„Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 13:30 Það er mjög erfitt að halda Sigurði Péturssyni fyrir framan sig. Vísir/Bára Sigurður Pétursson átti sannkallaðan stórleik þegar Keflvíkingar rúlluðu upp nágrönnum sínum úr Grindavík í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Sigurður skoraði 26 stig á 30 mínútum en hann hitti alls úr átta af ellefu skotum sínum í leiknum. „Sigurður Pétursson var að spila í sínu gamla húsi og þekkir hringina greinilega mjög vel því það fór allt ofan í hjá þessum strák nánast allan leikinn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Sigurður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og hefur því æft og spilað margoft í Smáranum á síðustu árum. Grindavík þarf einmitt að spila heimaleiki sína í Smáranum vegna jarðhræringa undir bænum. Sigurður var því meira á heimavelli heldur en leikmenn Grindavíkurliðsins. Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hrósaði Sigurði fyrir frammistöðuna. „Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann. Hann er á fullu varnarlega allan leikinn. Hann er í einhverju skítkasti við Kane. Það er svo mikil orka í honum,“ sagði Helgi Már. Deandre Kane er bandaríski stjörnuleikmaður Grindavíkur sem var mjög upptekinn af Sigurði í leiknum. „Hann var frábær í þessum leik og ég elska svona gæja sem bara úsar af orku og stemmningu,“ sagði Helgi. „Fyrir tveimur til þremur árum þá var hann aðallega varnarmaður. Sprengikraftur og frábær varnarlega. Það sést frá því á síðasta tímabili og þangað til núna að hann er búinn að vera að æfa skotið sitt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann er bara miklu, miklu öruggari á skotinu sínu en hann hefur verið áður. Þar opnast hellingur fyrir hann. Ef hann getur hitt úr þessum þristum þá eru mennirnir farnir að vera nær honum. Þá er sprengikrafturinn og styrkurinn sem hann býr yfir ógnvænlegir,“ sagði Sævar. „Þetta er það sama og bróðir hans gerði (Hilmar Pétursson). Þegar hann byrjaði að hitta úr skotunum þá var hann orðinn algjört vandamál. Þeir eru báðir með svaka sprengju og geta komist á hringinn. Þegar þú þarft að komast nær þeim þá verða þeir fyrst og fremst vandamál,“ sagði Helgi. Hilmar Pétursson sló í gegn hjá Blikum en spilar nú sem atvinnumaður hjá þýska félaginu Münster. Það má horfa á umræðuna um Sigurð hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sigurður Pétursson á móti Grindavík Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
Sigurður skoraði 26 stig á 30 mínútum en hann hitti alls úr átta af ellefu skotum sínum í leiknum. „Sigurður Pétursson var að spila í sínu gamla húsi og þekkir hringina greinilega mjög vel því það fór allt ofan í hjá þessum strák nánast allan leikinn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Sigurður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og hefur því æft og spilað margoft í Smáranum á síðustu árum. Grindavík þarf einmitt að spila heimaleiki sína í Smáranum vegna jarðhræringa undir bænum. Sigurður var því meira á heimavelli heldur en leikmenn Grindavíkurliðsins. Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hrósaði Sigurði fyrir frammistöðuna. „Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann. Hann er á fullu varnarlega allan leikinn. Hann er í einhverju skítkasti við Kane. Það er svo mikil orka í honum,“ sagði Helgi Már. Deandre Kane er bandaríski stjörnuleikmaður Grindavíkur sem var mjög upptekinn af Sigurði í leiknum. „Hann var frábær í þessum leik og ég elska svona gæja sem bara úsar af orku og stemmningu,“ sagði Helgi. „Fyrir tveimur til þremur árum þá var hann aðallega varnarmaður. Sprengikraftur og frábær varnarlega. Það sést frá því á síðasta tímabili og þangað til núna að hann er búinn að vera að æfa skotið sitt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann er bara miklu, miklu öruggari á skotinu sínu en hann hefur verið áður. Þar opnast hellingur fyrir hann. Ef hann getur hitt úr þessum þristum þá eru mennirnir farnir að vera nær honum. Þá er sprengikrafturinn og styrkurinn sem hann býr yfir ógnvænlegir,“ sagði Sævar. „Þetta er það sama og bróðir hans gerði (Hilmar Pétursson). Þegar hann byrjaði að hitta úr skotunum þá var hann orðinn algjört vandamál. Þeir eru báðir með svaka sprengju og geta komist á hringinn. Þegar þú þarft að komast nær þeim þá verða þeir fyrst og fremst vandamál,“ sagði Helgi. Hilmar Pétursson sló í gegn hjá Blikum en spilar nú sem atvinnumaður hjá þýska félaginu Münster. Það má horfa á umræðuna um Sigurð hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sigurður Pétursson á móti Grindavík
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira