VAR-dómararinn í París í skammarkrókinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 11:30 Szymon Marciniak dómari ræðir við svekkta leikmenn Newcastle á Parc des Princes í gær. Getty/ Jean Catuffe Myndbandadómararnir sem störfuðu við leik Paris Saint Germain og Newcastle í Meistaradeildinni í gærkvöldi fá ekki að vinna við leik í kvöld eins og þeir áttu að gera. Sky Sports segir að VAR-dómararnir í París í gær hafi verið settir í skammarkrókinn eftir frammistöðu sína í gær en mikið gekk á undir lok leiksins. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) PSG jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að boltinn fór í hendi Newcastle mannsins Tino Livramento. Pressan var mikla frá franska liðinu og þeir höfðu þarna margoft heimtað víti. Pólverjinn Szymon Marciniak dæmdi ekki víti á vellinum í umræddu atviki en var kallaður í skjáinn af VAR-herberginu. Hann ákvað að dæma víti eftir að hafa skoðað atvikið aftur á skjánum. Tomasz Kwiatkowski var yfirmaðurinn í VAR-herberginu og hann átti að starfa við leik Real Sociedad og Salzburg í kvöld. Honum hefur nú verið skipt út. "IT'S A DISGUSTING DECISION" The Soccer Special panel react to a controversial PSG penalty pic.twitter.com/vD9RWTAf9A— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 28, 2023 Það vakti athygli að boltinn fór fyrst í búkinn á Livramento áður en hann skaust upp í hendina hans. Hingað til hefur það þótt útiloka það dæmt sé víti en svo var ekki í gær. Leikmenn Newcastle voru skiljanlega mjög svekktir enda misstu þeir af gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hér fyrir neðan má sjá atvikið og mörkin úr leiknum. Klippa: Mörkin úr leik PSG og Newcastle Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Sky Sports segir að VAR-dómararnir í París í gær hafi verið settir í skammarkrókinn eftir frammistöðu sína í gær en mikið gekk á undir lok leiksins. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) PSG jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að boltinn fór í hendi Newcastle mannsins Tino Livramento. Pressan var mikla frá franska liðinu og þeir höfðu þarna margoft heimtað víti. Pólverjinn Szymon Marciniak dæmdi ekki víti á vellinum í umræddu atviki en var kallaður í skjáinn af VAR-herberginu. Hann ákvað að dæma víti eftir að hafa skoðað atvikið aftur á skjánum. Tomasz Kwiatkowski var yfirmaðurinn í VAR-herberginu og hann átti að starfa við leik Real Sociedad og Salzburg í kvöld. Honum hefur nú verið skipt út. "IT'S A DISGUSTING DECISION" The Soccer Special panel react to a controversial PSG penalty pic.twitter.com/vD9RWTAf9A— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 28, 2023 Það vakti athygli að boltinn fór fyrst í búkinn á Livramento áður en hann skaust upp í hendina hans. Hingað til hefur það þótt útiloka það dæmt sé víti en svo var ekki í gær. Leikmenn Newcastle voru skiljanlega mjög svekktir enda misstu þeir af gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hér fyrir neðan má sjá atvikið og mörkin úr leiknum. Klippa: Mörkin úr leik PSG og Newcastle
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira