Íslenski boltinn

Fram semur við þá marka­hæstu í ís­lenska fót­boltanum á árinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alda Ólafsdóttir hefur skipt úr gulu yfir í blátt.
Alda Ólafsdóttir hefur skipt úr gulu yfir í blátt. Fram

Framarar hafa styrkt kvennalið sitt fyrir komandi sumar og það með því að semja við leikmanninn sem skoraði mest allra, hjá körlum sem konum, á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2023.

Alda Ólafsdóttir hefur gert samning við Framliðið en hún spilaði með Fjölni í 2. deild kvenna síðasta sumar. Hún mun nú taka skrefið og skipta upp í Lengjudeildina.

Alda skoraði 33 mörk í aðeins tuttugu deildarleikjum með Fjölnisliðinu eða einu marki færra en mótherjar Fjölnisliðið gerðu til samans.

Alda er uppalin hjá FH en hefur einnig spilað með Aftureldingu og ÍR á ferlinum og nú síðast Fjölni þar sem hún gjörsamlega raðaði inn mörkum.

Alda mun samhliða spilamennsku taka að sér þjálfun í 6. og 7.flokki kvenna.

„Við gerum miklar væntingar til Öldu og hlökkum mikið til að sjá hana raða inn mörkum í bláu treyjunni,“ segir í frétt á miðlum Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×