Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 08:00 Andre Onana, markvörður Manchester United, var svekktur í leikslok. Getty/Seskim Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Arsenal vann risasigur á heimavelli, Manchester United missti niður tveggja marka forystu í tvígang, það voru skoruð sex mörk á Leikvangi ljósanna og Real Madrid kom til baka á móti Napoli svo eitthvað sé nefnt. Það var reyndar ekkert mark skorað í leik Bayern München og FC Kaupmannahafnar en Danirnir náðu þar í dýrmætt stig. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Lens Arsenal menn fóru á kostum á móti Lens. Þeir komust í 4-0 eftir aðeins 27 mínútur, voru 5-0 yfir í hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur. Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard voru á skotskónum í fyrri hálfleik og Jorginho skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Manchester United komst bæði í 2-0 og 3-1 í leik á móti Galatasaray í suðupottinum í Istanbul. United missti niður forskotið og gerði 3-3 jafntefli í leik sem liðið mátti alls ekki tapa. Úrslitin þýða að United þarf að vinna Bayern München í lokaleiknum sem og að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray. Alejandro Garnacho og Bruno Fernande komu United í 2-0 á fyrstu átján mínútunum og allt leit út. Hakim Ziyech minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu en Scott McTominay kom United aftur tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleiknum. Ziyech skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en nú eftir klaufagang Andre Onana í markinu. Það var síðan Kerem Akturkoglu sem tryggði Tyrkjunum jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik Galatasaray og Man. United Real Madrid vann 4-2 sigur á Napoli eftir að hafa lenti 1-0 undir. Jude Bellingham hélt áfram sögulegri byrjun sinni og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en hin mörk spænska liðsins skoruðu þeir Rodrygo, Joselu og táningurinn Nico Paz. Giovanni Simeone og André-Frank Zambo Anguissa skoruðu fyrir Napoli. Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær en það var skorað í sex af átta leikjum þar af sex mörk í fjórum af leikjunum og fimm mörk í einum. Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Napoli Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Inter Klippa: Mörkin úr leik Braga og Union Berlin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Arsenal vann risasigur á heimavelli, Manchester United missti niður tveggja marka forystu í tvígang, það voru skoruð sex mörk á Leikvangi ljósanna og Real Madrid kom til baka á móti Napoli svo eitthvað sé nefnt. Það var reyndar ekkert mark skorað í leik Bayern München og FC Kaupmannahafnar en Danirnir náðu þar í dýrmætt stig. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Lens Arsenal menn fóru á kostum á móti Lens. Þeir komust í 4-0 eftir aðeins 27 mínútur, voru 5-0 yfir í hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur. Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard voru á skotskónum í fyrri hálfleik og Jorginho skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Manchester United komst bæði í 2-0 og 3-1 í leik á móti Galatasaray í suðupottinum í Istanbul. United missti niður forskotið og gerði 3-3 jafntefli í leik sem liðið mátti alls ekki tapa. Úrslitin þýða að United þarf að vinna Bayern München í lokaleiknum sem og að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray. Alejandro Garnacho og Bruno Fernande komu United í 2-0 á fyrstu átján mínútunum og allt leit út. Hakim Ziyech minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu en Scott McTominay kom United aftur tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleiknum. Ziyech skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en nú eftir klaufagang Andre Onana í markinu. Það var síðan Kerem Akturkoglu sem tryggði Tyrkjunum jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik Galatasaray og Man. United Real Madrid vann 4-2 sigur á Napoli eftir að hafa lenti 1-0 undir. Jude Bellingham hélt áfram sögulegri byrjun sinni og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en hin mörk spænska liðsins skoruðu þeir Rodrygo, Joselu og táningurinn Nico Paz. Giovanni Simeone og André-Frank Zambo Anguissa skoruðu fyrir Napoli. Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær en það var skorað í sex af átta leikjum þar af sex mörk í fjórum af leikjunum og fimm mörk í einum. Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Napoli Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Inter Klippa: Mörkin úr leik Braga og Union Berlin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira