Segir önnur lið þurfa að klífa Everest til að ná Red Bull Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2023 20:45 Toto Wolff segir önnur lið eiga langt í land til að ná Red Bull. Qian Jun/MB Media/Getty Images Toto Wolff, liðstjóri Mercedes í Formúlu 1, segir að önnur lið þurfi að klífa Everest ætli þau sér að ná Red Bull liðinu á næsta tímabili. Red Bull liðið, með nú þrefalda heimsmeistarann Max Verstappen í fararbroddi, tryggði sér heimsmeistaratitil bílasmiða með afar öruggum hætti á tímabilinu sem lauk nú um helgina. Red Bull endaði tímabilið með 860 stig, sem er 451 stigi meira en Mercedes sem endaði í öðru sæti. Verstappen sjálfur endaði tímabilið með 575 stig einn síns liðs, meira en nokkuð lið á tímabilinu. „Við þurfum að klífa Everest til að ná Red Bull,“ sagði Wolff eftir að tímabilinu lauk í gær. Toto Wolff admitted Mercedes have to climb "Everest" to challenge Red Bull, but has backed Lewis Hamilton to be in the title fight if they can give him the car to do so. #F1 #Mercedes #LewisHamilton ✍️ @Formula_Nerds 👇https://t.co/mLwue2BcVn— PlanetF1 (@Planet_F1) November 27, 2023 Wolff hefur þó trú á því að sjöfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, geti barist um titilinn á ný, en sjálfur virtist Hamilton ekki of bjartsýnn. „Þetta var ekki gott, ég endaði bara níundi,“ sagði Hamilton í gær. „Þetta voru tvær slæmar keppnir í röð og Red Bull vann með 17 sekúndum í dag. Þeir hafa ekki snert bílinn sinn síðan í júlí eða ágúst þannig maður getur alveg giskað á það hversu langt þeir eru komnir fyrir næsta tímabil.“ Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Red Bull liðið, með nú þrefalda heimsmeistarann Max Verstappen í fararbroddi, tryggði sér heimsmeistaratitil bílasmiða með afar öruggum hætti á tímabilinu sem lauk nú um helgina. Red Bull endaði tímabilið með 860 stig, sem er 451 stigi meira en Mercedes sem endaði í öðru sæti. Verstappen sjálfur endaði tímabilið með 575 stig einn síns liðs, meira en nokkuð lið á tímabilinu. „Við þurfum að klífa Everest til að ná Red Bull,“ sagði Wolff eftir að tímabilinu lauk í gær. Toto Wolff admitted Mercedes have to climb "Everest" to challenge Red Bull, but has backed Lewis Hamilton to be in the title fight if they can give him the car to do so. #F1 #Mercedes #LewisHamilton ✍️ @Formula_Nerds 👇https://t.co/mLwue2BcVn— PlanetF1 (@Planet_F1) November 27, 2023 Wolff hefur þó trú á því að sjöfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, geti barist um titilinn á ný, en sjálfur virtist Hamilton ekki of bjartsýnn. „Þetta var ekki gott, ég endaði bara níundi,“ sagði Hamilton í gær. „Þetta voru tvær slæmar keppnir í röð og Red Bull vann með 17 sekúndum í dag. Þeir hafa ekki snert bílinn sinn síðan í júlí eða ágúst þannig maður getur alveg giskað á það hversu langt þeir eru komnir fyrir næsta tímabil.“
Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira