Fjölmiðlamaður snýr sér að útförum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 10:18 Guðmundur Örn Jóhannsson ætlar að snúa sér að útfararþjónustu. Guðmundur Örn Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Torgi og sjónvarpsstjóri ÍNN, hefur ákveðið að kveðja fjölmiðlabransann í bili og snúa sér að útförum. Hann hefur gengið til liðs við Úfararstofu Íslands. Guðmundur var síðast framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torgi sem gaf út Fréttablaðið. Fyrirtækið varð gjaldþrota í vor og var útgáfu Fréttablaðsins hætt. „Eftir að hafa tekið mér gott frí í sumar eftir fjölmiðlabransann tók ég ákvörðun um að ganga til liðs við félaga minn Sverri Einarsson (Lelli) hjá Útfararstofu Íslands,“ segir Guðmundur Örn í færslu á Facebook. Sverrir og Guðmundur Örn eiga báðir sterka tengingu við knattspyrnuna. Sverrir var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Fram en Guðmundur er faðir Jóhanns Berg Guðmundssonar, fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Sverrir hefur sinnt útfararstjórn af alúð og fagmennsku í yfir 40 ár. Ég mun sinna framkvæmdastjórn auk þess að aðstoða við útfarir. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu starfi en þar reynir á að vera til staðar fyrir aðstandendur á erfiðum tímum og halda utan um allan undirbúning er við kemur útför,“ segir Guðmundur Örn. „Ég mun sinna þessu starfi, með þá lífsreynslu sem ég hef úr lífi og starfi, af alúð og virðingu fyrir aðstandendum og hinum látna.“ Guðmundur Örn var á sínum tíma framkvæmdastjóri Landsbjargar og síðar sjónvarpsstjóri hjá ÍNN. Þar hætti hann eftir níu mánuði í starfi. Aðalástæða brotthvarfsins var sú að dóttir Guðmundar og sonur Ingva Hrafns Jónssonar, stofnanda stöðvarinnar, áttu í ástarsambandi. „Við töldum ekki vænlegt að tveir tengdapabbar væru að vinna saman en starfslok mín voru gerð í mesta bróðerni,“ sagði Guðmundur Örn á þeim tímamótum. Ingvi Hrafn tók við starfi sjónvarpsstjóra en útsendingum á stöðinni var svo hætt í nóvember 2017. Guðmundur Örn stofnaði síðar sjónvarpsstöðina Hringbraut með Sigmundi Erni Rúnarssyni og Sigurði K. Kolbeinssyni. Hann varð stjórnarformaður og var stærsti hluthafi í fjölmiðlafyrirtækinu sem sameinaðist Fréttablaðinu árið 2019. Fjölmiðlar Vistaskipti Kirkjugarðar Tengdar fréttir Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00 Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31 Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Guðmundur var síðast framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torgi sem gaf út Fréttablaðið. Fyrirtækið varð gjaldþrota í vor og var útgáfu Fréttablaðsins hætt. „Eftir að hafa tekið mér gott frí í sumar eftir fjölmiðlabransann tók ég ákvörðun um að ganga til liðs við félaga minn Sverri Einarsson (Lelli) hjá Útfararstofu Íslands,“ segir Guðmundur Örn í færslu á Facebook. Sverrir og Guðmundur Örn eiga báðir sterka tengingu við knattspyrnuna. Sverrir var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Fram en Guðmundur er faðir Jóhanns Berg Guðmundssonar, fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Sverrir hefur sinnt útfararstjórn af alúð og fagmennsku í yfir 40 ár. Ég mun sinna framkvæmdastjórn auk þess að aðstoða við útfarir. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu starfi en þar reynir á að vera til staðar fyrir aðstandendur á erfiðum tímum og halda utan um allan undirbúning er við kemur útför,“ segir Guðmundur Örn. „Ég mun sinna þessu starfi, með þá lífsreynslu sem ég hef úr lífi og starfi, af alúð og virðingu fyrir aðstandendum og hinum látna.“ Guðmundur Örn var á sínum tíma framkvæmdastjóri Landsbjargar og síðar sjónvarpsstjóri hjá ÍNN. Þar hætti hann eftir níu mánuði í starfi. Aðalástæða brotthvarfsins var sú að dóttir Guðmundar og sonur Ingva Hrafns Jónssonar, stofnanda stöðvarinnar, áttu í ástarsambandi. „Við töldum ekki vænlegt að tveir tengdapabbar væru að vinna saman en starfslok mín voru gerð í mesta bróðerni,“ sagði Guðmundur Örn á þeim tímamótum. Ingvi Hrafn tók við starfi sjónvarpsstjóra en útsendingum á stöðinni var svo hætt í nóvember 2017. Guðmundur Örn stofnaði síðar sjónvarpsstöðina Hringbraut með Sigmundi Erni Rúnarssyni og Sigurði K. Kolbeinssyni. Hann varð stjórnarformaður og var stærsti hluthafi í fjölmiðlafyrirtækinu sem sameinaðist Fréttablaðinu árið 2019.
Fjölmiðlar Vistaskipti Kirkjugarðar Tengdar fréttir Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00 Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31 Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00
Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31
Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26