„Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 20:00 Sunna Jónsdóttir er spennt að hitta strákinn á morgun. Vísir Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er ein þeirra en hún er svo heppinn að sonur hennar er á leiðinni til Stafangurs og verður í stúkunni er Ísland mætir Slóveníu á morgun. „Þetta er skrýtið og örugglega erfiðara fyrir mig en hann. Hann er nú á leiðinni núna, fimm ára, og er mjög spenntur. Það verður gaman að sjá hann,“ segir Sunna. Klippa: Örugglega erfiðara fyrir mig en hann Þórey Anna Ásgeirsdóttir á einn tveggja ára. „Ég ætla ekkert að skafa af því – þetta er erfitt á köflum. En svo er maður bara að reyna að njóta þess að vera hér, að vera í núinu,“ „Ég er líka það ótrúlega heppin að eiga góða í kringum mig sem leyfa mér að stunda það sem ég elska og eru til staðar fyrir mann.“ segir Þórey Anna sem þakkar fyrir það að tæknin leyfi henni að hringja heim. „Það er alveg nauðsynlegt. Sem betur fer er tæknin orðin eins og hún er í dag,“ segir Þórey Anna. „Ég veit ekki hvernig fólk gerði þetta hérna áður fyrr en ég er mjög þakklát fyrir þetta.“ Kemst inn í rútínuna Nafna hennar Þórey Rósa Stefánsdóttir kveðst hafa þótt það erfitt áður en hún fór út með landsliðinu. „Það er alveg erfitt, ég viðurkenni það. Vitandi það að maður sé að fara í þriggja vikna plús langa ferð er það eiginlega erfiðara áður en maður fór. En þegar maður er kominn af stað fer maður inn í rútínuna hér,“ segir Þórey Rósa. Hún tekur undir með nöfnu sinni að þakka tækninni fyrir en ekki var eins einfalt að hringja heim síðast þegar hún var á stórmóti fyrir um áratug síðan. „Eins og ég nefndi með samfélagsmiðla og svoleiðis, er auðveldara að hringja heim núna og eiga vídéósamtal. Maður veit að þau eru í góðum höndum heima og það verður svo gaman að koma heim í jólin með þeim,“ segir Þórey Rósa. Þær Sunna, Þórey Anna og Þórey Rósa verða í eldlínunni þegar Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er ein þeirra en hún er svo heppinn að sonur hennar er á leiðinni til Stafangurs og verður í stúkunni er Ísland mætir Slóveníu á morgun. „Þetta er skrýtið og örugglega erfiðara fyrir mig en hann. Hann er nú á leiðinni núna, fimm ára, og er mjög spenntur. Það verður gaman að sjá hann,“ segir Sunna. Klippa: Örugglega erfiðara fyrir mig en hann Þórey Anna Ásgeirsdóttir á einn tveggja ára. „Ég ætla ekkert að skafa af því – þetta er erfitt á köflum. En svo er maður bara að reyna að njóta þess að vera hér, að vera í núinu,“ „Ég er líka það ótrúlega heppin að eiga góða í kringum mig sem leyfa mér að stunda það sem ég elska og eru til staðar fyrir mann.“ segir Þórey Anna sem þakkar fyrir það að tæknin leyfi henni að hringja heim. „Það er alveg nauðsynlegt. Sem betur fer er tæknin orðin eins og hún er í dag,“ segir Þórey Anna. „Ég veit ekki hvernig fólk gerði þetta hérna áður fyrr en ég er mjög þakklát fyrir þetta.“ Kemst inn í rútínuna Nafna hennar Þórey Rósa Stefánsdóttir kveðst hafa þótt það erfitt áður en hún fór út með landsliðinu. „Það er alveg erfitt, ég viðurkenni það. Vitandi það að maður sé að fara í þriggja vikna plús langa ferð er það eiginlega erfiðara áður en maður fór. En þegar maður er kominn af stað fer maður inn í rútínuna hér,“ segir Þórey Rósa. Hún tekur undir með nöfnu sinni að þakka tækninni fyrir en ekki var eins einfalt að hringja heim síðast þegar hún var á stórmóti fyrir um áratug síðan. „Eins og ég nefndi með samfélagsmiðla og svoleiðis, er auðveldara að hringja heim núna og eiga vídéósamtal. Maður veit að þau eru í góðum höndum heima og það verður svo gaman að koma heim í jólin með þeim,“ segir Þórey Rósa. Þær Sunna, Þórey Anna og Þórey Rósa verða í eldlínunni þegar Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira