Gervigreind og hröð og hæg hugsun Þorsteinn Siglaugsson skrifar 28. nóvember 2023 20:01 Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert. Forstjórinn, Sam Altman, var fyrst rekinn af stjórninni, en ráðinn aftur fáum dögum síðar og nánast öllum stjórnarmönnum skipt út. Að mati Romerosendurspeglar þessi atburður djúpstæðan ágreining milli yfirlýsts markmiðs fyrirtækisins um að þróa örugga gervigreind sem gagnast öllu mannkyni og þeirrar almennu stefnu tæknifyrirtækja að vera í fremstu röð á sínu sviði við þróun og markaðssetningu nýjunga. Þetta er kannski dæmigert fyrir það sem getur gerst þegar fyrirtæki setur sér mótsagnakennd markmið. Hvað er Q* líkanið? Fyrir nokkrum dögum birti Andrej Karpathy, sérfræðingur hjá OpenAI, myndband þar sem hann útskýrir stóru tungumálalíkönin, hvað þau eru, hvernig þau virka og hvernig þau kunna að þróast. Þetta myndband er eiginlega skylduáhorf fyrir alla sem vilja fá greinargott yfirlit yfir þessa nýju tækni. Meðal annars ræðir Karpathy Q* líkanið og mikilvægi þess. Hann lýsir getu þess með því að vísa til aðgreiningar Daniels Kahnemann milli hraðrar og hægrar hugsunar, eða þess sem hann nefnir "System 1" og "System 2" hugsun. Dæmi um "System 1" hugsun er þegar við leggjum saman tvo og tvo. Við svörum strax, notum upplýsingar sem eru til staðar í huga okkar, í skammtímaminninu. En ef dæmið er 24*47 er, geta fæstokkar svarað strax. Við þurfum að fara í "System 2", "hægu" hugsunina til þess. Eins og Karpathy útskýrir, færir Q* verkefnið stórt tungumálalíkan yfir á stig "System 2" hugsunar. Þetta er mikil framför í getu slíks líkans og markvert skref í átt að svonefndri almennri gervigreind, líkani sem stendur okkur langtum framar í getu til rökhugsunar. Það hljómar ekki ósennilega að ótti við afleiðingar þessarar þróunar og vantraust á áætlunum Altmansum hana hafi legið að baki ákvörðun stjórnarinnar. Það sem stjórnin virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á er að á endanum býr þekkingin sem knýr fyrirtækið í hugum starfsmanna og stjórnenda, og ný tækni, hversu ógnvekjandi sem hún kann að virðast, gufar ekki upp, sama hvað stjórn eins fyrirtækis ákveður, jafnvel þótt ákvörðunin leiddi til upplausnar fyrirtækisins. Hvernig getum við brugðist við? Stóru mállíkönin munu halda áfram að þróast ogbreyta lífi okkar og við höfum aðeins séð glitta í blátoppinn á þeim ísjaka. Fram að þessu hafa líkönin aðeins verið fær um "System 1" hugsun, og samt hef ég sannreynt að þau hafa nú þegar umtalsverða getu til að meta jafnvel flóknar röklegar greiningar. Fljótlega verður þessi geta langtum meiri. Hvernig getum við brugðist við? Einu raunhæfu viðbrögðin eru þau að við gerum okkar besta til að efla okkar eigin hugsun og nýtum þessa nýju tækni til þess: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur markvisst í samskiptum við mállíkönin. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Höfundur er ráðgjafi og stjórnendaþjálfari, https://thinksharper.net. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Tækni Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert. Forstjórinn, Sam Altman, var fyrst rekinn af stjórninni, en ráðinn aftur fáum dögum síðar og nánast öllum stjórnarmönnum skipt út. Að mati Romerosendurspeglar þessi atburður djúpstæðan ágreining milli yfirlýsts markmiðs fyrirtækisins um að þróa örugga gervigreind sem gagnast öllu mannkyni og þeirrar almennu stefnu tæknifyrirtækja að vera í fremstu röð á sínu sviði við þróun og markaðssetningu nýjunga. Þetta er kannski dæmigert fyrir það sem getur gerst þegar fyrirtæki setur sér mótsagnakennd markmið. Hvað er Q* líkanið? Fyrir nokkrum dögum birti Andrej Karpathy, sérfræðingur hjá OpenAI, myndband þar sem hann útskýrir stóru tungumálalíkönin, hvað þau eru, hvernig þau virka og hvernig þau kunna að þróast. Þetta myndband er eiginlega skylduáhorf fyrir alla sem vilja fá greinargott yfirlit yfir þessa nýju tækni. Meðal annars ræðir Karpathy Q* líkanið og mikilvægi þess. Hann lýsir getu þess með því að vísa til aðgreiningar Daniels Kahnemann milli hraðrar og hægrar hugsunar, eða þess sem hann nefnir "System 1" og "System 2" hugsun. Dæmi um "System 1" hugsun er þegar við leggjum saman tvo og tvo. Við svörum strax, notum upplýsingar sem eru til staðar í huga okkar, í skammtímaminninu. En ef dæmið er 24*47 er, geta fæstokkar svarað strax. Við þurfum að fara í "System 2", "hægu" hugsunina til þess. Eins og Karpathy útskýrir, færir Q* verkefnið stórt tungumálalíkan yfir á stig "System 2" hugsunar. Þetta er mikil framför í getu slíks líkans og markvert skref í átt að svonefndri almennri gervigreind, líkani sem stendur okkur langtum framar í getu til rökhugsunar. Það hljómar ekki ósennilega að ótti við afleiðingar þessarar þróunar og vantraust á áætlunum Altmansum hana hafi legið að baki ákvörðun stjórnarinnar. Það sem stjórnin virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á er að á endanum býr þekkingin sem knýr fyrirtækið í hugum starfsmanna og stjórnenda, og ný tækni, hversu ógnvekjandi sem hún kann að virðast, gufar ekki upp, sama hvað stjórn eins fyrirtækis ákveður, jafnvel þótt ákvörðunin leiddi til upplausnar fyrirtækisins. Hvernig getum við brugðist við? Stóru mállíkönin munu halda áfram að þróast ogbreyta lífi okkar og við höfum aðeins séð glitta í blátoppinn á þeim ísjaka. Fram að þessu hafa líkönin aðeins verið fær um "System 1" hugsun, og samt hef ég sannreynt að þau hafa nú þegar umtalsverða getu til að meta jafnvel flóknar röklegar greiningar. Fljótlega verður þessi geta langtum meiri. Hvernig getum við brugðist við? Einu raunhæfu viðbrögðin eru þau að við gerum okkar besta til að efla okkar eigin hugsun og nýtum þessa nýju tækni til þess: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur markvisst í samskiptum við mállíkönin. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Höfundur er ráðgjafi og stjórnendaþjálfari, https://thinksharper.net.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar