Fótbolti

Man Utd hefur á­huga á að fá Werner í janúar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Timo Werner gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í janúar.
Timo Werner gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í janúar. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt vilja fá þýska framherjann Timo Werner til liðs við sig þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Það er Sky Sports sem greinir frá áhuga United á þýska framherjanum, en hann er í dag leikmaður RB Leipzig.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er Werner óánægður með stöðu sína hjá Leipzig, en hann er þó sagður vilja halda kyrru fyrir hjá félaginu fram á næsta sumar í það minnsta.

Werner er aðdáendum ensku úrvalsdeildarinnar vel kunnugur, enda lék hann með Chelsea á árunum 2020-2022. Hann náði þó aldrei að heilla mikið í deildinni og skoraði aðeins tíu mörk í 56 deildarleikjum.

Hann kom upphaflega til Chelsea frá Leipzig þar sem hann hafði skorað 78 mörk í 127 deildarleikjum og var svo seldur aftur til þýska félagsins eftir erfiða tíma á Englandi. Hann fór vel af stað í endurkomunni til Leipzig, en hefur nú aðeins skorað tvö mörk í seinustu 13 leikjum og hefur misst byrjunarliðssæti sitt eftir að Julian Nagelsmann tók við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×