Innlent

Nemandi beitti kennara of­beldi í Hörðuvallaskóla

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið átti sér stað í kennslustund í Hörðuvallaskóla.
Atvikið átti sér stað í kennslustund í Hörðuvallaskóla. Vísir/Vilhelm

Nemandi á miðstigi Hörðuvallaskóla í Kópavogi beitti í dag annan nemanda og kennara ofbeldi. Atvikið átti sér stað í kennslustund.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem foreldrar nemenda í nokkrum tilteknum bekkjum fengu í dag.

„Stjórnendur fóru samstundis í málið og unnu það í samvinnu við þá aðila sem málið varðar,“ segir í póstinum, sem Íris Björk Eysteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hörðuvallaskóla, sendi.

Fram kemur að atvikið hafi haft áhrif á þá nemendur sem urðu vitni að því og að rætt hafi verið við þá vegna málsins.

„Þið megið gjarnan láta okkur vita ef ykkar barn þarf frekari aðstoð til að vinna úr þessu atviki.“

Ekki náðist í Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, skólastjóra Hörðuvallaskóla, við vinnslu fréttarinnar og Kópavogsbær gat ekki veitt upplýsingar um málið að svo stöddu, en fréttastofa hefur sent fyrirspurn til bæjarins vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×