Karlalið Breiðabliks mun mæta til leiks og spila við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. Þetta segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks en Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn sökum mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelshers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir Breiðablik. Borið hefur á kröfum þess efnis að Breiðablik mæti ekki til leiks í fyrirhuguðum leik liðsins við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í fimmtu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun en liðin eigast við klukkan eitt á Kópavogsvelli. Meðal annars er því beint að Blikum að sniðganga umræddan leik í grein sem Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Ísland-Palestína, ritaði og birtist hér á Vísi fyrir nokkrum dögum. Gerir hann það í skugga hryllilegra átaka fyrir botni Miðjarðarhafs milli Ísraelshers og Hamas á Gasaströndinni. Rúmlega 1200 manns létust í árás Hamas liða í Ísrael þann 7. Október síðastliðinn. Yfir fjórtán þúsund manns hafa svo látist í árásum Ísraela á Gasaströndinni hingað til. „Sterkasta vopnið í höndum almennings er víðtæk sniðganga á sviði menningarsamskipta, á sviði íþróttasamskipta og á sviði viðskipta. Sniðganga sem varir svo lengi sem ísraelsk stjórnvöld halda áfram að brjóta alþjóðasáttmála og mannréttindasáttmála sem kveða skýrt á að Palestínumönnum beri full mannréttindi og frelsi undan kúgun.Allir þeir leikmenn sem hingað koma á vegum Maccabi Tel Aviv eru á þeim aldri að þeir eru annaðhvort hermenn í her Ísraels eða í varaliði hersins.Ég skora á Breiðablik að hætta við fyrirhugaðan knattspyrnuleik gegn Maccabi Tel Aviv og senda með því skýr skilaboð að íslenskt íþróttafólk styður mannréttindi.“ „Ekki eins og við sáum þetta fyrir okkur“ Þrátt fyrir gagnrýnisraddir þess efnis að Breiðablik sé að halda inn í þennan leik gegn Maccabi Tel Aviv segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, að liðið muni mæta til leiks. „Við erum í sjálfu sér ekki að undirbúa mótmæli en höfum vissulega tekið eftir því að búið er að boða til mótmæla fyrir utan völlinn. Við erum svo heppin að búa í landi þar sem allir mega tjá sínar skoðanir. Við gerum engar sérstakar athugasemdir við það. Skiljum það mæta vel.“ Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar BreiðabliksVísir/Arnar Staðan sé þó vissulega erfið. „Karlalið Breiðabliks hefur unnið sér inn þennan rétt, að spila í riðlakeppninni með sínum frábæra árangri. Við höfum spilað við lið víðs vegar frá Evrópu á þeirri vegferð. Það var dregið í þessa riðla og það er með þessum hætti. Við þurfum og ætlum að vera okkar félagi til sóma og taka þátt í leiknum. Öðru höfum við ekki stjórn á og höfum ekki skoðanir á því að fólk vilji sjá framgöngu okkar með öðrum hætti. Þetta er ákvörðun félagsins og við ætlum að reyna gera þetta með þessum hætti.“ Þátttöku í Evrópukeppni á þessu stigi fylgi strangt regluverk sem þurfi að fylgja. „Það eru mjög strangar reglur um umgjörð, framkvæmd og fyrirkomulag sem við þurfum að fara eftir til þess að vera gjaldgengir í keppnum á vegum UEFA áfram og möguleg önnur íslensk lið. Við tökum þá ábyrgð gagnvart íslenskri knattspyrnu líka. Auðvitað er þetta þó erfitt.“ Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs varpi skugga yfir leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv. „Ég held að allir hljóti að skilja að þetta er ekki eins og við sáum þetta fyrir okkur. Vonandi varpar þetta bara ljósi á þessa vondu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Við erum fyrst og fremst að einbeita okkur að því að spila fótboltaleik á fimmtudaginn fyrir Breiðablik.“ Hvað afleiðingar gæti sniðganga haft? Í 28.grein reglugerðar Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA) um Sambandsdeild Evrópu er kveðið á um afleiðingar þess fyrir þátttökufélögin neiti þau að mæta til leiks. Ef að félag neitar að mæta til leiks, eða er ábyrgt fyrir því að leikur fari ekki fram, fellur það í hlut Agadómstóls UEFA (UEFA Control, Ethics and Disciplinary Body) að úrskurða umræddu félagi ósigur. Byrjunarlið Breiðabliks fyrir heimaleik gegn belgíska liðinu Gent fyrr í vetur í riðlakeppni Sambandsdeildar EvrópuVísir/Hulda Margrét Enn fremur hefur agadómstóllinn heimild fyrir því að grípa til frekari aðgerða. Félag sem neitar að mæta til leiks, eða er ábyrgt fyrir því að leikur fari ekki fram, getur því misst allan rétt á framlögum frá UEFA og fer það eftir alvarleika málsins. Þá getur félagið sem situr hinum megin við borðið skilað inn greinargerð til UEFA og krafist skaðabóta. Hafa fengið hundruð milljóna frá UEFA Með því að tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fyrr á þessu ári var Breiðablik búið að tryggja sér um 489 milljónir íslenskra króna frá UEFA. Í gegnum riðlakeppnina hafa Blikar svo átt möguleika á því að vinna sér inn meiri pening með hverjum sigri eða jafntefli sem liðið næði. Hver sigurleikur í riðlinum fyrir liðinu um 72 milljónir íslenskra króna og hver jafnteflisleikur um 24 milljónir. Blikar hafa hins vegar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum og eiga ekki möguleika á því að komast upp úr honum. Hins vegar eru tveir leikir eftir og því möguleiki á að vinna sér inn að hámarki um 144 milljónir íslenskra króna. En það eru ekki bara greiðslur frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppnum sem falla í skaut Breiðabliks og annarra íslenskra fótboltaliða þó þær gefi vissulega mikið. Greining Deloitte frá því fyrr á árinu á rekstrarniðurstöðum íslenskra knattspyrnufélaga í efstu deild karla og kvenna á tímabilinu 2019-2022 varpar ljósi á þetta. Íslensku félögin fá einnig framlag frá UEFA vegna barna- og unglingastarfs og ef teknir eru saman fjármunirnir sem Breiðablik fékk frá UEFA á árunum 2019-2022 þá nemur sú upphæð um 508 milljónum íslenskra króna. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn
Borið hefur á kröfum þess efnis að Breiðablik mæti ekki til leiks í fyrirhuguðum leik liðsins við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í fimmtu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun en liðin eigast við klukkan eitt á Kópavogsvelli. Meðal annars er því beint að Blikum að sniðganga umræddan leik í grein sem Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Ísland-Palestína, ritaði og birtist hér á Vísi fyrir nokkrum dögum. Gerir hann það í skugga hryllilegra átaka fyrir botni Miðjarðarhafs milli Ísraelshers og Hamas á Gasaströndinni. Rúmlega 1200 manns létust í árás Hamas liða í Ísrael þann 7. Október síðastliðinn. Yfir fjórtán þúsund manns hafa svo látist í árásum Ísraela á Gasaströndinni hingað til. „Sterkasta vopnið í höndum almennings er víðtæk sniðganga á sviði menningarsamskipta, á sviði íþróttasamskipta og á sviði viðskipta. Sniðganga sem varir svo lengi sem ísraelsk stjórnvöld halda áfram að brjóta alþjóðasáttmála og mannréttindasáttmála sem kveða skýrt á að Palestínumönnum beri full mannréttindi og frelsi undan kúgun.Allir þeir leikmenn sem hingað koma á vegum Maccabi Tel Aviv eru á þeim aldri að þeir eru annaðhvort hermenn í her Ísraels eða í varaliði hersins.Ég skora á Breiðablik að hætta við fyrirhugaðan knattspyrnuleik gegn Maccabi Tel Aviv og senda með því skýr skilaboð að íslenskt íþróttafólk styður mannréttindi.“ „Ekki eins og við sáum þetta fyrir okkur“ Þrátt fyrir gagnrýnisraddir þess efnis að Breiðablik sé að halda inn í þennan leik gegn Maccabi Tel Aviv segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, að liðið muni mæta til leiks. „Við erum í sjálfu sér ekki að undirbúa mótmæli en höfum vissulega tekið eftir því að búið er að boða til mótmæla fyrir utan völlinn. Við erum svo heppin að búa í landi þar sem allir mega tjá sínar skoðanir. Við gerum engar sérstakar athugasemdir við það. Skiljum það mæta vel.“ Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar BreiðabliksVísir/Arnar Staðan sé þó vissulega erfið. „Karlalið Breiðabliks hefur unnið sér inn þennan rétt, að spila í riðlakeppninni með sínum frábæra árangri. Við höfum spilað við lið víðs vegar frá Evrópu á þeirri vegferð. Það var dregið í þessa riðla og það er með þessum hætti. Við þurfum og ætlum að vera okkar félagi til sóma og taka þátt í leiknum. Öðru höfum við ekki stjórn á og höfum ekki skoðanir á því að fólk vilji sjá framgöngu okkar með öðrum hætti. Þetta er ákvörðun félagsins og við ætlum að reyna gera þetta með þessum hætti.“ Þátttöku í Evrópukeppni á þessu stigi fylgi strangt regluverk sem þurfi að fylgja. „Það eru mjög strangar reglur um umgjörð, framkvæmd og fyrirkomulag sem við þurfum að fara eftir til þess að vera gjaldgengir í keppnum á vegum UEFA áfram og möguleg önnur íslensk lið. Við tökum þá ábyrgð gagnvart íslenskri knattspyrnu líka. Auðvitað er þetta þó erfitt.“ Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs varpi skugga yfir leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv. „Ég held að allir hljóti að skilja að þetta er ekki eins og við sáum þetta fyrir okkur. Vonandi varpar þetta bara ljósi á þessa vondu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Við erum fyrst og fremst að einbeita okkur að því að spila fótboltaleik á fimmtudaginn fyrir Breiðablik.“ Hvað afleiðingar gæti sniðganga haft? Í 28.grein reglugerðar Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA) um Sambandsdeild Evrópu er kveðið á um afleiðingar þess fyrir þátttökufélögin neiti þau að mæta til leiks. Ef að félag neitar að mæta til leiks, eða er ábyrgt fyrir því að leikur fari ekki fram, fellur það í hlut Agadómstóls UEFA (UEFA Control, Ethics and Disciplinary Body) að úrskurða umræddu félagi ósigur. Byrjunarlið Breiðabliks fyrir heimaleik gegn belgíska liðinu Gent fyrr í vetur í riðlakeppni Sambandsdeildar EvrópuVísir/Hulda Margrét Enn fremur hefur agadómstóllinn heimild fyrir því að grípa til frekari aðgerða. Félag sem neitar að mæta til leiks, eða er ábyrgt fyrir því að leikur fari ekki fram, getur því misst allan rétt á framlögum frá UEFA og fer það eftir alvarleika málsins. Þá getur félagið sem situr hinum megin við borðið skilað inn greinargerð til UEFA og krafist skaðabóta. Hafa fengið hundruð milljóna frá UEFA Með því að tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fyrr á þessu ári var Breiðablik búið að tryggja sér um 489 milljónir íslenskra króna frá UEFA. Í gegnum riðlakeppnina hafa Blikar svo átt möguleika á því að vinna sér inn meiri pening með hverjum sigri eða jafntefli sem liðið næði. Hver sigurleikur í riðlinum fyrir liðinu um 72 milljónir íslenskra króna og hver jafnteflisleikur um 24 milljónir. Blikar hafa hins vegar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum og eiga ekki möguleika á því að komast upp úr honum. Hins vegar eru tveir leikir eftir og því möguleiki á að vinna sér inn að hámarki um 144 milljónir íslenskra króna. En það eru ekki bara greiðslur frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppnum sem falla í skaut Breiðabliks og annarra íslenskra fótboltaliða þó þær gefi vissulega mikið. Greining Deloitte frá því fyrr á árinu á rekstrarniðurstöðum íslenskra knattspyrnufélaga í efstu deild karla og kvenna á tímabilinu 2019-2022 varpar ljósi á þetta. Íslensku félögin fá einnig framlag frá UEFA vegna barna- og unglingastarfs og ef teknir eru saman fjármunirnir sem Breiðablik fékk frá UEFA á árunum 2019-2022 þá nemur sú upphæð um 508 milljónum íslenskra króna.