Fótbolti

Blikar munu mæta til leiks gegn Ísraelum

Karla­lið Breiða­bliks mun mæta til leiks og spila við ísraelska liðið Mac­cabi Tel Aviv í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu á morgun. Þetta segir Flosi Ei­ríks­son, for­maður knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks en Blikar hafa verið hvattir til að snið­ganga leikinn sökum mann­úðar­krísunnar fyrir botni Mið­jarðar­hafs vegna á­taka Ísraels­hers og Hamas á Gasa­ströndinni. Snið­ganga gæti hins vegar haft af­drifa­ríkar af­leiðingar í för með sér fyrir Breiða­blik.

Aron Guðmundsson skrifar
Breiðablik hefur staðið í ströngu í vetur í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu Vísir/Hulda Margrét

Karla­lið Breiða­bliks mun mæta til leiks og spila við ísraelska liðið Mac­cabi Tel Aviv í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu á morgun. Þetta segir Flosi Ei­ríks­son, for­maður knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks en Blikar hafa verið hvattir til að snið­ganga leikinn sökum mann­úðar­krísunnar fyrir botni Mið­jarðar­hafs vegna á­taka Ísraels­hers og Hamas á Gasa­ströndinni. Snið­ganga gæti hins vegar haft af­drifa­ríkar af­leiðingar í för með sér fyrir Breiða­blik.

Borið hefur á kröfum þess efnis að Breiða­blik mæti ekki til leiks í fyrir­huguðum leik liðsins við ísraelska liðið Mac­cabi Tel Aviv í fimmtu um­ferð riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu á morgun en liðin eigast við klukkan eitt á Kópavogsvelli.  

Meðal annars er því beint að Blikum að sniðganga umræddan leik  í grein sem Hjálm­týr Heið­dal, for­maður Fé­lagsins Ís­land-Palestína, ritaði og birtist hér á Vísi fyrir nokkrum dögum.

Gerir hann það í skugga hrylli­legra á­taka fyrir botni Mið­jarðar­hafs milli Ísraels­hers og Hamas á Gasa­ströndinni. Rúm­lega 1200 manns létust í árás Hamas liða í Ísrael þann 7. Októ­ber síðast­liðinn. Yfir fjór­tán þúsund manns hafa svo látist í á­rásum Ísraela á Gasa­ströndinni hingað til.

„Sterkasta vopnið í höndum al­mennings er víð­tæk snið­ganga á sviði menningar­sam­skipta, á sviði í­þrótta­sam­skipta og á sviði við­skipta. Snið­ganga sem varir svo lengi sem ísraelsk stjórn­völd halda á­fram að brjóta al­þjóða­sátt­mála og mann­réttinda­sátt­mála sem kveða skýrt á að Palestínu­mönnum beri full mann­réttindi og frelsi undan kúgun.

Allir þeir leik­menn sem hingað koma á vegum Mac­cabi Tel Aviv eru á þeim aldri að þeir eru annað­hvort her­menn í her Ísraels eða í vara­liði hersins.

Ég skora á Breiða­blik að hætta við fyrir­hugaðan knatt­spyrnu­leik gegn Mac­cabi Tel Aviv og senda með því skýr skila­boð að ís­lenskt í­þrótta­fólk styður mann­réttindi.“

„Ekki eins og við sáum þetta fyrir okkur“

Þrátt fyrir gagn­rýnis­raddir þess efnis að Breiða­blik sé að halda inn í þennan leik gegn Mac­cabi Tel Aviv segir Flosi Ei­ríks­son, for­maður knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks, að liðið muni mæta til leiks.

„Við erum í sjálfu sér ekki að undir­búa mót­mæli en höfum vissu­lega tekið eftir því að búið er að boða til mót­mæla fyrir utan völlinn. Við erum svo heppin að búa í landi þar sem allir mega tjá sínar skoðanir. Við gerum engar sér­stakar at­huga­semdir við það. Skiljum það mæta vel.“

Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar BreiðabliksVísir/Arnar

Staðan sé þó vissu­lega erfið.

„Karla­lið Breiða­bliks hefur unnið sér inn þennan rétt, að spila í riðla­keppninni með sínum frá­bæra árangri. Við höfum spilað við lið víðs vegar frá Evrópu á þeirri veg­ferð. Það var dregið í þessa riðla og það er með þessum hætti. Við þurfum og ætlum að vera okkar fé­lagi til sóma og taka þátt í leiknum. 

Öðru höfum við ekki stjórn á og höfum ekki skoðanir á því að fólk vilji sjá fram­göngu okkar með öðrum hætti. Þetta er á­kvörðun fé­lagsins og við ætlum að reyna gera þetta með þessum hætti.“

Þátt­töku í Evrópu­keppni á þessu stigi fylgi strangt reglu­verk sem þurfi að fylgja.

„Það eru mjög strangar reglur um um­gjörð, fram­kvæmd og fyrir­komu­lag sem við þurfum að fara eftir til þess að vera gjald­gengir í keppnum á vegum UEFA á­fram og mögu­leg önnur ís­lensk lið. Við tökum þá á­byrgð gagn­vart ís­lenskri knatt­spyrnu líka. Auð­vitað er þetta þó erfitt.“

Á­tökin fyrir botni Mið­jarðar­hafs varpi skugga yfir leik Breiða­bliks og Mac­cabi Tel Aviv.

„Ég held að allir hljóti að skilja að þetta er ekki eins og við sáum þetta fyrir okkur. Vonandi varpar þetta bara ljósi á þessa vondu stöðu sem er fyrir botni Mið­jarðar­hafs. Við erum fyrst og fremst að ein­beita okkur að því að spila fót­bolta­leik á fimmtu­daginn fyrir Breiða­blik.“

Hvað afleiðingar gæti sniðganga haft?

Í 28.grein reglu­gerðar Evrópska knatt­spyrnu­sam­bandsins (UEFA) um Sambandsdeild Evrópu er kveðið á um af­leiðingar þess fyrir þátt­töku­fé­lögin neiti þau að mæta til leiks.

Ef að fé­lag neitar að mæta til leiks, eða er á­byrgt fyrir því að leikur fari ekki fram, fellur það í hlut Aga­dóm­stóls UEFA (UEFA Control, Et­hics and Disciplinary Body) að úr­skurða um­ræddu fé­lagi ó­sigur.

Byrjunarlið Breiðabliks fyrir heimaleik gegn belgíska liðinu Gent fyrr í vetur í riðlakeppni Sambandsdeildar EvrópuVísir/Hulda Margrét

Enn fremur hefur aga­dóm­stóllinn heimild fyrir því að grípa til frekari að­gerða. Fé­lag sem neitar að mæta til leiks, eða er á­byrgt fyrir því að leikur fari ekki fram, getur því misst allan rétt á fram­lögum frá UEFA og fer það eftir al­var­leika málsins.

Þá getur fé­lagið sem situr hinum megin við borðið skilað inn greinar­gerð til UEFA og krafist skaða­bóta.

Hafa fengið hundruð milljóna frá UEFA

Með því að tryggja sér sæti í riðla­keppni Sam­bands­deildarinnar fyrr á þessu ári var Breiða­blik búið að tryggja sér um 489 milljónir ís­lenskra króna frá UEFA. 

Í gegnum riðla­keppnina hafa Blikar svo átt mögu­leika á því að vinna sér inn meiri pening með hverjum sigri eða jafn­tefli sem liðið næði.

Hver sigur­leikur í riðlinum fyrir liðinu um 72 milljónir ís­lenskra króna og hver jafn­teflis­leikur um 24 milljónir.

Blikar hafa hins vegar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum og eiga ekki mögu­leika á því að komast upp úr honum. Hins vegar eru tveir leikir eftir og því mögu­leiki á að vinna sér inn að há­marki um 144 milljónir ís­lenskra króna.

En það eru ekki bara greiðslur frá UEFA vegna þátt­töku í Evrópu­keppnum sem falla í skaut Breiða­bliks og annarra ís­lenskra fót­bolta­liða þó þær gefi vissu­lega mikið.

Greining Deloitte frá því fyrr á árinu á rekstrar­niður­stöðum ís­lenskra knatt­spyrnu­fé­laga í efstu deild karla og kvenna á tíma­bilinu 2019-2022 varpar ljósi á þetta.

Ís­lensku fé­lögin fá einnig fram­lag frá UEFA vegna barna- og ung­linga­starfs og ef teknir eru saman fjár­munirnir sem Breiða­blik fékk frá UEFA á árunum 2019-2022 þá nemur sú upp­hæð um 508 milljónum ís­lenskra króna.






×