Kynbundið ofbeldi og þjóðarmorð Katrín Harðardóttir skrifar 26. nóvember 2023 14:30 Hvernig stendur á tvískinnungi í málefnum Palestínu? Hvað veldur þögn valdhafa og almennings nú þegar átakalínur skerpast og það er deginum ljósara hvað á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafsins? Hvað er eiginlega í gangi í Utanríkisráðuneytinu? Það er ekki erfitt að verða sér úti um upplýsingar og sjá í gegnum lygarnar sem okkur eru færðar á borð af ráðandi miðlum, þar á meðal okkar eigin miðlum sem virðast oftar en ekki beinþýða upp úr áróðursmaskínu Bandaríkjanna og Ísraels. Hvernig stendur á því að allar þær konur sem fylktu liði í þúsundatali fyrir rétt rúmlega mánuði síðan mæta ekki í kröfugöngur, öskrandi á Alþingi vegna systra þeirra sem liggja nú í fjöldagröfum, syrgja látin börn sín og sefa þau börn sem eftir eru, undir komandi vetri við hungur og húsarústir? En þögninni hafa þó fylgt aðgerðir hér heima, til dæmis var fjölskylda fatlaðs manns send úr landi. Það er vægast sagt sérstakur gjörningur í ljósi þess að margar þessara sömu kvenna mættu galvaskar á fjöldafund til þess að krefjast viðurkenningar á þriðju vakt kvenna. Þar mátti til dæmis sjá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem virðast ekki sjá dómgreindarleysið í því að skilja manninn einanskilja fólk eitt eftir í samfélagi sem reiðir sig á óformlegan stuðning fjölskyldunnar. Bar þá í bakkafullan lækinn þegar átta barna, einstæð móðir frá Palestínu var send á götuna á Spáni. Hvers virði er femínísk paradís ef hún getur ekki skotið skjólshúsi yfir einstæða móður frá hernumdu ríki? Eurovision hefur kennt okkur að Ísrael er svo sannarlega hluti Evrópu, en hvað með Palestínu? Við höfum lifað svo lengi við brenglaða orðræðu að við höfum ekki hugmynd um þá menningarlegu fjölbreytni sem álfan hefur að geyma. Í Palestínu eru ekki teknar myndir af konum sem eru ekki huldar, af virðingu við þær. Af þessum sökum fáum við ekki alla myndina af því hvað er að gerast og hefur gerst á undanförnum vikum. En það kynbundna ofbeldi sem á sér stað í öllum stríðum er einnig staðreynd í þjóðarmorðinu á Gaza og þeim kerfisbundnu þjóðarhreinsunum sem eiga sér stað út um alla Palestínu. Þessar upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum sem standa bæði ráðafólki, almenningi og fréttamiðlum til boða. Ríkisstjórnin og við sem þjóð, sem hampar sér af mannúð og femínískum gildum, er samsek um þjóðarmorð ef hún lætur ekki heyra í sér á alþjóðlegum grundvelli og slítur viðskipta - og stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef við flykkjumst ekki öll út á götu og mótmælum, þá erum við samsek. Þarf fólk að vera á launum til að mæta? Eða er palestínska þjóðin ekki rétt á litinn? Höfundur er baráttukona fyrir mannréttindum, femínisti og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á tvískinnungi í málefnum Palestínu? Hvað veldur þögn valdhafa og almennings nú þegar átakalínur skerpast og það er deginum ljósara hvað á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafsins? Hvað er eiginlega í gangi í Utanríkisráðuneytinu? Það er ekki erfitt að verða sér úti um upplýsingar og sjá í gegnum lygarnar sem okkur eru færðar á borð af ráðandi miðlum, þar á meðal okkar eigin miðlum sem virðast oftar en ekki beinþýða upp úr áróðursmaskínu Bandaríkjanna og Ísraels. Hvernig stendur á því að allar þær konur sem fylktu liði í þúsundatali fyrir rétt rúmlega mánuði síðan mæta ekki í kröfugöngur, öskrandi á Alþingi vegna systra þeirra sem liggja nú í fjöldagröfum, syrgja látin börn sín og sefa þau börn sem eftir eru, undir komandi vetri við hungur og húsarústir? En þögninni hafa þó fylgt aðgerðir hér heima, til dæmis var fjölskylda fatlaðs manns send úr landi. Það er vægast sagt sérstakur gjörningur í ljósi þess að margar þessara sömu kvenna mættu galvaskar á fjöldafund til þess að krefjast viðurkenningar á þriðju vakt kvenna. Þar mátti til dæmis sjá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem virðast ekki sjá dómgreindarleysið í því að skilja manninn einanskilja fólk eitt eftir í samfélagi sem reiðir sig á óformlegan stuðning fjölskyldunnar. Bar þá í bakkafullan lækinn þegar átta barna, einstæð móðir frá Palestínu var send á götuna á Spáni. Hvers virði er femínísk paradís ef hún getur ekki skotið skjólshúsi yfir einstæða móður frá hernumdu ríki? Eurovision hefur kennt okkur að Ísrael er svo sannarlega hluti Evrópu, en hvað með Palestínu? Við höfum lifað svo lengi við brenglaða orðræðu að við höfum ekki hugmynd um þá menningarlegu fjölbreytni sem álfan hefur að geyma. Í Palestínu eru ekki teknar myndir af konum sem eru ekki huldar, af virðingu við þær. Af þessum sökum fáum við ekki alla myndina af því hvað er að gerast og hefur gerst á undanförnum vikum. En það kynbundna ofbeldi sem á sér stað í öllum stríðum er einnig staðreynd í þjóðarmorðinu á Gaza og þeim kerfisbundnu þjóðarhreinsunum sem eiga sér stað út um alla Palestínu. Þessar upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum sem standa bæði ráðafólki, almenningi og fréttamiðlum til boða. Ríkisstjórnin og við sem þjóð, sem hampar sér af mannúð og femínískum gildum, er samsek um þjóðarmorð ef hún lætur ekki heyra í sér á alþjóðlegum grundvelli og slítur viðskipta - og stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef við flykkjumst ekki öll út á götu og mótmælum, þá erum við samsek. Þarf fólk að vera á launum til að mæta? Eða er palestínska þjóðin ekki rétt á litinn? Höfundur er baráttukona fyrir mannréttindum, femínisti og þýðandi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar