Þjóðarmorð í beinni útsendingu Urður Hákonardóttir skrifar 26. nóvember 2023 15:01 Þegar þetta er ritað hafa 6150 palestínsk börn verið myrt og meira en 4700 barna er enn saknað. Það gera 10.850 börn. Þegar þetta er ritað eru 8704 fullorðnar palestínskar manneskjur drepnar og 2300 enn saknað. Það gera 11004 fullorðna; hvers börn eru nú munaðarlaus. 36000 manns eru alvarlega slasaðir, gera má ráð fyrir því að um helmingur þeirra séu börn. Þar sem tæplega helmingur allra íbúa á Gaza eru börn. Munaðarlaus, sveltandi, limlest og traumatíseruð börn. Dáin börn. Það er gjá á milli stjórnmálamanna og íslensks almennings. Það hefur orðið rof í mennskunni. Ég hugsaði um það þegar ég stóð einn þriðjudagsmorgun í rigningunni. Konur, menn og kvár. Fullorðið fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn voru mætt fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og stríðsglæpum Ísraels á Gaza. Ráðherrum var ekið upp að dyrum þar sem þeir stigu út og ýmist gáfu okkur engan gaum eða litu yfir hópinn með fyrirlitningu. Eins og við byggjum í milljóna landi og þau væru ósnertanleg og yfir okkur hafin, ekki eins og við búum í tæplega 400.000 manna samfélagi á eyju þar sem nánast allir þekkja alla. Stjórnmálamaður með bein í nefinu hefði mætt okkur en enginn af þeim gaf sér tíma til að koma til okkar og taka samtalið. Við stóðum í rigningunni og á meðan við grétum með íslenskum ríkisborgurum, af palestínskum uppruna, sem hafa misst fjölskyldu og vini á hræðilegan hátt undanfarnar vikur, stóðu einkabílstjórarnir í léttu spjalli við löggurnar fyrir aftan bílana sem mynduðu glansandi svartan varnarvegg milli okkar og ráðherrabústaðarins. Við og þau. Ætli það sé það sem flestir ráðamenn Íslands hugsa? Við, með silfurskeiðarnar, og þau, almúginn sem getur ekki haft vit fyrir sjálfum sér hvað þá okkur sem hér stjórnum. Við og þau. Er það þannig sem við hugsum? Við sem hér búum við öryggi og þurfum aldrei að efast um hjálp handa börnunum okkar og þau sem búa við harðríki, kúgun og stanslausar árásir. Þau sem eru vön, svona er þetta alltaf hjá þeim. Ísraelsk stjórnvöld eru að útrýma og úthýsa palestínsku þjóðinni. Af Gaza. Af Vesturbakkanum. Því Ísrael er í landtöku. Það er ekki tilviljun eða misskilningur að Netanyahu hafi sýnt kort af landsvæðinu sem nú er Ísrael og Palestína, þar sem búið var að afmá Palestínu af því, á samkomu Sameinuðu Þjóðanna í New York. Enginn brást við þeirri hryllilegu yfirlýsingu sem felst í þeirri mynd. Vesturlönd eru í algjörri meðvirkni. Kannski að slaufunarmenningin sé að valda svo miklum ótta að meira að segja stjórnmálamenn sem áður hafa barist fyrir frjálsri Palestínu eins og núverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, þora ekki að taka afstöðu í verki. Palestínskt fólk sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín í norðurhluta Gaza fær ekki að snúa heim, til þess sjá skyttur sem skjóta, líka í vopnahléi. Þar ætlar ísraelskt landtökufólk að byggja heilagt land fyrir börnin sín á fjöldagröfum palestínskra barna. Eins og Ísrael hefur gert í áratugi. Öll börn fæðast saklaus og bjargarlaus. Öll börn eiga skilið að alast upp áhyggjulaus og örugg. Öll börn eiga skilið að alast upp í ást og að mega elska. Ekki bara okkar börn. Öll börn eru á okkar ábyrgð í þessum heimi. Þess vegna verðum við að hugsa; við. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi þeirra barna sem eftir lifa á Gaza? Og þeirra barna sem eftir lifa á Vesturbakkanum? Ef íslensk stjórnvöld fordæma í alvöru „aðgerðir“ Ísraelshers í Palestínu krefst ég þess að þau sýni það í verki og slíti viðskipta- og stjórnmálasambandi við Ísrael tafarlaust! Höfundur er listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað hafa 6150 palestínsk börn verið myrt og meira en 4700 barna er enn saknað. Það gera 10.850 börn. Þegar þetta er ritað eru 8704 fullorðnar palestínskar manneskjur drepnar og 2300 enn saknað. Það gera 11004 fullorðna; hvers börn eru nú munaðarlaus. 36000 manns eru alvarlega slasaðir, gera má ráð fyrir því að um helmingur þeirra séu börn. Þar sem tæplega helmingur allra íbúa á Gaza eru börn. Munaðarlaus, sveltandi, limlest og traumatíseruð börn. Dáin börn. Það er gjá á milli stjórnmálamanna og íslensks almennings. Það hefur orðið rof í mennskunni. Ég hugsaði um það þegar ég stóð einn þriðjudagsmorgun í rigningunni. Konur, menn og kvár. Fullorðið fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn voru mætt fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og stríðsglæpum Ísraels á Gaza. Ráðherrum var ekið upp að dyrum þar sem þeir stigu út og ýmist gáfu okkur engan gaum eða litu yfir hópinn með fyrirlitningu. Eins og við byggjum í milljóna landi og þau væru ósnertanleg og yfir okkur hafin, ekki eins og við búum í tæplega 400.000 manna samfélagi á eyju þar sem nánast allir þekkja alla. Stjórnmálamaður með bein í nefinu hefði mætt okkur en enginn af þeim gaf sér tíma til að koma til okkar og taka samtalið. Við stóðum í rigningunni og á meðan við grétum með íslenskum ríkisborgurum, af palestínskum uppruna, sem hafa misst fjölskyldu og vini á hræðilegan hátt undanfarnar vikur, stóðu einkabílstjórarnir í léttu spjalli við löggurnar fyrir aftan bílana sem mynduðu glansandi svartan varnarvegg milli okkar og ráðherrabústaðarins. Við og þau. Ætli það sé það sem flestir ráðamenn Íslands hugsa? Við, með silfurskeiðarnar, og þau, almúginn sem getur ekki haft vit fyrir sjálfum sér hvað þá okkur sem hér stjórnum. Við og þau. Er það þannig sem við hugsum? Við sem hér búum við öryggi og þurfum aldrei að efast um hjálp handa börnunum okkar og þau sem búa við harðríki, kúgun og stanslausar árásir. Þau sem eru vön, svona er þetta alltaf hjá þeim. Ísraelsk stjórnvöld eru að útrýma og úthýsa palestínsku þjóðinni. Af Gaza. Af Vesturbakkanum. Því Ísrael er í landtöku. Það er ekki tilviljun eða misskilningur að Netanyahu hafi sýnt kort af landsvæðinu sem nú er Ísrael og Palestína, þar sem búið var að afmá Palestínu af því, á samkomu Sameinuðu Þjóðanna í New York. Enginn brást við þeirri hryllilegu yfirlýsingu sem felst í þeirri mynd. Vesturlönd eru í algjörri meðvirkni. Kannski að slaufunarmenningin sé að valda svo miklum ótta að meira að segja stjórnmálamenn sem áður hafa barist fyrir frjálsri Palestínu eins og núverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, þora ekki að taka afstöðu í verki. Palestínskt fólk sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín í norðurhluta Gaza fær ekki að snúa heim, til þess sjá skyttur sem skjóta, líka í vopnahléi. Þar ætlar ísraelskt landtökufólk að byggja heilagt land fyrir börnin sín á fjöldagröfum palestínskra barna. Eins og Ísrael hefur gert í áratugi. Öll börn fæðast saklaus og bjargarlaus. Öll börn eiga skilið að alast upp áhyggjulaus og örugg. Öll börn eiga skilið að alast upp í ást og að mega elska. Ekki bara okkar börn. Öll börn eru á okkar ábyrgð í þessum heimi. Þess vegna verðum við að hugsa; við. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi þeirra barna sem eftir lifa á Gaza? Og þeirra barna sem eftir lifa á Vesturbakkanum? Ef íslensk stjórnvöld fordæma í alvöru „aðgerðir“ Ísraelshers í Palestínu krefst ég þess að þau sýni það í verki og slíti viðskipta- og stjórnmálasambandi við Ísrael tafarlaust! Höfundur er listakona.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar