Algjörir yfirburðir Hafdísar Huldar Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 13:00 Þrír tónlistarmenn voru vinsælastir á Íslandi. Hafdís Huld var í toppsætinu og á eftir henni fylgdu Bubbi og Drake. Vísir/Sara Hafdís Huld Þrastardóttir er sá tónlistarmaður sem Íslendingar hafa hlustað mest á Spotify á árinu sem nú er að líða. Á eftir henni koma Bubbi Morthens og kanadíski rapparinn Drake. Einn annar Íslendingur kemst á topp tíu lista yfir þá tónlistarmenn sem voru vinsælastir á Íslandi, það er Friðrik Dór Jónsson. Spotify opinberaði í dag hvaða tónlistarfólk, lög og plötur var mest streymt árið 2023. Notendur Spotify þekkja margir hverjir þessa ársuppgjörslista sem hver og einn notandi fær sérsniðinn að sinni hlustun í lok árs. Ótvíræður sigurvegari topplistanna á Íslandi þetta árið er Hafdís Huld. Líkt og áður segir var henni streymt mest, en hún átti líka vinsælasta lagið, Dvel ég í draumahöll, og vinsælustu plötuna, Vögguvísur, sem kom út árið 2012. Hafdís Huld á sjö af tíu vinsælustu lögum ársins á Íslandi. Næst vinsælasta lagið var Flowers með Miley Cyrus, sem var jafnframt vinsælasta lag í heimi, og hin tvö lögin sem eru ekki með Hafdísi er finnski Eurovision-smellurinn Cha Cha Cha með Käärijä, og lagið Skína sem Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gáfu út. Líkt og áður segir voru Vögguvísur Hafdísar Huldar vinsælasta platan. Þar á eftir komu Dýrin í Hálsaskógi, Heroes and Villains eftir Metro Boomin, platan SOS með SZA og 600 eftir íslenska rapparann Daniil. Ein önnur íslensk plata komst á topp tíu listan, en það var Móðir og barn eftir Friðrik Karlsson. Laufey Lín Jónsdóttir var vinsælust á heimsvísu af íslensku tónlistarfólki á Spotify. Lag hennar From the Start sló rækilega í gegn og það sama má segja um plötu hennar Bewitched. Þá hefur hún verið á tónlistarferðalagi um heiminn og meðal annars komið fram í vinsælum bandarískum sjónvarpsþáttum. Hér fyrir neðan má sjá nokkra topp tíu lista sem varða mestu streymin á Spotify það sem af er ári, bæði á Íslandi og í heiminum. Flest streymi á Íslandi Topp 10 vinsælustu tónlistarmenn á Íslandi Hafdís Huld Bubbi Morthens Drake The Weeknd Kanye West Taylor Swift Travis Scott Friðrik Dór Rihanna 21 Savage Topp 10 yfir mest streymdu lög á Íslandi Hafdís Huld – Dvel ég í draumahöll Miley Cyrus – Flowers Hafdís Huld – Litlar stjörnur Käärijä – Cha Cha Cha Hafdís Huld – Sofðu unga ástin mín Hafdís Huld – Óskasteinar PATRi!K, Luigi – Skína Hafdís Huld – Sofa urtubörn Hafdís Huld – Bíum bíum bambaló Hafdís Huld – Ljós Topp 10 yfir mest streymdu plötur á Íslandi Hafdís Huld - Vögguvísur Leikhópurinn Dýrin í Hálsaskógi - Dýrin í Hálsaskógi Metro Boomin - HEROES & VILLAINS SZA - SOS Daniil - 600 Travis Scott - UTOPIA The Weeknd - Starboy Friðrik Karlsson - Móðir og barn Miley Cyrus - Endless Summer Vacation Harry Styles - Harry's House Flest streymi á alþjóðavísu Topp 10 yfir vinsælustu tónlistarmenn í heimi Taylor Swift Bad Bunny The Weeknd Drake Peso Pluma Feid Travis Scott SZA KAROL G Lana Del Rey Topp 10 yfir vinsælustu lög í heimi Miley Cyrus - Flowers SZA - Kill Bill Harry Styles - As it Was Jung Kook - Seven (feat. Latto) (Explicit Ver.) Eslabon Armado – Ella Baila Sola Taylor Swift – Cruel Summer Metro Boomin - Creepin' (with The Weeknd & 21 Savage) Rema – Calm Down (with Selena Gomez) Bizarrap - Shakira: Bzrp Music Sessions, Vol. 53 Taylor Swift – Anti-Hero Topp 10 yfir vinsælustu plötur í heimi Bad Bunny - Un Verano Sin Ti Taylor Swift - Midnights SZA - SOS The Weekends - Starboy KAROL G - MAÑANA SERÁ BONITO Morgan Wallen - One Thing At A Time Taylor Swift - Lover Metro Boomin - HEROS & VILLAINS Peso Pluma - GÉNESIS Harry Styles - Harry's House Menning Tónlist Fréttir ársins 2023 Spotify Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Spotify opinberaði í dag hvaða tónlistarfólk, lög og plötur var mest streymt árið 2023. Notendur Spotify þekkja margir hverjir þessa ársuppgjörslista sem hver og einn notandi fær sérsniðinn að sinni hlustun í lok árs. Ótvíræður sigurvegari topplistanna á Íslandi þetta árið er Hafdís Huld. Líkt og áður segir var henni streymt mest, en hún átti líka vinsælasta lagið, Dvel ég í draumahöll, og vinsælustu plötuna, Vögguvísur, sem kom út árið 2012. Hafdís Huld á sjö af tíu vinsælustu lögum ársins á Íslandi. Næst vinsælasta lagið var Flowers með Miley Cyrus, sem var jafnframt vinsælasta lag í heimi, og hin tvö lögin sem eru ekki með Hafdísi er finnski Eurovision-smellurinn Cha Cha Cha með Käärijä, og lagið Skína sem Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gáfu út. Líkt og áður segir voru Vögguvísur Hafdísar Huldar vinsælasta platan. Þar á eftir komu Dýrin í Hálsaskógi, Heroes and Villains eftir Metro Boomin, platan SOS með SZA og 600 eftir íslenska rapparann Daniil. Ein önnur íslensk plata komst á topp tíu listan, en það var Móðir og barn eftir Friðrik Karlsson. Laufey Lín Jónsdóttir var vinsælust á heimsvísu af íslensku tónlistarfólki á Spotify. Lag hennar From the Start sló rækilega í gegn og það sama má segja um plötu hennar Bewitched. Þá hefur hún verið á tónlistarferðalagi um heiminn og meðal annars komið fram í vinsælum bandarískum sjónvarpsþáttum. Hér fyrir neðan má sjá nokkra topp tíu lista sem varða mestu streymin á Spotify það sem af er ári, bæði á Íslandi og í heiminum. Flest streymi á Íslandi Topp 10 vinsælustu tónlistarmenn á Íslandi Hafdís Huld Bubbi Morthens Drake The Weeknd Kanye West Taylor Swift Travis Scott Friðrik Dór Rihanna 21 Savage Topp 10 yfir mest streymdu lög á Íslandi Hafdís Huld – Dvel ég í draumahöll Miley Cyrus – Flowers Hafdís Huld – Litlar stjörnur Käärijä – Cha Cha Cha Hafdís Huld – Sofðu unga ástin mín Hafdís Huld – Óskasteinar PATRi!K, Luigi – Skína Hafdís Huld – Sofa urtubörn Hafdís Huld – Bíum bíum bambaló Hafdís Huld – Ljós Topp 10 yfir mest streymdu plötur á Íslandi Hafdís Huld - Vögguvísur Leikhópurinn Dýrin í Hálsaskógi - Dýrin í Hálsaskógi Metro Boomin - HEROES & VILLAINS SZA - SOS Daniil - 600 Travis Scott - UTOPIA The Weeknd - Starboy Friðrik Karlsson - Móðir og barn Miley Cyrus - Endless Summer Vacation Harry Styles - Harry's House Flest streymi á alþjóðavísu Topp 10 yfir vinsælustu tónlistarmenn í heimi Taylor Swift Bad Bunny The Weeknd Drake Peso Pluma Feid Travis Scott SZA KAROL G Lana Del Rey Topp 10 yfir vinsælustu lög í heimi Miley Cyrus - Flowers SZA - Kill Bill Harry Styles - As it Was Jung Kook - Seven (feat. Latto) (Explicit Ver.) Eslabon Armado – Ella Baila Sola Taylor Swift – Cruel Summer Metro Boomin - Creepin' (with The Weeknd & 21 Savage) Rema – Calm Down (with Selena Gomez) Bizarrap - Shakira: Bzrp Music Sessions, Vol. 53 Taylor Swift – Anti-Hero Topp 10 yfir vinsælustu plötur í heimi Bad Bunny - Un Verano Sin Ti Taylor Swift - Midnights SZA - SOS The Weekends - Starboy KAROL G - MAÑANA SERÁ BONITO Morgan Wallen - One Thing At A Time Taylor Swift - Lover Metro Boomin - HEROS & VILLAINS Peso Pluma - GÉNESIS Harry Styles - Harry's House
Menning Tónlist Fréttir ársins 2023 Spotify Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira