Tilraun um stefnubreytingu í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 27. nóvember 2023 15:01 Á dögunum sendi miðstjórn Alþýðusambands Íslands frá sér nokkuð varfærna og að ég tel vel ígrundaða ályktun um leikskólamál. Þar er varað við áhrifum þeirra tilrauna hjá sumum sveitarfélögum að mæta vanfjármögnun leikskólakerfisins með skerðingu á þjónustu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, virðist hafa tekið ályktunina til sín og fundið sig knúna til að svara henni. Því er gefið undir fótinn að ASÍ hafi ekki kynnt sér hinar tilraunakenndu breytingar nægjanlega vel og skilji alls ekki innihaldið. Í reynd græði allir á nýju fyrirkomulagi og sérstaklega sé passað upp á að tekjulágir haldi sjó með miklum afsláttarkerfum. Flóknar gjaldskrár til vandræða Það er vissulega rétt að í Kópavogi var innleitt tekjutengt afsláttarkerfi, en tekjuviðmiðin til að njóta afsláttar eru lág. Séu allar breytur skoðaðar saman, má sjá að einungis fólk sem var áður utan afsláttarkerfa en fellur nú inn í nýtt afsláttarkerfi kemur til með að greiða lægra gjald en áður. Ætla má að það sé verulega takmarkaður hópur. Raunar er það svo að fólk sem áður naut afsláttar tekur á sig hækkun þrátt fyrir að rata áfram inn í nýtt afsláttarkerfi. Líklegt er að einhverjir falli úr fyrra afsláttarkerfi og gætu þá fundið fyrir allt að 100% hækkun. Erfitt er að fjalla um afsláttarkerfin fyrr en við vitum betur um raunverulega notkun þeirra. Ógagnsæjar og flóknar gjaldskrár fyrir leikskólaþjónustu hafa lengi verið til vandræða og auðvelt að fela ýmsa félagslega skekkju innan þeirra. ASÍ hefur raunar lagt heilmikið á sig til að reyna að auðvelda lestur og samanburð á gjaldskrám í gegnum tíðina, en það er önnur umræða. Til þess að færa umræðuna í rétta átt er það ljóst og raunar yfirlýst að um skerðingu á þjónustu er að ræða. Í samfélagi þar sem vinnudagurinn er yfirleitt um 8 tímar er augljóst að einhver þarf að brúa þarna bil, hvort sem afsláttur kemur til eða ekki. Við getum velt því fyrir okkur hverjir stökkva til. Bæjarstjórinn bendir á að leikskólaþjónusta sé ekki hluti af lögboðinni þjónustu sveitarfélaganna. Kannski ættum við bara að vera þakklát fyrir þá viðleitni sem er yfirhöfuð sýnd í þeim efnum? Það ber vott um vissa pólitíska naumhyggju þegar talsmenn sveitarfélaganna vísa til þess að leikskólaþjónustan sé ekki lögbundin – eins og það sé ekki augljóslega vilji íbúanna, og samfélagsins alls, að halda úti slíkri þjónustu með sóma. Það má spyrja sig hvort Kópavogur myndi skoða að leggja niður önnur verkefni sem ekki eru beinlínis lögbundin, eins og til dæmis snjómokstur? Það má teljast undarlegt hjá bæjarstjóranum að láta skína í að Kópavogur gæti allt eins lagt niður þjónustuna ef bæjarstjórn hugnaðist það. Pistillinn endar með því að bæjarstjórinn býður Alþýðusambandinu að hafa milligöngu um að svipta félagsfólk áunnum réttindum sínum þegar hún segir: „Ekki er hægt að mæta umsömdum réttindum starfsfólks með öðrum hætti nema þjónustan sé skert allt árið um kring. Ef ASÍ vill endurskoða slík réttindi til að koma betur til móts við barnafjölskyldur og lágmarka skráningardaga þá er Kópavogsbær boðinn og búinn að ræða það!“ Naumhyggjan nær þarna nýju stigi. Heldur er það hryggilegt að bæjarstjóranum skuli finnast réttindi eigin starfsfólks – réttindi sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir árum saman – svo léttvæg að hæðast megi að þeim. Pólitísk stefnubreyting Í bókun á fundi bæjarráðs Kópavogs sem samþykkt var 23. þessa mánaðar og ég fékk senda í tölvupósti er fullyrt að „mikið samráð” hafi verið haft við „starfsfólk leikskóla, faglærða og ófaglærða, við mótun tillagna. Þá var einnig samráð við aðra hagaðila s.s. fulltrúa foreldra og stéttarfélaga.” Ekkert er svo sem frekar gefið upp um hvernig slíkt samráð fór fram en ljóst er að nýtt fyrirkomulag virðist samt sem áður hafa komið lang flestum hlutaðeigandi í opna skjöldu. Raunin er að hér er um að ræða meiriháttar pólitíska stefnubreytingu á skjön við afganginn af vinnumarkaðnum. Í stað þess að bæta aðbúnað leikskólafólks er skapaður hvati til að draga úr atvinnuþátttöku. Alkunna er að í slíkum tilfellum eru það yfirleitt konur sem minnka vinnu sína enda hvílir umönnun barna mest á herðum kvenna auk þess sem kynbundinn launamunur veldur því að tekjur þeirra eru iðulega lægri en karla. Þessa stefnubreytingu er nú verið að festa í sessi án mikillar umræðu. Reyndar segir bæjarstjórinn að sýnin komi beinustu leið innan úr leikskólunum sjálfum án nokkurra áhrifa eða íhlutunar bæjaryfirvalda. Sú staðhæfing hlýtur að vekja athygli víðar en í Kópavogi. ASÍ fylgist auðvitað mjög grannt með tilraunastarfseminni í Kópavogi, hvort sem bæjarstjórinn situr til svara fyrir hana eða ekki. Hitt er svo annað mál að ASÍ og verkalýðshreyfingin öll elur með sér aukinn metnað til að stuðla að bættu leikskólakerfi á grundvelli jafnréttis og samfélagslegrar ábyrgðar, eins og í öllum okkar verkum. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á dögunum sendi miðstjórn Alþýðusambands Íslands frá sér nokkuð varfærna og að ég tel vel ígrundaða ályktun um leikskólamál. Þar er varað við áhrifum þeirra tilrauna hjá sumum sveitarfélögum að mæta vanfjármögnun leikskólakerfisins með skerðingu á þjónustu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, virðist hafa tekið ályktunina til sín og fundið sig knúna til að svara henni. Því er gefið undir fótinn að ASÍ hafi ekki kynnt sér hinar tilraunakenndu breytingar nægjanlega vel og skilji alls ekki innihaldið. Í reynd græði allir á nýju fyrirkomulagi og sérstaklega sé passað upp á að tekjulágir haldi sjó með miklum afsláttarkerfum. Flóknar gjaldskrár til vandræða Það er vissulega rétt að í Kópavogi var innleitt tekjutengt afsláttarkerfi, en tekjuviðmiðin til að njóta afsláttar eru lág. Séu allar breytur skoðaðar saman, má sjá að einungis fólk sem var áður utan afsláttarkerfa en fellur nú inn í nýtt afsláttarkerfi kemur til með að greiða lægra gjald en áður. Ætla má að það sé verulega takmarkaður hópur. Raunar er það svo að fólk sem áður naut afsláttar tekur á sig hækkun þrátt fyrir að rata áfram inn í nýtt afsláttarkerfi. Líklegt er að einhverjir falli úr fyrra afsláttarkerfi og gætu þá fundið fyrir allt að 100% hækkun. Erfitt er að fjalla um afsláttarkerfin fyrr en við vitum betur um raunverulega notkun þeirra. Ógagnsæjar og flóknar gjaldskrár fyrir leikskólaþjónustu hafa lengi verið til vandræða og auðvelt að fela ýmsa félagslega skekkju innan þeirra. ASÍ hefur raunar lagt heilmikið á sig til að reyna að auðvelda lestur og samanburð á gjaldskrám í gegnum tíðina, en það er önnur umræða. Til þess að færa umræðuna í rétta átt er það ljóst og raunar yfirlýst að um skerðingu á þjónustu er að ræða. Í samfélagi þar sem vinnudagurinn er yfirleitt um 8 tímar er augljóst að einhver þarf að brúa þarna bil, hvort sem afsláttur kemur til eða ekki. Við getum velt því fyrir okkur hverjir stökkva til. Bæjarstjórinn bendir á að leikskólaþjónusta sé ekki hluti af lögboðinni þjónustu sveitarfélaganna. Kannski ættum við bara að vera þakklát fyrir þá viðleitni sem er yfirhöfuð sýnd í þeim efnum? Það ber vott um vissa pólitíska naumhyggju þegar talsmenn sveitarfélaganna vísa til þess að leikskólaþjónustan sé ekki lögbundin – eins og það sé ekki augljóslega vilji íbúanna, og samfélagsins alls, að halda úti slíkri þjónustu með sóma. Það má spyrja sig hvort Kópavogur myndi skoða að leggja niður önnur verkefni sem ekki eru beinlínis lögbundin, eins og til dæmis snjómokstur? Það má teljast undarlegt hjá bæjarstjóranum að láta skína í að Kópavogur gæti allt eins lagt niður þjónustuna ef bæjarstjórn hugnaðist það. Pistillinn endar með því að bæjarstjórinn býður Alþýðusambandinu að hafa milligöngu um að svipta félagsfólk áunnum réttindum sínum þegar hún segir: „Ekki er hægt að mæta umsömdum réttindum starfsfólks með öðrum hætti nema þjónustan sé skert allt árið um kring. Ef ASÍ vill endurskoða slík réttindi til að koma betur til móts við barnafjölskyldur og lágmarka skráningardaga þá er Kópavogsbær boðinn og búinn að ræða það!“ Naumhyggjan nær þarna nýju stigi. Heldur er það hryggilegt að bæjarstjóranum skuli finnast réttindi eigin starfsfólks – réttindi sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir árum saman – svo léttvæg að hæðast megi að þeim. Pólitísk stefnubreyting Í bókun á fundi bæjarráðs Kópavogs sem samþykkt var 23. þessa mánaðar og ég fékk senda í tölvupósti er fullyrt að „mikið samráð” hafi verið haft við „starfsfólk leikskóla, faglærða og ófaglærða, við mótun tillagna. Þá var einnig samráð við aðra hagaðila s.s. fulltrúa foreldra og stéttarfélaga.” Ekkert er svo sem frekar gefið upp um hvernig slíkt samráð fór fram en ljóst er að nýtt fyrirkomulag virðist samt sem áður hafa komið lang flestum hlutaðeigandi í opna skjöldu. Raunin er að hér er um að ræða meiriháttar pólitíska stefnubreytingu á skjön við afganginn af vinnumarkaðnum. Í stað þess að bæta aðbúnað leikskólafólks er skapaður hvati til að draga úr atvinnuþátttöku. Alkunna er að í slíkum tilfellum eru það yfirleitt konur sem minnka vinnu sína enda hvílir umönnun barna mest á herðum kvenna auk þess sem kynbundinn launamunur veldur því að tekjur þeirra eru iðulega lægri en karla. Þessa stefnubreytingu er nú verið að festa í sessi án mikillar umræðu. Reyndar segir bæjarstjórinn að sýnin komi beinustu leið innan úr leikskólunum sjálfum án nokkurra áhrifa eða íhlutunar bæjaryfirvalda. Sú staðhæfing hlýtur að vekja athygli víðar en í Kópavogi. ASÍ fylgist auðvitað mjög grannt með tilraunastarfseminni í Kópavogi, hvort sem bæjarstjórinn situr til svara fyrir hana eða ekki. Hitt er svo annað mál að ASÍ og verkalýðshreyfingin öll elur með sér aukinn metnað til að stuðla að bættu leikskólakerfi á grundvelli jafnréttis og samfélagslegrar ábyrgðar, eins og í öllum okkar verkum. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar