Innlent

Bein út­sending: Efling líf­rænnar mat­væla­fram­leiðslu

Atli Ísleifsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun á fundinum kynna drög að aðgerðaáætlun sem hefur verið unnin í matvælaráðuneytinu.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun á fundinum kynna drög að aðgerðaáætlun sem hefur verið unnin í matvælaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun kynna drög að aðgerðaáætlun varðandi eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á fundi klukkan 10.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að aðgerðaáætlunin hafi verið unnin í matvælaráðuneytinu og byggi á tillögum Umhverfisráðgjafar Íslands ehf.

„Við mótun áætlunarinnar var einnig tekið mið af annarri stefnumótun á málefnasviðinu, áherslum matvælaráðherra og matvælaráðuneytis.

Að lokinni kynningu ráðherra mun Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu landbúnaðar fara nánar yfir helstu tillögur áætlunarinnar sem taka mið af annarri stefnumótun íslenskra stjórnvalda og styðjast við sambærilega stefnumótun á hinum Norðurlöndunum og á vettvangi Evrópusambandsins.

Efling lífrænnar framleiðslu hérlendis er liður í því að styrkja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart nágrannalöndunum og um leið samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu gagnvart innflutningi.

Áætlunin verður einnig birt á samráðsgátt stjórnvalda sama dag og kynningin fer fram. Þar geta hagaðilar og almenningur komið athugasemdum á framfæri,“ segir í tilkynningunni. 

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×