Haukur Þrastarson er kominn á fleygiferð á nývísir/getty
Haukur Þrastarson virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir meiðsli en hann var markahæstur í dag þegar Kielce vann Zaglebie 24-30 í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Haukur skoraði sjö mörk í leiknum í tíu skotum en þetta var tólfti sigurleikur Kielce í jafn mörgum leikjum og er liðið á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Wisla Plock kemur svo í humátt á eftir, einnig með fullt hús stiga en hefur leikið einum leik færra.
Haukur Þrastarson sneri aftur á völlinn í mögnuðum 21. marks sigri Kielce á Unia Tarnow í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta. Haukur skoraði fjögur mörk í leiknum.