Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 72-45 | Niðurlæging í grannaslagnum Siggeir Ævarsson skrifar 29. nóvember 2023 22:15 vísir/bára Keflavík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfuknattleik en liðið vann stórsigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík í kvöld. Fyrirfram höfðu eflaust margir vonast eftir hörkuleik í Keflavík í kvöld þar sem boðið var upp á nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur. Bæði lið farið afar sterkt af stað í deildinni og Njarðvíkingar í dauðafæri til þess að færa Keflvíkingum sitt annað tap í deildinni og í röð. Leikurinn fór afar hægt af stað og virtist vera einhver skjálfti eða stress í báðum liðum sem gekk illa að finna körfuna. Gestunum gekk það sýnu verr en skotnýting Njarðvíkur var aðeins 20 prósent eftir fyrsta leikhluta og staðan 15-10. Hún átti reyndar lítið eftir að skána eftir því sem á leið og endaði í 23 prósentum. Í öðrum leikhluta gerðist það trekk í trekk að vörn Njarðvíkur opnaðist upp á gátt, sem er ansi ólíkt því sem Njarðvíkurkonur hafa boðið upp á í vetur þar sem stífur varnarleikur hefur verið þeirra aðalsmerki. Keflvíkingar léku við hvurn sinn fingur í leikhlutanum og munurinn kominn í tæp 20 stig í hálfleik, staðan 40-22 og útlitið vægast sagt dökkt fyrir Njarðvíkinga. Staðan batnaði lítið í seinni hálfleik en Njarðvíkingar komust ekki yfir 30 stigin fyrr en rétt undir lok þriðja leikhluta. Rétt áður en hann kláraðist fékk Emile Hesseldal galopið færi í teignum sem fór forgörðum, sem kjarnaði kannski ágætlega frammistöðu Njarðvíkur í kvöld. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir heimakonur í leik sem varð aldrei spennandi nema rétt í blábyrjun og Keflvíkingar því áfram á toppi deildarinnar með níu sigra í tíu leikjum. Af hverju vann Keflavík? Njarðvíkingar gátu hreinlega ekki keypt sér körfu og lykilleikmenn liðsins brenndu af fjölmörgum galopnum dauðafærum. Keflvíkingar gengu á lagið og fóru oft illa með vörn Njarðvíkur og uppskáru eftir því. Hverjar stóðu upp úr? Þetta var sigur liðsheildarinnar hjá Keflavík þar sem fjórir leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Thelma Ágústsdóttir átti mjög skilvirkan leik með 13 stig úr sjö skotum og bætti við fimm fráköstum. Elisa Pinzan var stigahæst Keflvíkinga með 14 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar að auki. Hjá Njarðvík stóð varla steinn yfir steini á báðum endum vallarins en Emilie Hesseldal skilaði tvöfaldri tvennu eins og oft áður, ellefu stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm stolnir boltar einnig. Hvað gekk illa? Hér væri hægt að tína til nánast allt í leik Njarðvíkur. Varnarleikurinn var á löngum köflum varla til staðar og sóknarleikurinn alveg úti á þekju en Njarðvíkurkonur enduðu með tvo þrista ofan í í 24 tilraunum. Hvað gerist næst Bæði lið eiga leik á sunnudaginn, 3. desember. Keflavík sækir Stjörnuna heim og Njarðvíkingar Breiðablik. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur hefst kl. 14:00 en Breiðabliks og Njarðvíkur k. 19:15. Sverrir Þór: „Alvöru liðsframmistaða“ Sverrir Þór hafði ekki undan neinu að kvarta hjá sínum konum í kvöldVísir/Bára Dröfn Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ánægður með hvernig hans konur svöruðu tapinu í síðustu umferð og var heilt yfir ótrúlega ánægður með nánast allt sem hans konur buðu upp á á vellinum í kvöld. „Við náttúrulega bara spiluðum svakalega vel. Við vorum að koma úr tapi á Akureyri á sunnudaginn, fengum skell þar, ég er rosalega ánægður með hvernig við svöruðum því. Það skipti ekki máli hver var inn á. Þær voru allar frábærar. Varnarlega var þetta alveg svakalega öflugt. Svo vorum við bara að rífa mörg fráköst og keyra í bakið á þeim líka. Bara frábær leikur.“ Það virtist hreinlega allt ganga upp hjá Keflavík og vörn Njarðvíkinga var ekki svipur hjá sjón. „Einhvern veginn þá voru bara þær fimm sem voru saman inn á gólfinu að gera hlutina ákveðnar. Voru ekki að fara í neitt hik og rugl þegar það var verið að spila fast á þær. Fundu leiðir á móti þessu og hjálpuðust að og það var bara gegnumgangi allan leikinn hjá okkur. Bara alvöru liðsframmistaða.“ Sverrir vildi ekki taka undir fullyrðingu blaðamanns að úrslitin hefðu í raun verið ráðin í hálfleik. „Ég vil ekki meina að þetta hafi verið búið í hálfleik. Njarðvík er það gott lið að þær geta alltaf komið til baka. Við áttum frábæran fyrri hálfleik og fylgjum því vel eftir. Þær komust einhvern veginn aldrei inn í leikinn. Skora þarna fyrstu tvær í seinni en þá bætum við bara í. Við vorum einhvern veginn með þetta allan tímann. Við bara hittum á frábæran leik og það voru allar tilbúnar.“ Keflvíkingar keyrðu á nokkuð sterku liði og þar á meðal báðum erlendu leikmönnum sínum þar til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og úrslitin löngu ráðin. Aðspurður hvers vegna hann setti óreyndari leikmenn ekki fyrr inn á sagði Sverrir að slíkar skiptingar væru alltaf ákveðin refskák milli þjálfara. „Ég hefði gert það örugglega ef þeir hefðu verið búnir að henda öllum bekknum inn á. Það getur verið fljótt að breytast ef maður setur inn á þær sem eru ískaldar og búnar að sitja nánast allan leikinn. Maður vildi hafa svona smá blöndu, hafa einhverjar af þeim sterkustu með þeim sem voru að koma af bekknum.“ Anna Ingunn: „Það er geggjað að spila í svona liði þar sem allar eru geggjaðar“ Anna Ingunn Svansdóttir fagnar innilega með Birnu Benónýsdóttur fyrr í veturVísir/Hulda Margrét Anna Ingunn Svansdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld. Hún átti einfalt og skýrt svar þegar hún var spurð hvað hefði lagt grunninn að þessum stóra sigri. „Liðsheildin. Við spiluðum ógeðslega vel. Boltinn hreyfðist vel og við vorum að spila góða vörn. Mér fannst við mæta mjög tilbúnar í dag.“ Keflavíkurkonur mættu sannarlega tilbúnar í þennan leik, en það var engu líkara en Njarðvíkurkonur hefðu bara alls ekki verið tilbúnar í þennan grannaslag. „Við spiluðum bara geggjaða vörn á þær. Leyfðum þeim ekkert að skora eða komast upp með neitt. Mér fannst við vera tilbúnari en þær. Það er náttúrulega upplagið að loka á bestu leikmennina og ekki hleypa þeim inn í leikinn og við gerðum það vel í dag.“ Gaf tapið í síðasta leik Keflvíkingum mögulega auka hvatningu að standa sig í kvöld? „Klárlega. Við fórum norður og töpuðum þar. Þær voru bara mjög góðar, Þór Akureyri. Við mættum ekki alveg tilbúnar þá og ákváðum að gera betur í dag. Koma tilbúnar og klárar í slaginn og það gerðum við.“ Spekingunum hefur verið tíðrætt um breiddina á Keflavíkurliðinu. Það hlýtur að vera þægilegt að spila í liði þar sem svo til allir leikmenn geta komið inn á hverju sinni og lagt stig í púkkið? „Það er geggjað að spila í svona liði þar sem allar eru geggjaðar og við spilum ótrúlega vel saman og treystum hver annarri. Þetta er ógeðslega gaman!“ - Sagði Anna Ingunn kampakát í lokin. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík
Keflavík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfuknattleik en liðið vann stórsigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík í kvöld. Fyrirfram höfðu eflaust margir vonast eftir hörkuleik í Keflavík í kvöld þar sem boðið var upp á nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur. Bæði lið farið afar sterkt af stað í deildinni og Njarðvíkingar í dauðafæri til þess að færa Keflvíkingum sitt annað tap í deildinni og í röð. Leikurinn fór afar hægt af stað og virtist vera einhver skjálfti eða stress í báðum liðum sem gekk illa að finna körfuna. Gestunum gekk það sýnu verr en skotnýting Njarðvíkur var aðeins 20 prósent eftir fyrsta leikhluta og staðan 15-10. Hún átti reyndar lítið eftir að skána eftir því sem á leið og endaði í 23 prósentum. Í öðrum leikhluta gerðist það trekk í trekk að vörn Njarðvíkur opnaðist upp á gátt, sem er ansi ólíkt því sem Njarðvíkurkonur hafa boðið upp á í vetur þar sem stífur varnarleikur hefur verið þeirra aðalsmerki. Keflvíkingar léku við hvurn sinn fingur í leikhlutanum og munurinn kominn í tæp 20 stig í hálfleik, staðan 40-22 og útlitið vægast sagt dökkt fyrir Njarðvíkinga. Staðan batnaði lítið í seinni hálfleik en Njarðvíkingar komust ekki yfir 30 stigin fyrr en rétt undir lok þriðja leikhluta. Rétt áður en hann kláraðist fékk Emile Hesseldal galopið færi í teignum sem fór forgörðum, sem kjarnaði kannski ágætlega frammistöðu Njarðvíkur í kvöld. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir heimakonur í leik sem varð aldrei spennandi nema rétt í blábyrjun og Keflvíkingar því áfram á toppi deildarinnar með níu sigra í tíu leikjum. Af hverju vann Keflavík? Njarðvíkingar gátu hreinlega ekki keypt sér körfu og lykilleikmenn liðsins brenndu af fjölmörgum galopnum dauðafærum. Keflvíkingar gengu á lagið og fóru oft illa með vörn Njarðvíkur og uppskáru eftir því. Hverjar stóðu upp úr? Þetta var sigur liðsheildarinnar hjá Keflavík þar sem fjórir leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Thelma Ágústsdóttir átti mjög skilvirkan leik með 13 stig úr sjö skotum og bætti við fimm fráköstum. Elisa Pinzan var stigahæst Keflvíkinga með 14 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar að auki. Hjá Njarðvík stóð varla steinn yfir steini á báðum endum vallarins en Emilie Hesseldal skilaði tvöfaldri tvennu eins og oft áður, ellefu stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm stolnir boltar einnig. Hvað gekk illa? Hér væri hægt að tína til nánast allt í leik Njarðvíkur. Varnarleikurinn var á löngum köflum varla til staðar og sóknarleikurinn alveg úti á þekju en Njarðvíkurkonur enduðu með tvo þrista ofan í í 24 tilraunum. Hvað gerist næst Bæði lið eiga leik á sunnudaginn, 3. desember. Keflavík sækir Stjörnuna heim og Njarðvíkingar Breiðablik. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur hefst kl. 14:00 en Breiðabliks og Njarðvíkur k. 19:15. Sverrir Þór: „Alvöru liðsframmistaða“ Sverrir Þór hafði ekki undan neinu að kvarta hjá sínum konum í kvöldVísir/Bára Dröfn Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ánægður með hvernig hans konur svöruðu tapinu í síðustu umferð og var heilt yfir ótrúlega ánægður með nánast allt sem hans konur buðu upp á á vellinum í kvöld. „Við náttúrulega bara spiluðum svakalega vel. Við vorum að koma úr tapi á Akureyri á sunnudaginn, fengum skell þar, ég er rosalega ánægður með hvernig við svöruðum því. Það skipti ekki máli hver var inn á. Þær voru allar frábærar. Varnarlega var þetta alveg svakalega öflugt. Svo vorum við bara að rífa mörg fráköst og keyra í bakið á þeim líka. Bara frábær leikur.“ Það virtist hreinlega allt ganga upp hjá Keflavík og vörn Njarðvíkinga var ekki svipur hjá sjón. „Einhvern veginn þá voru bara þær fimm sem voru saman inn á gólfinu að gera hlutina ákveðnar. Voru ekki að fara í neitt hik og rugl þegar það var verið að spila fast á þær. Fundu leiðir á móti þessu og hjálpuðust að og það var bara gegnumgangi allan leikinn hjá okkur. Bara alvöru liðsframmistaða.“ Sverrir vildi ekki taka undir fullyrðingu blaðamanns að úrslitin hefðu í raun verið ráðin í hálfleik. „Ég vil ekki meina að þetta hafi verið búið í hálfleik. Njarðvík er það gott lið að þær geta alltaf komið til baka. Við áttum frábæran fyrri hálfleik og fylgjum því vel eftir. Þær komust einhvern veginn aldrei inn í leikinn. Skora þarna fyrstu tvær í seinni en þá bætum við bara í. Við vorum einhvern veginn með þetta allan tímann. Við bara hittum á frábæran leik og það voru allar tilbúnar.“ Keflvíkingar keyrðu á nokkuð sterku liði og þar á meðal báðum erlendu leikmönnum sínum þar til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og úrslitin löngu ráðin. Aðspurður hvers vegna hann setti óreyndari leikmenn ekki fyrr inn á sagði Sverrir að slíkar skiptingar væru alltaf ákveðin refskák milli þjálfara. „Ég hefði gert það örugglega ef þeir hefðu verið búnir að henda öllum bekknum inn á. Það getur verið fljótt að breytast ef maður setur inn á þær sem eru ískaldar og búnar að sitja nánast allan leikinn. Maður vildi hafa svona smá blöndu, hafa einhverjar af þeim sterkustu með þeim sem voru að koma af bekknum.“ Anna Ingunn: „Það er geggjað að spila í svona liði þar sem allar eru geggjaðar“ Anna Ingunn Svansdóttir fagnar innilega með Birnu Benónýsdóttur fyrr í veturVísir/Hulda Margrét Anna Ingunn Svansdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld. Hún átti einfalt og skýrt svar þegar hún var spurð hvað hefði lagt grunninn að þessum stóra sigri. „Liðsheildin. Við spiluðum ógeðslega vel. Boltinn hreyfðist vel og við vorum að spila góða vörn. Mér fannst við mæta mjög tilbúnar í dag.“ Keflavíkurkonur mættu sannarlega tilbúnar í þennan leik, en það var engu líkara en Njarðvíkurkonur hefðu bara alls ekki verið tilbúnar í þennan grannaslag. „Við spiluðum bara geggjaða vörn á þær. Leyfðum þeim ekkert að skora eða komast upp með neitt. Mér fannst við vera tilbúnari en þær. Það er náttúrulega upplagið að loka á bestu leikmennina og ekki hleypa þeim inn í leikinn og við gerðum það vel í dag.“ Gaf tapið í síðasta leik Keflvíkingum mögulega auka hvatningu að standa sig í kvöld? „Klárlega. Við fórum norður og töpuðum þar. Þær voru bara mjög góðar, Þór Akureyri. Við mættum ekki alveg tilbúnar þá og ákváðum að gera betur í dag. Koma tilbúnar og klárar í slaginn og það gerðum við.“ Spekingunum hefur verið tíðrætt um breiddina á Keflavíkurliðinu. Það hlýtur að vera þægilegt að spila í liði þar sem svo til allir leikmenn geta komið inn á hverju sinni og lagt stig í púkkið? „Það er geggjað að spila í svona liði þar sem allar eru geggjaðar og við spilum ótrúlega vel saman og treystum hver annarri. Þetta er ógeðslega gaman!“ - Sagði Anna Ingunn kampakát í lokin.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum