„Ég þakka bara guði fyrir að þetta endaði ekki verr" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2023 22:25 Katka segir spítalann hafa viðurkennt mistök við fæðingu eldra barns hennar en engin afsökunarbeiðni hafi þó borist. Vísir/Vilhelm „Ég treysti ekki lengur íslenska heilbrigðiskerfinu, eða fæðingardeildinni. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir sem starfa þar eru frábær, en það er alltof mikið á þau lagt. Þau gera sitt besta, en á meðan það er svona mikil mannekla, og alltof fáir læknar, þá eru alltof miklar líkur á að þetta gerist. Ríkið verður að grípa inn í,“ segir Katarina Troppova, slóvakísk kona sem búsett er á Íslandi. Í samtali við slóvaska miðilinn Najmama segir hún frá afar neikvæðri reynslu sinni af fæðingarþjónustu Landspítalans og lýsir jafnframt upplifun sinni af meðgöngueftirliti og heimaþjónustu hérlendis, samanborið við það sem tíðkast í heimalandi hennar. Katarina kemur frá Poprad í Slóvakíu og hefur verið búsett á Íslandi í níu ár. Hún er gift íslenskum manni og eiga þau tvö börn sem bæði fæddust hérlendis. Fjölskyldan er búsett í Reykjavík. Katarina segir að Íslandi sé minna fylgst með konum á meðgöngunni heldur en í Slóvakíu, en á meðan á hún gekk með eldra barnið var hún engu að síður undir hertu eftirliti, þar sem hún reyndist vera með of háan blóðþrýsting. „Á sumrin fara læknar í allt að mánaðarlangt frí. Það er mismunandi eftir árstíðum, en það er læknaskortur hérna.“ Var sett til hliðar á sjúkrahúsinu Katarina lýsir fyrstu fæðingu sinni sem flókinni, en hún fékk legvatnsleka. Þetta var í júlí, margir voru í sumarleyfi og þar af leiðandi var læknaskortur á sjúkrahúsinu. „Það var einungis tekið við bráðatilfellum og ég var sett til hliðar. Þar af leiðandi var ég á spítalanum í tvær nætur og á meðan var legvatnið að tæmast. Þegar komið var á þriðja sólarhring var ástandið orðið slæmt.“ Katarina segist hafa verið sett í baðkar með volgu vatni, sem olli því að hún fór að kasta upp. „Ég var með háan hita, og var gefið sýklalyf. Síðan fékk ég mænudeyfingu, en það virkaði ekki eins vel og það hefði átt að gera. Þegar ég fékk seinni mænudeyfinguna gat ég varla andað. Og þegar þau athuguðu með barnið kom í ljós að púlsinn hans var að verða veikari. Í kjölfarið var ég send í keisaraskurð. Sonur minn andaði ekki fyrstu sekúndurnar, en svo tók hann allt í einu við sér. Öndunarstigið fór úr 3 upp í 9, en það var engu að síður mjög slæmt.“ Katarina segist hafa farið heim af sjúkrahúsinu þremur dögum seinna. Hún vill meina að það hefði átt að grípa til aðgerða mun fyrr í stað þess að bíða í þrjá daga með fæðinguna. „Við höfðum samband við spítalann eftirá og ræddum sérstaklega við lækninn þar sem við fórum yfir fæðinguna skref fyrir skref. Hún viðurkenndi sjálf að þetta hefði ekki átt að gerast. Hún viðurkenndi mistök spítalans.“ Katarina segir að engu að síður hafi ekkert meira verið gert af hálfu spítalans. Afleiðingarnar voru að hennar sögn engar. „Ég þakka bara guði fyrir að þetta endaði ekki verr. Af því að þegar þetta var komið á þetta stig, þegar legvatnið var að tæmast, þá hefði þurft að grípa til aðgerða. Og það var ekkert gert. Þau viðurkenndu óbeint að þau hefðu gert mistök, en við fengum aldrei neina afsökunarbeiðni.“ Segir skort á eftirfylgni Katarina segir athyglisvert hversu mikið sé lagt upp með brjóstagjöf hjá íslenskum mæðrum. „Brjóstagjöf er mjög algeng hérna, meira að segja á almenningsstöðum, það er allt mjög frjálslegt.“ Hún segir að Íslandi sé mikið lagt upp úr náttúrulegri fæðingu hjá konum. En þegar kom að fæðingu seinna barns þeirra hjóna hafi hún hins vegar verið svo brunnin af fyrri fæðingareynslu að keisaraskurður hafi verið ákveðinn fyrirfram, fyrir tilstilli sálfræðings. Hún segist engu að síður hafa slæma reynslu af þjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins eftir fæðingu yngra barnsins. „Viku eftir fæðinguna þurfti ég að fara aftur upp á deildina þar sem ég var undir eftirliti og var með mjög háan blóðþrýsting. Þetta átti að vera 20 mínútna skoðun, en ég var þar í sex klukkutíma. Það voru tóku blóð – og þvagsýni og fylgst með blóðþrýstingnum, en enn og aftur voru alltof fáir læknar á vakt. Læknirinn sem átti að segja mér hvort allt væri í lagi var kallaður á aðra deild, og þurfti þess vegna að vera þar í fjóra eða fimm klukkutíma í viðbót.“ Katarina segist hafa fengið blóðþrýstingslyf, en hún ekki verið undir neinu eftirliti. Tæpum þremur mánuðum seinna versnaði ástand hennar aftur. „Blóðþrýstingstöflurnar voru of sterkar fyrir mig, blóðþrýstingurinn byrjaði að lækka mjög mikið og ég var alveg máttlaus. Það leið rúmlega vika þar til ég áttaði mig á því að ég yrði að hætta að taka töflurnar,“ segir Katarina en hún kveðst hafa leitað til læknis á heilsugæslu sem hafi þá tjáð henni að umrædd lyf væru einungis gefin konum sem væru enn þungaðar.“ Íslendingar forðast ágreininga Þrátt fyrir neikvæða reynslu af heilbrigðiskerfinu lýsir Katarina engu að síður jákvæðri upplifun þegar kemur að dagvistun barna á Íslandi. Hún er enn í fæðingarorlofi með yngra barnið en sonur hennar er kominn á leikskóla og er hæstánægður þar. Hún nefnir að á Íslandi sé ekki stuðst við líkamlegar refsingar, og það tíðkist ekki að hækka róminn við börn. Það sé reynt að nálgast börnin með opnum hug, eins og á leikskólanum hjá syni hennar. „Það er mikið lagt upp úr sköpun. Sonur minn elskar leikskólann sinn og fer þangað glaður á hverjum degi. Hann vaknar og segir „Ég er að fara í leikskólann í dag!“ og er klæddur og kominn á ról á innan við fimm sekúndum. Þau eru mikið að skapa á leikskólanum, þau syngja saman og læra stafrófið.“ Þegar kemur að samskiptaháttum Íslendinga segist Katarina hafa orðið vör við að Íslendingar forðist ágreininga. Hún minnist á klassíska íslenska viðhorfið „Þetta reddast.“ „Viðhorfið er þannig að það er betra að sleppa því að segja suma hluti og láta þá frekar leysast af sjálfu sér seinna meir, frekar en að láta allt fara bál og brand og búa til vandamál. Það leysist allt einhvern veginn." Hún tekur þó fram að það geti oft reynst erfitt að mynda traust við Íslendinga. „Þegar einhver er búin að mynda sér skoðun á þér, þá endist það að eilífu. Íslendingum er mjög annt um orðspor sitt. Ef Íslendingur finnur að hann getur treyst þér þá verður til afar traustur og góður vinskapur.“ Hún segir marga Íslendinga hafa reynslu af því að búa erlendis, og þeir séu þar af leiðandi mjög víðsýnir. „Ég myndi segja að fólk er afslappaðra hér en annar staðar. Börnin eru líka afslappaðri.“ Slóvakía Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í samtali við slóvaska miðilinn Najmama segir hún frá afar neikvæðri reynslu sinni af fæðingarþjónustu Landspítalans og lýsir jafnframt upplifun sinni af meðgöngueftirliti og heimaþjónustu hérlendis, samanborið við það sem tíðkast í heimalandi hennar. Katarina kemur frá Poprad í Slóvakíu og hefur verið búsett á Íslandi í níu ár. Hún er gift íslenskum manni og eiga þau tvö börn sem bæði fæddust hérlendis. Fjölskyldan er búsett í Reykjavík. Katarina segir að Íslandi sé minna fylgst með konum á meðgöngunni heldur en í Slóvakíu, en á meðan á hún gekk með eldra barnið var hún engu að síður undir hertu eftirliti, þar sem hún reyndist vera með of háan blóðþrýsting. „Á sumrin fara læknar í allt að mánaðarlangt frí. Það er mismunandi eftir árstíðum, en það er læknaskortur hérna.“ Var sett til hliðar á sjúkrahúsinu Katarina lýsir fyrstu fæðingu sinni sem flókinni, en hún fékk legvatnsleka. Þetta var í júlí, margir voru í sumarleyfi og þar af leiðandi var læknaskortur á sjúkrahúsinu. „Það var einungis tekið við bráðatilfellum og ég var sett til hliðar. Þar af leiðandi var ég á spítalanum í tvær nætur og á meðan var legvatnið að tæmast. Þegar komið var á þriðja sólarhring var ástandið orðið slæmt.“ Katarina segist hafa verið sett í baðkar með volgu vatni, sem olli því að hún fór að kasta upp. „Ég var með háan hita, og var gefið sýklalyf. Síðan fékk ég mænudeyfingu, en það virkaði ekki eins vel og það hefði átt að gera. Þegar ég fékk seinni mænudeyfinguna gat ég varla andað. Og þegar þau athuguðu með barnið kom í ljós að púlsinn hans var að verða veikari. Í kjölfarið var ég send í keisaraskurð. Sonur minn andaði ekki fyrstu sekúndurnar, en svo tók hann allt í einu við sér. Öndunarstigið fór úr 3 upp í 9, en það var engu að síður mjög slæmt.“ Katarina segist hafa farið heim af sjúkrahúsinu þremur dögum seinna. Hún vill meina að það hefði átt að grípa til aðgerða mun fyrr í stað þess að bíða í þrjá daga með fæðinguna. „Við höfðum samband við spítalann eftirá og ræddum sérstaklega við lækninn þar sem við fórum yfir fæðinguna skref fyrir skref. Hún viðurkenndi sjálf að þetta hefði ekki átt að gerast. Hún viðurkenndi mistök spítalans.“ Katarina segir að engu að síður hafi ekkert meira verið gert af hálfu spítalans. Afleiðingarnar voru að hennar sögn engar. „Ég þakka bara guði fyrir að þetta endaði ekki verr. Af því að þegar þetta var komið á þetta stig, þegar legvatnið var að tæmast, þá hefði þurft að grípa til aðgerða. Og það var ekkert gert. Þau viðurkenndu óbeint að þau hefðu gert mistök, en við fengum aldrei neina afsökunarbeiðni.“ Segir skort á eftirfylgni Katarina segir athyglisvert hversu mikið sé lagt upp með brjóstagjöf hjá íslenskum mæðrum. „Brjóstagjöf er mjög algeng hérna, meira að segja á almenningsstöðum, það er allt mjög frjálslegt.“ Hún segir að Íslandi sé mikið lagt upp úr náttúrulegri fæðingu hjá konum. En þegar kom að fæðingu seinna barns þeirra hjóna hafi hún hins vegar verið svo brunnin af fyrri fæðingareynslu að keisaraskurður hafi verið ákveðinn fyrirfram, fyrir tilstilli sálfræðings. Hún segist engu að síður hafa slæma reynslu af þjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins eftir fæðingu yngra barnsins. „Viku eftir fæðinguna þurfti ég að fara aftur upp á deildina þar sem ég var undir eftirliti og var með mjög háan blóðþrýsting. Þetta átti að vera 20 mínútna skoðun, en ég var þar í sex klukkutíma. Það voru tóku blóð – og þvagsýni og fylgst með blóðþrýstingnum, en enn og aftur voru alltof fáir læknar á vakt. Læknirinn sem átti að segja mér hvort allt væri í lagi var kallaður á aðra deild, og þurfti þess vegna að vera þar í fjóra eða fimm klukkutíma í viðbót.“ Katarina segist hafa fengið blóðþrýstingslyf, en hún ekki verið undir neinu eftirliti. Tæpum þremur mánuðum seinna versnaði ástand hennar aftur. „Blóðþrýstingstöflurnar voru of sterkar fyrir mig, blóðþrýstingurinn byrjaði að lækka mjög mikið og ég var alveg máttlaus. Það leið rúmlega vika þar til ég áttaði mig á því að ég yrði að hætta að taka töflurnar,“ segir Katarina en hún kveðst hafa leitað til læknis á heilsugæslu sem hafi þá tjáð henni að umrædd lyf væru einungis gefin konum sem væru enn þungaðar.“ Íslendingar forðast ágreininga Þrátt fyrir neikvæða reynslu af heilbrigðiskerfinu lýsir Katarina engu að síður jákvæðri upplifun þegar kemur að dagvistun barna á Íslandi. Hún er enn í fæðingarorlofi með yngra barnið en sonur hennar er kominn á leikskóla og er hæstánægður þar. Hún nefnir að á Íslandi sé ekki stuðst við líkamlegar refsingar, og það tíðkist ekki að hækka róminn við börn. Það sé reynt að nálgast börnin með opnum hug, eins og á leikskólanum hjá syni hennar. „Það er mikið lagt upp úr sköpun. Sonur minn elskar leikskólann sinn og fer þangað glaður á hverjum degi. Hann vaknar og segir „Ég er að fara í leikskólann í dag!“ og er klæddur og kominn á ról á innan við fimm sekúndum. Þau eru mikið að skapa á leikskólanum, þau syngja saman og læra stafrófið.“ Þegar kemur að samskiptaháttum Íslendinga segist Katarina hafa orðið vör við að Íslendingar forðist ágreininga. Hún minnist á klassíska íslenska viðhorfið „Þetta reddast.“ „Viðhorfið er þannig að það er betra að sleppa því að segja suma hluti og láta þá frekar leysast af sjálfu sér seinna meir, frekar en að láta allt fara bál og brand og búa til vandamál. Það leysist allt einhvern veginn." Hún tekur þó fram að það geti oft reynst erfitt að mynda traust við Íslendinga. „Þegar einhver er búin að mynda sér skoðun á þér, þá endist það að eilífu. Íslendingum er mjög annt um orðspor sitt. Ef Íslendingur finnur að hann getur treyst þér þá verður til afar traustur og góður vinskapur.“ Hún segir marga Íslendinga hafa reynslu af því að búa erlendis, og þeir séu þar af leiðandi mjög víðsýnir. „Ég myndi segja að fólk er afslappaðra hér en annar staðar. Börnin eru líka afslappaðri.“
Slóvakía Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira