda er aðeins fimmtán ára, átta mánaða og fimmtán daga gamall. Það var Wisdom Amey, leikmaður Bologna sem var yngstur áður en Camarda kom inn á en Amey spilaði fyrir Bologna árið 2021 en þá var hann fimmtán ára og 274 daga gamall.
Þetta var því frábær dagur fyrir Camarda, AC Milan en einnig fyrir foreldra drengsins sem táruðust í stúkunni þegar sonur þeirra kom inná en augnablikið má sjá hér fyrir neðan.